Samfylkingin endurheimti fylgi ungs fólks Magnús Már Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni. Þessi mál ríma vel við grunnstef félagshyggjunnar og ég vil beita mér fyrir því að klassísk gildi jafnaðarmanna verði leiðarljósið í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor.Mikilvægi ungliðahreyfingarinnar Sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2006-2007 og einnig framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna árið 2004 og 2006 tók ég þátt í því ásamt félögum mínum í ungliðahreyfingunni að stýra kosningabaráttu flokksins um málefni ungs fólks. Samfylkingin náði frábærum árangi á þessum árum, en flokkurinn naut mests eða næstmests fylgis meðal fólks á aldrinum 18-40 ára í kosningunum 2003 og 2007. Ungliðar í Ungum jafnaðarmönnum eru auðvitað meðvitaðir um það hvaða mál eru ungu fólk ofarlega í huga. Nú eru það húsnæðismálin, og ekki síst staðan á leigumarkaði, sem ungt fólk er með hugann við. Ungar fjölskyldur setja leikskólamálin ofarlega á blað yfir brýnustu hagsmunamál og allt félagshyggjufólk vill að kynin séu metin að verðleikum en svo er ekki í dag eins og endurteknar rannsóknir á kynbundnum launamun sýna okkur. En stjórnmál og kosningabarátta eiga að vera skemmtileg og laða til sín fólk. Við þurfum að hafa burði til þess að kynna stefnumál, hugsjónir og frambjóðendur okkar á skemmtilegan hátt. Samfylkingin tók að sér gríðarlega erfitt verk á landsvísu eftir hrun og við því mátti búast að það þunga og erfiða verkefni myndi bitna á fylgi flokksins. Nú er hins vegar að mínu viti tímabært að sækja fram, full sjálfsöryggis og full bjartsýni.Baráttan í vor verði skemmtileg Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjavík búa yfir mikilli reynslu sem er gríðarlega þýðingarmikið. Jafnframt er mikilvægt að ný sjónarmið heyrist í bland við reynslumeiri og að framboðslisti okkar hafi breiða skírskotun og höfði til borgarbúa af báðum kynjum, á ólíkum aldri, í mismunandi hverfum, með ólíkan bakgrunn og svo framvegis. Ég hef töluverða reynslu af því að starfa innan Samfylkingarinnar, m.a. sem formaður Ungra jafnaðarmanna og ritari framkvæmdastjórnar flokksins, en hef síðustu árin einbeitt mér að starfi mínu sem kennari og þar áður við blaðamennsku og finn nú löngun til þess að leggja mitt af mörkum í kosningabaráttunni í vor. Þess vegna býð ég fram krafta mína og gef kost á mér í 4.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 7.-8. febrúar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar