Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2014 16:33 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Daníel Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að að kaupunum standi breiður hópur fjárfesta ásamt félagi á vegum stjórnenda Borgunar. „Borgun er leiðandi fyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar, en þessar breytingar hafa engin áhrif á viðskiptavini Borgunar eða rekstur félagsins. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila, í samræmi við lög.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir að undanfarin ár hafi Landsbankinn verið áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun en Íslandsbanki átt meirihluta hlutafjár. „Í samræmi við sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008 eru miklar takmarkanir á aðkomu Landsbankans sem hluthafa að starfsemi Borgunar. Ennfremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Magnús Magnússon, forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, segir að aðstandendur félagsins séu ánægðir með kaupin og vegferðin hafi verið til fyrirmyndar í alla staði. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir félagið líta breytt eignarhald jákvæðum augum. „Landsbankinn hefur verið góður en afar fjarlægur hluthafi, enda bundinn af samkomulagi við Samkeppniseftirlitið frá því 2008 um takmörkuð afskipti af rekstrinum. Þessi viðskipti eru í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað í nálægum löndum, þar sem bankar hafa verið að selja eignarhluti sína í greiðslumiðlunarfyrirtækjum og telja starfsemi þeirra ekki lengur til kjarnastarfsemi.“ Borgunarmálið Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Sjá meira
Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að að kaupunum standi breiður hópur fjárfesta ásamt félagi á vegum stjórnenda Borgunar. „Borgun er leiðandi fyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar, en þessar breytingar hafa engin áhrif á viðskiptavini Borgunar eða rekstur félagsins. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila, í samræmi við lög.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir að undanfarin ár hafi Landsbankinn verið áhrifalaus minnihlutaeigandi í Borgun en Íslandsbanki átt meirihluta hlutafjár. „Í samræmi við sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2008 eru miklar takmarkanir á aðkomu Landsbankans sem hluthafa að starfsemi Borgunar. Ennfremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Magnús Magnússon, forsvarsmaður Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, segir að aðstandendur félagsins séu ánægðir með kaupin og vegferðin hafi verið til fyrirmyndar í alla staði. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir félagið líta breytt eignarhald jákvæðum augum. „Landsbankinn hefur verið góður en afar fjarlægur hluthafi, enda bundinn af samkomulagi við Samkeppniseftirlitið frá því 2008 um takmörkuð afskipti af rekstrinum. Þessi viðskipti eru í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað í nálægum löndum, þar sem bankar hafa verið að selja eignarhluti sína í greiðslumiðlunarfyrirtækjum og telja starfsemi þeirra ekki lengur til kjarnastarfsemi.“
Borgunarmálið Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Sjá meira