Virðulegi Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 23. október 2014 10:41 Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun