Traustur fjárhagur tryggir lífsgæði Eva Magnúsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag. Það tryggir okkur ákveðin lífsgæði og ég vil stuðla að því að svo verði áfram. Bærinn stækkar hratt og ég vil að fé bæjarins sé varið til góðra verka. Fjárfest hefur verið í íþróttahúsi og hjúkrunarheimili, auk þess sem framhaldsskóli hefur risið, og vil ég sjá áframhaldandi uppbyggingu til hagsbóta fyrir alla bæjarbúa. Ég vil standa vörð um menntun barnanna okkar og stuðla að valfrelsi í þeim efnum. Almennt tel ég að efla þurfi grundvallarfærni barna í lestri og skrift og leggja áherslu á innihald námsins og mannauð og stefnu skólanna. Notum tækifærið til að gera enn betur þegar við hefjum uppbyggingu fleiri skóla. Sérstaða Mosfellsbæjar er að mörgu leyti fólgin í því að náttúran er alls staðar í göngufæri. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og láta skipulag bæjarins taka mið af því. Lífsgæði Mosfellinga felast meðal annars í öflugu og fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Við þurfum að gefa íbúum bæjarins á öllum aldri færi á heilsueflingu. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mosfellsbær ætti því að verða fyrsti kostur þeirra sem kjósa útivist og almenna heilsueflingu. Velferð eldri borgara er mikilvæg þar sem frelsi til ákvarðanatöku er lagt til grundvallar. Það skiptir máli að geta haft raunverulegt val og fengið þjónustu við hæfi. Nýlega tóku sveitarfélög yfir umsjón með málefnum fatlaðra og hefur það í heildina tekist vel. Þeim málaflokki þarf áfram að sinna vel. Að þessari uppbyggingu, valfrelsi og málefnum vil ég stuðla og leggja mitt af mörkum fyrir bæjarfélagið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem verður laugardaginn 8. febrúar. Höfundur er formaður fræðslunefndar, varabæjarfulltrúi, situr í framkvæmdastjórn Mílu og er með MBA-próf í viðskiptafræði og stjórnun.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar