Lífið í ESB er ostur fyrir ost Guðni Ágústsson skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Evrópusambandið er sjálfu sér samkvæmt í allri tollaumræðu. Það er líka alþjóðastofnunin WTO, ekkert er gefið eftir hvað tollkvóta og markaðsaðgang varðar. Lífið á þessum stöðum er kaup kaups, vara fyrir vöru. Og að auki hefur ekkert gerst hjá WTO í tíu ár hvað viðskipti með landbúnaðarafurðir varðar. Það hentar ekki stóru þjóðunum. Enn lifir setning gamla Bush forseta, það verður ekki samið í GATT nema það sé hagstætt fyrir bandaríska bændur. Nú telur verslunin hér að ríkisstjórnin eigi að heimila innflutning á öllu sem ekki er framleitt í landinu. Hagar sækja um að flytja inn án innflutningstolla geita-, ær- og bufflaosta, þeir séu ekki framleiddir hér þótt þeir séu fáir sem eru að biðja um þessa osta. Á sama tíma sækir mjólkuriðnaðurinn um að stækka skyrkvóta sinn í ESB úr 380 tonnum í 4.000 tonn. ESB segir nei, við viljum osta til Íslands án tolla í staðinn. Ekkert er gefið eftir, þó eru Evrópubúar vitlausir í að kaupa íslenskt skyr og eftirspurnin mikil í nokkrum löndum eftir þessari hollustuvöru.Ekkert gefið eftir hjá ESB Þegar ég sem landbúnaðarráðherra samdi um það við ESB að fella burtu alla tolla af íslenska hestinum, beggja hagur, lifandi dýr tómstundagaman fólksins, varð ESB að fá að flytja inn bæði kjöt og osta á lækkuðum tollum og garðplöntur í staðinn. Þannig og aðeins þannig náðist þetta hagsmunamál fram og málið snerist ekki um kjöt þótt hrossakjöt sé vinsælt þar eins og hér. Það er því ekkert einfalt til í þessum viðskiptum og ekkert gefið eftir ESB-megin, þeir eru harðir í horn að taka. Í ESB er fimm hundruð milljóna manna markaður en á Íslandi þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Fjögur þúsund tonn af skyri eru sletta fyrir þá en þeir vilja fá sitt í staðinn og ekki miða það við magn per mann eða maga. Þótt við ættum osta úr álfakúm sem ekki væru til þar myndu ESB og WTO hrista höfuðið og segja nei, vara kemur fyrir vöru, þetta eru viðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið er sjálfu sér samkvæmt í allri tollaumræðu. Það er líka alþjóðastofnunin WTO, ekkert er gefið eftir hvað tollkvóta og markaðsaðgang varðar. Lífið á þessum stöðum er kaup kaups, vara fyrir vöru. Og að auki hefur ekkert gerst hjá WTO í tíu ár hvað viðskipti með landbúnaðarafurðir varðar. Það hentar ekki stóru þjóðunum. Enn lifir setning gamla Bush forseta, það verður ekki samið í GATT nema það sé hagstætt fyrir bandaríska bændur. Nú telur verslunin hér að ríkisstjórnin eigi að heimila innflutning á öllu sem ekki er framleitt í landinu. Hagar sækja um að flytja inn án innflutningstolla geita-, ær- og bufflaosta, þeir séu ekki framleiddir hér þótt þeir séu fáir sem eru að biðja um þessa osta. Á sama tíma sækir mjólkuriðnaðurinn um að stækka skyrkvóta sinn í ESB úr 380 tonnum í 4.000 tonn. ESB segir nei, við viljum osta til Íslands án tolla í staðinn. Ekkert er gefið eftir, þó eru Evrópubúar vitlausir í að kaupa íslenskt skyr og eftirspurnin mikil í nokkrum löndum eftir þessari hollustuvöru.Ekkert gefið eftir hjá ESB Þegar ég sem landbúnaðarráðherra samdi um það við ESB að fella burtu alla tolla af íslenska hestinum, beggja hagur, lifandi dýr tómstundagaman fólksins, varð ESB að fá að flytja inn bæði kjöt og osta á lækkuðum tollum og garðplöntur í staðinn. Þannig og aðeins þannig náðist þetta hagsmunamál fram og málið snerist ekki um kjöt þótt hrossakjöt sé vinsælt þar eins og hér. Það er því ekkert einfalt til í þessum viðskiptum og ekkert gefið eftir ESB-megin, þeir eru harðir í horn að taka. Í ESB er fimm hundruð milljóna manna markaður en á Íslandi þrjú hundruð og tuttugu þúsund. Fjögur þúsund tonn af skyri eru sletta fyrir þá en þeir vilja fá sitt í staðinn og ekki miða það við magn per mann eða maga. Þótt við ættum osta úr álfakúm sem ekki væru til þar myndu ESB og WTO hrista höfuðið og segja nei, vara kemur fyrir vöru, þetta eru viðskipti.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar