Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 19:08 Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið [email protected] Bárðarbunga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið [email protected]
Bárðarbunga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira