Íslenskir hommar mjög opinskáir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2014 15:01 Í TORSO-verkefninu fjallar Tim Marshall um staðalímyndir homma og hvernig stefnumóta-öpp hafa áhrif í því samhengi. Mynd/Tim Marshall Tim Marshall er ástralskur kvikmyndaleikstjóri en heimildarstuttmynd hans TORSO Reykjavík verður sýnd á RIFF í kvöld, á morgun og á laugardaginn. Myndin fjallar um upplifun íslenskra homma af stefnumóta-appinu Grindr en Tim hefur gert samskonar myndir í Sydney og Los Angeles sem eru hluti af verkefni sem hann kallar einfaldlega TORSO. Tim segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkefninu hafi kviknað þegar hann sjálfur notaði stefnumóta-appið Grindr. „Ég er í rauninni að fjalla um staðalímyndir homma. Mjög margir sem nota stefnumóta-öpp á borð við Grindr setja ekki mynd af andlitinu sínu inn í appið heldur bara mynd af búknum (e. torso) á sér. Fólk er síðan mjög fljótt að dæma og draga ályktanir um manneskjuna út frá myndinni sem það sér í appinu,“ segir Tim.Enginn kemur fram undir nafni í myndinni en einhverjir óttuðust að þeir myndu engu að síður þekkjast þar sem hommasamfélagið hér á landi er svo lítið.Mynd/Tim MarshallErfitt að finna Íslendinga fyrir verkefnið Tim, sem var einnig í viðtali hjá GayIceland fyrr í dag, tekur ekki myndir af andliti viðmælenda sinna í TORSO heldur bara af búknum svo þeir sem taka þátt koma ekki fram undir nafni. „Þrátt fyrir að þátttaka í verkefninu sé nafnlaus þá reyndist mér erfitt að finna þátttakendur hér á Íslandi. Hér er hommasamfélagið svo lítið að sumir óttuðust að þeir myndu einfaldlega þekkjast á búknum einum saman. Ég endaði svo á að taka viðtöl við sex einstaklinga fyrir myndina en hvert viðtal er um 3-4 mínútur.“ Aðspurður hvað hafi komið honum á óvart hér á landi, fyrir utan smæð samfélagsins, segir hann að hversu opinskáir viðmælendurnir hafi svo verið. „Þeir sem tóku svo þátt í verkefninu opnuðu sig algjörlega og sögðu í mikilli hreinskilni frá upplifun sinni af því að nota Grindr. Þeir sögðu mér í miklum smáatriðum frá lífi sínu sem kom skemmtilega á óvart þar sem það var svo erfitt að finna einhverja sem vildu deila reynslu sinni.“Tim Marshall, kvikmyndaleikstjóriEkkill notaði appið til að hjálpa sér í sorgarferlinu Tim segir að flestir notið appið til að finna sér bólfélaga og helmingur þeirra sem hann ræddi við kaus frekar að nota appið til að hitta erlenda ferðamenn heldur en Íslendinga, einmitt vegna þess hve Ísland er lítið og maður getur auðveldlega rekist á þann sem maður hitti í gegnum Grindr úti á götu. Einn viðmælandi Tims notaði svo reyndar appið fyrir annað en kynlíf. „Sá maður var nýbúinn að missa eiginmann sinn úr krabbameini og hann hitti fólk í gegnum Grindr sem var að ganga í gegnum það sama og hann sem er nokkuð magnað. Appið hjálpaði honum því í sorgarferlinu og hann myndaði vinatengsl við fólk.“ Ekki er um hefðbundna bíósýningu að ræða heldur hefur Tim þróað app fyrir iPad þar sem fólk velur sér viðmælanda til að horfa á, líkt og það sé að velja sér stefnumót í gegnum Grindr. Hugmyndin sé að fólk fái þannig tilfinningu fyrir hvernig það sé að nota appið. Um er að ræða sérviðburð á RIFF sem verður á Loft Hostel í kvöld og á morgun frá 17 -20 á laugardaginn frá 14-20. Tim verður viðstaddur og mun svara spurningum og spjalla við gesti. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tim Marshall er ástralskur kvikmyndaleikstjóri en heimildarstuttmynd hans TORSO Reykjavík verður sýnd á RIFF í kvöld, á morgun og á laugardaginn. Myndin fjallar um upplifun íslenskra homma af stefnumóta-appinu Grindr en Tim hefur gert samskonar myndir í Sydney og Los Angeles sem eru hluti af verkefni sem hann kallar einfaldlega TORSO. Tim segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkefninu hafi kviknað þegar hann sjálfur notaði stefnumóta-appið Grindr. „Ég er í rauninni að fjalla um staðalímyndir homma. Mjög margir sem nota stefnumóta-öpp á borð við Grindr setja ekki mynd af andlitinu sínu inn í appið heldur bara mynd af búknum (e. torso) á sér. Fólk er síðan mjög fljótt að dæma og draga ályktanir um manneskjuna út frá myndinni sem það sér í appinu,“ segir Tim.Enginn kemur fram undir nafni í myndinni en einhverjir óttuðust að þeir myndu engu að síður þekkjast þar sem hommasamfélagið hér á landi er svo lítið.Mynd/Tim MarshallErfitt að finna Íslendinga fyrir verkefnið Tim, sem var einnig í viðtali hjá GayIceland fyrr í dag, tekur ekki myndir af andliti viðmælenda sinna í TORSO heldur bara af búknum svo þeir sem taka þátt koma ekki fram undir nafni. „Þrátt fyrir að þátttaka í verkefninu sé nafnlaus þá reyndist mér erfitt að finna þátttakendur hér á Íslandi. Hér er hommasamfélagið svo lítið að sumir óttuðust að þeir myndu einfaldlega þekkjast á búknum einum saman. Ég endaði svo á að taka viðtöl við sex einstaklinga fyrir myndina en hvert viðtal er um 3-4 mínútur.“ Aðspurður hvað hafi komið honum á óvart hér á landi, fyrir utan smæð samfélagsins, segir hann að hversu opinskáir viðmælendurnir hafi svo verið. „Þeir sem tóku svo þátt í verkefninu opnuðu sig algjörlega og sögðu í mikilli hreinskilni frá upplifun sinni af því að nota Grindr. Þeir sögðu mér í miklum smáatriðum frá lífi sínu sem kom skemmtilega á óvart þar sem það var svo erfitt að finna einhverja sem vildu deila reynslu sinni.“Tim Marshall, kvikmyndaleikstjóriEkkill notaði appið til að hjálpa sér í sorgarferlinu Tim segir að flestir notið appið til að finna sér bólfélaga og helmingur þeirra sem hann ræddi við kaus frekar að nota appið til að hitta erlenda ferðamenn heldur en Íslendinga, einmitt vegna þess hve Ísland er lítið og maður getur auðveldlega rekist á þann sem maður hitti í gegnum Grindr úti á götu. Einn viðmælandi Tims notaði svo reyndar appið fyrir annað en kynlíf. „Sá maður var nýbúinn að missa eiginmann sinn úr krabbameini og hann hitti fólk í gegnum Grindr sem var að ganga í gegnum það sama og hann sem er nokkuð magnað. Appið hjálpaði honum því í sorgarferlinu og hann myndaði vinatengsl við fólk.“ Ekki er um hefðbundna bíósýningu að ræða heldur hefur Tim þróað app fyrir iPad þar sem fólk velur sér viðmælanda til að horfa á, líkt og það sé að velja sér stefnumót í gegnum Grindr. Hugmyndin sé að fólk fái þannig tilfinningu fyrir hvernig það sé að nota appið. Um er að ræða sérviðburð á RIFF sem verður á Loft Hostel í kvöld og á morgun frá 17 -20 á laugardaginn frá 14-20. Tim verður viðstaddur og mun svara spurningum og spjalla við gesti.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira