Að velja bestu leiðina Þórarinn Eyfjörð skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum, stórkostlegri náttúru og fegurð óbyggða sem á sér fáa samnefnara. Fallega staði má finna víða en sérstaða Íslands og aðdráttarafl er fjölbreytileikinn, ósnert víðerni og náttúrukraftar. Það er mál margra að nú sé Ísland orðið uppselt. Landið þoli illa fleiri ferðamenn og 7-800 þúsund gestir á ári sé hæfilegur fjöldi. Landsvæði og náttúruperlur hafa látið á sjá og sumir vinsælir ferðamannastaðir eru komnir að efstu þolmörkum, enda upplifa ferðamenn allt of mikið fjölmenni á einstaka stöðum. Troðning og kraðak. Náttúruperlur og vinsælir ferðamannastaðir kalla nú á viðhald, sérstaka umhyggju og lagfæringar. Til þess þarf fjármagn. Það fé á núna að koma frá þeim sem nota og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur unnið að tillögum um fjármögnunarleiðir um skeið. Þar hefur ráðherra verið fastur í hugmynd um náttúrupassa. Þann 15. nóvember síðastliðinn brást hún við harðri gagnrýni á náttúrupassann, sem kom fram á Umhverfisþingi síðastliðið haust. Sagði hún í viðtali við RÚV að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Versta mögulega leiðin Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í viðtali að náttúrupassinn yrði tekinn upp á þessu ári þó gjaldtaka hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur náttúrupassinn að verða orðinn útfærður og gagnrýni tímabær. Hugmyndin um náttúrupassa til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands er versta mögulega leiðin sem í boði er. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er mótuð af ríkri tilfinningu fyrir sameigninni á hálendi Íslands. Óspilltri náttúru og öræfum sem búa yfir fágætri fegurð. Náttúruperlum og ómengaðri jökla- og fjallasýn sem er óviðjafnanleg. Þessa sameign okkar og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart henni verður að vernda sama hvað það kostar. Þetta hefur almenningur og forystufólk vitað um aldir og tryggt aðgengi þjóðarinnar með ríkum og heilögum almannarétti til umgengni við landið. Það er í hrópandi mótsögn við grunnhugmyndina um almannarétt, og raunar hreint glapræði, ef íslenskar fjölskyldur eiga að greiða beint fyrir náttúrupassa til að fá að ferðast um hálendið og náttúruperlur með börn sín. Þetta er landið sem börnin okkar eiga að erfa og njóta og hugmyndin um náttúrupassa ræðst gegn tengslum þjóðarinnar við landið og náttúruna. Fyrir nú utan það hversu fráleit framkvæmdin við náttúrupassa yrði. Flókin og götótt. Það liggur fyrir einföld og skilvirk hugmynd að leið sem auðvelt yrði að útfæra og myndi skila sér margfalt betur. Það er leið komu- eða brottfarargjalds á alla ferðamenn til eða frá landinu. Einfalt og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó að allir sem gjaldið greiddu myndu aðeins greiða það einu sinni á ári, þannig að þeir sem ferðuðust oftar myndu ekki greiða gjaldið oftar innan ársins. Hvernig væri nú að ganga fram með góðu fordæmi og velja bestu leiðina sem í boði er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum, stórkostlegri náttúru og fegurð óbyggða sem á sér fáa samnefnara. Fallega staði má finna víða en sérstaða Íslands og aðdráttarafl er fjölbreytileikinn, ósnert víðerni og náttúrukraftar. Það er mál margra að nú sé Ísland orðið uppselt. Landið þoli illa fleiri ferðamenn og 7-800 þúsund gestir á ári sé hæfilegur fjöldi. Landsvæði og náttúruperlur hafa látið á sjá og sumir vinsælir ferðamannastaðir eru komnir að efstu þolmörkum, enda upplifa ferðamenn allt of mikið fjölmenni á einstaka stöðum. Troðning og kraðak. Náttúruperlur og vinsælir ferðamannastaðir kalla nú á viðhald, sérstaka umhyggju og lagfæringar. Til þess þarf fjármagn. Það fé á núna að koma frá þeim sem nota og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur unnið að tillögum um fjármögnunarleiðir um skeið. Þar hefur ráðherra verið fastur í hugmynd um náttúrupassa. Þann 15. nóvember síðastliðinn brást hún við harðri gagnrýni á náttúrupassann, sem kom fram á Umhverfisþingi síðastliðið haust. Sagði hún í viðtali við RÚV að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Versta mögulega leiðin Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í viðtali að náttúrupassinn yrði tekinn upp á þessu ári þó gjaldtaka hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur náttúrupassinn að verða orðinn útfærður og gagnrýni tímabær. Hugmyndin um náttúrupassa til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands er versta mögulega leiðin sem í boði er. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er mótuð af ríkri tilfinningu fyrir sameigninni á hálendi Íslands. Óspilltri náttúru og öræfum sem búa yfir fágætri fegurð. Náttúruperlum og ómengaðri jökla- og fjallasýn sem er óviðjafnanleg. Þessa sameign okkar og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart henni verður að vernda sama hvað það kostar. Þetta hefur almenningur og forystufólk vitað um aldir og tryggt aðgengi þjóðarinnar með ríkum og heilögum almannarétti til umgengni við landið. Það er í hrópandi mótsögn við grunnhugmyndina um almannarétt, og raunar hreint glapræði, ef íslenskar fjölskyldur eiga að greiða beint fyrir náttúrupassa til að fá að ferðast um hálendið og náttúruperlur með börn sín. Þetta er landið sem börnin okkar eiga að erfa og njóta og hugmyndin um náttúrupassa ræðst gegn tengslum þjóðarinnar við landið og náttúruna. Fyrir nú utan það hversu fráleit framkvæmdin við náttúrupassa yrði. Flókin og götótt. Það liggur fyrir einföld og skilvirk hugmynd að leið sem auðvelt yrði að útfæra og myndi skila sér margfalt betur. Það er leið komu- eða brottfarargjalds á alla ferðamenn til eða frá landinu. Einfalt og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó að allir sem gjaldið greiddu myndu aðeins greiða það einu sinni á ári, þannig að þeir sem ferðuðust oftar myndu ekki greiða gjaldið oftar innan ársins. Hvernig væri nú að ganga fram með góðu fordæmi og velja bestu leiðina sem í boði er?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun