Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum 29. nóvember 2014 10:15 Pakkajól Bylgjunnar og Smáralindar hafa um árabil verið liður í undirbúningi jólanna þar sem fólk er hvatt til að láta gott af sér leiða og kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð á 1. hæð í Smáralind. Gjafirnar eru ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á að kaupa jólagjafir fyrir sína nánustu og munu fulltrúar frá Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi Kirkjunnar sjá um að koma gjöfunum til þeirra sem á að gleðja. Við þjónustuborðið í Smáralind er innpökkunaraðstaða og þar má fá sérstaka merkimiða sem setja þarf á pakkann. Á miðann er merkt við hvort gjöfin henti dreng eða stúlku og á hann er skrifað fyrir hvaða aldur gjöfin hentar. Sértu búsett/ur á landsbyggðinni þá tekur Pósturinn við pökkunum og kemur þeim í Smáralind þér að kostnaðarlausu.Tendrað á jólatréinuÍ dag, laugardaginn 29. nóvember klukkan 14 verða tendruð ljósin á jólatrénu í Smáralind við hátíðlega athöfn. Barnakór Kársnesskóla syngur falleg jólalög og söngkonurnar og skemmtikraftarnir Þórunn Erna Clausen og Guðrún Árný taka lagið og stýra athöfninni. Þegar búið er að tendra ljósin á jólatrénu munu Íþróttaálfurinn og Solla stíga á svið og skemmta börnunum. Á sama tíma hefjast Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar. Pakkajól er góðgerðarátak þar sem fólk er hvatt til að gefa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind. Hjálparstarf Kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sér svo um að koma gjöfunum þangað sem þeirra er þörf.Nánari upplýsingar um dagskrána og Pakkajól. Jólafréttir Mest lesið Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Grýla kallar á börnin sín Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Piparkökuhús Jól Jólainnkaupin öll í Excel Jól Hefðir veita öryggistilfinningu Jól Sviðsetning eftir ákveðnu handriti Jól
Pakkajól Bylgjunnar og Smáralindar hafa um árabil verið liður í undirbúningi jólanna þar sem fólk er hvatt til að láta gott af sér leiða og kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð á 1. hæð í Smáralind. Gjafirnar eru ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á að kaupa jólagjafir fyrir sína nánustu og munu fulltrúar frá Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarfi Kirkjunnar sjá um að koma gjöfunum til þeirra sem á að gleðja. Við þjónustuborðið í Smáralind er innpökkunaraðstaða og þar má fá sérstaka merkimiða sem setja þarf á pakkann. Á miðann er merkt við hvort gjöfin henti dreng eða stúlku og á hann er skrifað fyrir hvaða aldur gjöfin hentar. Sértu búsett/ur á landsbyggðinni þá tekur Pósturinn við pökkunum og kemur þeim í Smáralind þér að kostnaðarlausu.Tendrað á jólatréinuÍ dag, laugardaginn 29. nóvember klukkan 14 verða tendruð ljósin á jólatrénu í Smáralind við hátíðlega athöfn. Barnakór Kársnesskóla syngur falleg jólalög og söngkonurnar og skemmtikraftarnir Þórunn Erna Clausen og Guðrún Árný taka lagið og stýra athöfninni. Þegar búið er að tendra ljósin á jólatrénu munu Íþróttaálfurinn og Solla stíga á svið og skemmta börnunum. Á sama tíma hefjast Pakkajól Smáralindar og Bylgjunnar. Pakkajól er góðgerðarátak þar sem fólk er hvatt til að gefa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind. Hjálparstarf Kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sér svo um að koma gjöfunum þangað sem þeirra er þörf.Nánari upplýsingar um dagskrána og Pakkajól.
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 566 - Einu sinni' í ættborg Davíðs Jól Bakað af ástríðu og kærleika Jól Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Grýla kallar á börnin sín Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Piparkökuhús Jól Jólainnkaupin öll í Excel Jól Hefðir veita öryggistilfinningu Jól Sviðsetning eftir ákveðnu handriti Jól