40.000 nýir aðdáendur á tæpri viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2014 14:34 Í kjölfar þess að Instagram-síðu lögreglunnar var deilt út um allan heim fjölgaði aðdáendum hennar jafnt og þétt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum. Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum.
Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið