Er nóg að vera best í heimi? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. október 2014 10:07 Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mælingar um að hérlendis séu kynin jöfnust í heiminum þá er það því miður svo að frá fæðingu til dánardags er munur á tækifærum kvenna og karla. Hamlandi staðalmyndir um karlmennsku og kvennmennsku hafa þar mikil áhrif. Stúlkum líður verr í skóla en drengjum og hafa minna sjálfstraust við útskrift úr grunnskóla þó þær séu duglegri að lesa. Oft er talað um að konur séu að taka yfir háskólana en þá er ekki horft til þess að vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur sem er slæmt fyrir bæði kynin. Stærri hluti kvenna en karla er einungis með grunnmenntun og virðist sem starfs og verkmenntun sé aðgengilegri körlum en konum. Árið 2013 var óleiðréttur launamunur kynjanna 19,9 % fyrir fullt starf og jókst um 1 % milli ára. Regluleg laun karla árið 2013 voru samkvæmt Hagstofu Íslands 475 þúsund krónur að meðaltali á mánuði meðan sambærileg laun kvenna voru 393 þúsund krónur. Konur eru sem sagt með um 1 milljón króna minna í laun á ári sem jafngildir um 45 milljónum á starfsæfi ef kona vinnur fullan vinnudag. Munurinn er þó enn meiri þar sem konur eru frekar í hlutastörfum. Nær er því að segja að launamunur á starfsæfi sé um 60 milljónir króna, sem er andvirði dágóðs einbýlishúss, til dæmis. Atvinnuþátttaka kvenna á öðrum ársfjórðungi 2014 var 79,4% en karla 86,9% og hefur hlutfall kvenna á vinnurmakaði lækkað hraðar en karla. Þá er langtímaatvinnuleysi meðal kvenna hærra en á meðal karla og hefur farið stigvaxandi. Konur vinna hins vegar mun stærri hluta heimilisverka og ólaunaðra umönnunarstarfa í samfélaginu þó karlar hafi komið meira inn í umönnun barna síðustu ár. Konur í áhrifastöðum eru mun færri en karlar og þær sem ná áhrifastöðum hafa oft lægri laun en karlar. Það að hefðbundin kvennastörf eru lægra metin í samfélaginu hefur síðan bein áhrif á lífeyri og stöðu kynjanna eftir að þáttöku á vinnumarkaði lýkur. Vegna þessa eru konur á hjúkrunarheimilum fjárhagslega lakar settar en karlar þrátt fyrir að þær hafi unnið mun stærri hluta af mikilvægum en ólaunuðum störfum samélagsins. Árið 2008 var samþykkt tillaga Jónönnu Sigurðardóttur þess efnis að allir fái grunnlífeyri óháð tekjum maka sem var afar mikilvægt skref fyrir eldri konur sem höfðu unnið launalaust eða með lág laun alla sína æfi og sáu fram á að fá engan lífeyri. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og afmá þá ósanngjörnu kynjamismunum sem nú er rótgróin í samfélaginu frá vöggu til grafar. Umfang kynbundins ofbeldis gegn konum, ekki síst kynferðisofbeldis er einnig svo gríðarlegt að það er eiginlega óskiljanlegt að við sem berjumst fyrir jafnrétti kynjanna séum ekki brjáluð. Ein af hverjum þremur konum hafa samkvæmt rannsóknum orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, 1 af hverjum 5 hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi eins og nauðgun. Ein af hverjum 10 konum verður fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi áður en hún nær 18 aldursári. Nýjar tegundir af kynferðisofbeldi tengdar internetinu eru æ algengari og krefst annarskonar laga, reglna og viðbragða samfélagsins en áður. Stór hluti þeirra úrræða sem býðst brotaþolum er borinn uppi af konum sem vinna í sjálfboðavinnu, sem sagt enn eitt starfið sem konur vinna án launa og ríkið virðist hafa litla yfrsýn yfir. Þrátt fyrir öll hugsanleg heimsmet okkar Íslendinga í jafnréttismálum er enn mikil þörf fyrir kröftuga femínista og alla baráttu fyrir jöfnum rétti og tækifærum fyrir karla og konur á Íslandi, samfélaginu öllu til hagsbóta.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun