Greinin sem er sífellt verið að skrifa Bjartur Steingrímsson skrifar 28. nóvember 2014 15:17 Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það.
Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun