Pahars: Ísland ekki áhyggjuefni stóru liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 10. október 2014 08:00 Kári Árnason og fyrir aftan hann eru Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Anton Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2016 í Riga í kvöld. Liðið á sér langa sögu þrátt fyrir að Lettland hafi verið hluti af Sovétríkjunum í meira en hálfa öld. Lettar léku sinn fyrsta landsleik árið 1922 og voru nálægt því að komast á HM 1938. Tveimur árum síðar varð Lettland hluti af Sovétríkjunum og spilaði ekki landsleik sem sjálfstætt ríki á ný fyrr en árið 1991. Lettland hefur aldrei komist á HM en stærsta afrek liðsins er að það komst óvænt inn á EM 2004 sem fór fram í Portúgal. Lettar urðu í öðru sæti í sínum riðli, á undan liðum eins og Póllandi, og slógu svo Tyrki út í umspilinu. Þess ber að geta að Tyrkir eru í sama riðli í undankeppni EM 2016 en Ísland lagði Tyrki að velli í síðasta mánuði, 3-0. „Ég er viss um að þeir muni vel eftir umspilsleikjunum fyrir EM 2004,“ sagði landsliðsþjálfarinn Marian Pahars þegar ljóst varð hvaða lið lentu saman í undankeppninni. Liðið komst ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal en náði þó jafntefli gegn Þýskalandi. Töp gegn Tékklandi og Hollandi urðu því að falli. Árið 2009 komst Lettland upp í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem er besti árangur þess á þeim vettvangi. Síðan þá hefur leiðin legið niður við og situr liðið nú í 99. sæti. Árangur þess í síðustu undankeppni ber þess merki. Lettland hafnaði í næstsíðasta sæti í sínum riðli og vann aðeins tvo leiki í riðlinum - gegn Liechtenstein og Litháen á heimavelli. Liðið mátti til að mynda sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein ytra. Lettar gerðu svo jafntefli við Slóvakíu á heimavelli, 2-2, í lokaleik sínum í riðlinum en þá var ljóst að hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram. Það þótti því ef til vill ekkert slæmt að byrja á að ná í stig til Kasakstan í fyrstu umferð riðlakeppninnar líkt og Lettland gerði í síðasta mánuði. En Pahars veit að hann þarf að fylgja því eftir með sigri á heimavelli gegn Íslandi. „Ég efast um að Ísland og Kasakstan muni valda bestu liðunum í riðlinum miklum áhyggjum,“ sagði hann um riðilinn á sínum tíma. „Við munum að minnsta kosti gera okkar besta til að gleðja stuðningsmenn okkar og reyna að komast áfram. Við höfum reynslu af því.“Pahars í leik með lettneska landsliðinu á EM 2004 í Portúgal.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2016 í Riga í kvöld. Liðið á sér langa sögu þrátt fyrir að Lettland hafi verið hluti af Sovétríkjunum í meira en hálfa öld. Lettar léku sinn fyrsta landsleik árið 1922 og voru nálægt því að komast á HM 1938. Tveimur árum síðar varð Lettland hluti af Sovétríkjunum og spilaði ekki landsleik sem sjálfstætt ríki á ný fyrr en árið 1991. Lettland hefur aldrei komist á HM en stærsta afrek liðsins er að það komst óvænt inn á EM 2004 sem fór fram í Portúgal. Lettar urðu í öðru sæti í sínum riðli, á undan liðum eins og Póllandi, og slógu svo Tyrki út í umspilinu. Þess ber að geta að Tyrkir eru í sama riðli í undankeppni EM 2016 en Ísland lagði Tyrki að velli í síðasta mánuði, 3-0. „Ég er viss um að þeir muni vel eftir umspilsleikjunum fyrir EM 2004,“ sagði landsliðsþjálfarinn Marian Pahars þegar ljóst varð hvaða lið lentu saman í undankeppninni. Liðið komst ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal en náði þó jafntefli gegn Þýskalandi. Töp gegn Tékklandi og Hollandi urðu því að falli. Árið 2009 komst Lettland upp í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem er besti árangur þess á þeim vettvangi. Síðan þá hefur leiðin legið niður við og situr liðið nú í 99. sæti. Árangur þess í síðustu undankeppni ber þess merki. Lettland hafnaði í næstsíðasta sæti í sínum riðli og vann aðeins tvo leiki í riðlinum - gegn Liechtenstein og Litháen á heimavelli. Liðið mátti til að mynda sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein ytra. Lettar gerðu svo jafntefli við Slóvakíu á heimavelli, 2-2, í lokaleik sínum í riðlinum en þá var ljóst að hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram. Það þótti því ef til vill ekkert slæmt að byrja á að ná í stig til Kasakstan í fyrstu umferð riðlakeppninnar líkt og Lettland gerði í síðasta mánuði. En Pahars veit að hann þarf að fylgja því eftir með sigri á heimavelli gegn Íslandi. „Ég efast um að Ísland og Kasakstan muni valda bestu liðunum í riðlinum miklum áhyggjum,“ sagði hann um riðilinn á sínum tíma. „Við munum að minnsta kosti gera okkar besta til að gleðja stuðningsmenn okkar og reyna að komast áfram. Við höfum reynslu af því.“Pahars í leik með lettneska landsliðinu á EM 2004 í Portúgal.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37