Ólafur Ragnar gerði það sem Obama hefði aldrei gert Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 13:30 „Miði til Íslands varð vegabréf að heiminum á meðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík stóð.“ Þetta skrifar Peter Debruge, yfirgagnrýnandi tímaritsins Variety fyrir alþjóðlegar myndir. Hann skrifar langa grein á vef Variety um RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, en Peter sat í dómnefnd sem valdi þá mynd sem hlaut aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, á nýafstaðinni hátíð. Peter talar vel um landið í greininni og segir það komast næst því að horfa á bíómyndir á tunglinu að horfa á þær á Íslandi. Hann segist skilja vel að erlendir aðilar sæki land og þjóð heim til að taka upp stórar kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og Interstellar og Game of Thrones. „Ísland er svo sannarlega einn af þessum stöðum sem allir ættu að sjá áður en þeir deyja og RIFF er góð afsökun til að gera það fyrir þá sem eru tengdir kvikmyndabransanum á einhvern hátt,“ skrifar Peter. Þá minnist hann sérstaklega á verðlaunaathöfnina á Bessastöðum þar sem leikstjóranum Mike Leigh voru veitt heiðursverðlaun RIFF. „Ég kom á miðri hátíð, tímanlega til að sjá íslenska forsetann Ólaf Ragnar Grímsson heiðra RIFF-heiðursgestinn Mike Leigh heima hjá sér, afslappaður viðburður sem á örskotstundu gerði landið minna dularfullt. Það er ekki hægt að finna hliðstæðu, hvorki í Bandaríkjunum né öðrum löndum, þar sem einhver í stöðu Baracks Obama býður hópi heim í Hvíta húsið þar sem hann skálar fyrir kvikmyndagerðarmanni og grínast með að borða lunda,“ skrifar gagnrýnandinn.Grein Peters má lesa í heild sinni hér. Game of Thrones RIFF Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Miði til Íslands varð vegabréf að heiminum á meðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík stóð.“ Þetta skrifar Peter Debruge, yfirgagnrýnandi tímaritsins Variety fyrir alþjóðlegar myndir. Hann skrifar langa grein á vef Variety um RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, en Peter sat í dómnefnd sem valdi þá mynd sem hlaut aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, á nýafstaðinni hátíð. Peter talar vel um landið í greininni og segir það komast næst því að horfa á bíómyndir á tunglinu að horfa á þær á Íslandi. Hann segist skilja vel að erlendir aðilar sæki land og þjóð heim til að taka upp stórar kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og Interstellar og Game of Thrones. „Ísland er svo sannarlega einn af þessum stöðum sem allir ættu að sjá áður en þeir deyja og RIFF er góð afsökun til að gera það fyrir þá sem eru tengdir kvikmyndabransanum á einhvern hátt,“ skrifar Peter. Þá minnist hann sérstaklega á verðlaunaathöfnina á Bessastöðum þar sem leikstjóranum Mike Leigh voru veitt heiðursverðlaun RIFF. „Ég kom á miðri hátíð, tímanlega til að sjá íslenska forsetann Ólaf Ragnar Grímsson heiðra RIFF-heiðursgestinn Mike Leigh heima hjá sér, afslappaður viðburður sem á örskotstundu gerði landið minna dularfullt. Það er ekki hægt að finna hliðstæðu, hvorki í Bandaríkjunum né öðrum löndum, þar sem einhver í stöðu Baracks Obama býður hópi heim í Hvíta húsið þar sem hann skálar fyrir kvikmyndagerðarmanni og grínast með að borða lunda,“ skrifar gagnrýnandinn.Grein Peters má lesa í heild sinni hér.
Game of Thrones RIFF Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira