Hagfræðistofnun – rök gegn aðild lögð til hvílu Össur Skarphéðinsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Skýrsla Hagfræðistofnunar er að mörgu leyti góð – miðað við þann þrönga stakk sem Gunnar Bragi kaus að sníða henni í erindisbréfi. Að því sögðu tel ég að skýrslan sé af heilindum skrifuð, og prýðileg að mörgu leyti. Hver lítur silfrið sínum augum. Gegnum mín er skýrslan markverðust fyrir að leggja til hvílu margar helstu röksemdir þeirra, sem vilja slíta viðræðum við Evrópusambandið.ESB er ekki sambandsríki Fullyrt er: Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið af því það er sambandsríki, sem gleypir fullveldið með húð og hári. Greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors hafnar því. Hann segir skýrt að eðli Evrópusambandsins sé ekki eðli sambandsríkis. Ég les ekkert úr skýrslunni sem bendir til að sambandið sé á þeirri leið. Fullveldisspurningunni er vel svarað – Ísland tapar ekki fullveldi sínu við það að verða aðili að Evrópusambandinu. Sjálfur tel ég að með falli stjórnarskrár Evrópu fyrir nokkrum árum hafi orðið kaflaskil. Þá var þróun Evrópusambandsins í sambandsríki hafnað. Þó einstakir leiðtogar, sumir valdamiklir, séu annarrar skoðunar tel ég að í reynd sé ekkert ríki á þeirri skoðun í dag, ef frá er talin Belgía, vegna sérstakra pólitískra aðstæðna í því landi. Prófessor emeritus Stefán Már segir líka skýrt, að Lissabon-sáttmálinn sé ekki ígildi stjórnarskrár, og leiðir fram að sáttmálinn hefur aukið vægi þjóðþinganna, og styrkt nálægðarregluna, sem flytur valdið heim til héraða, og fólksins.Auðlindirnar tryggar Fullyrt er: Með inngöngu í sambandið tapar Ísland forræði og eignarhaldi á auðlindum sínum. Ekkert slíkt kemur fram í skýrslunni. Þvert á móti er skýrt, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er í fullu gildi, og tryggir að ekkert ríki getur gert kröfu um aflaheimildir án sögulegrar veiðireynslu – sem ekki er til! Íslendingar geta því nýtt fiskistofna sína áfram eins og fyrr. Aðild breytir heldur engu um eignarhald og fullt forræði Íslands á auðlindum í háhita eða fallvötnum. Finnist olía á Drekasvæðinu getur ekkert ríki gert tilkall til hennar þó Ísland verði aðili að ESB – nema síður væri.Sérlausn í sjávarútvegi Í frægri Berlínarræðu kastaði Halldór Ásgrímsson fyrst fram hugmyndinni um að vandamál sem varða sjávarútveg, einkum séríslenskt fiskveiðisvæði, yrðu leyst með sérlausn. Þá aðferð notar ESB til að klæðskerasníða lausnir sem varða sérstök vandamál einstakra umsóknarríkja. Þessi hugmynd er reifuð í Evrópuskýrslu Björns Bjarnasonar, sem líta má á sem eins konar fræðilegan grundvöll fyrir aðildarumsókninni. Andstæðingar aðildar hafa klifað á því að ekki sé völ á neinum sérlausnum gagnvart Evrópusambandinu. Þessi röksemd er endanlega lögð til hvílu í lagalegri úttekt Stefáns Más prófessors – sem ekki verður talinn til æstra ESB-sinna. Hann segir skýrt, að sérlausn er fær leið, sem samrýmist reglum ESB.„Það er ekkert um að semja“ Fullyrt er: Ísland verður að taka upp reglur Evrópusambandsins blóðhráar og það er ekkert um að semja. Í skýrslunni kemur fram að engir sjáanlegir annmarkar eru á samningum við langflesta kaflana, sem um þarf að semja. Andstæðingar klifa á að ómögulegt verði að semja um sjávarútveg og landbúnað. Í skýrslunni koma fram merkar upplýsingar eins höfundar eftir samtöl við Brussel, þar sem fram kemur að engin óleysanleg vandamál eru sjáanleg í landbúnaði. Þær eru að vísu faldar í viðauka. Ein meginniðurstaða skýrslunnar þegar hún er lesin í samhengi er því að í reynd er það fyrst og fremst sjávarútvegur, sem gæti orðið vandamál í blálok samninganna. Eins og fyrr segir þá slær Stefán Már prófessor í gadda að sérlausn er möguleiki samkvæmt reglum ESB. Stefan Fühle stækkunarstjóri hefur væntanlega haft það í huga þegar hann gaf nýlega út yfirlýsingu um að skammt væri í að Evrópusambandið gæti lagt fram tillögu um sjávarútveg sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Í þessu ljósi er ekki hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að skýrslan hefur svarað öllum helstu röksemdum andstæðinga aðildar. Hún er því ekkert tilefni til þess að slíta viðræðum núna. Þvert á móti bendir hún til að rökrétt sé að ljúka þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Skýrsla Hagfræðistofnunar er að mörgu leyti góð – miðað við þann þrönga stakk sem Gunnar Bragi kaus að sníða henni í erindisbréfi. Að því sögðu tel ég að skýrslan sé af heilindum skrifuð, og prýðileg að mörgu leyti. Hver lítur silfrið sínum augum. Gegnum mín er skýrslan markverðust fyrir að leggja til hvílu margar helstu röksemdir þeirra, sem vilja slíta viðræðum við Evrópusambandið.ESB er ekki sambandsríki Fullyrt er: Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið af því það er sambandsríki, sem gleypir fullveldið með húð og hári. Greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors hafnar því. Hann segir skýrt að eðli Evrópusambandsins sé ekki eðli sambandsríkis. Ég les ekkert úr skýrslunni sem bendir til að sambandið sé á þeirri leið. Fullveldisspurningunni er vel svarað – Ísland tapar ekki fullveldi sínu við það að verða aðili að Evrópusambandinu. Sjálfur tel ég að með falli stjórnarskrár Evrópu fyrir nokkrum árum hafi orðið kaflaskil. Þá var þróun Evrópusambandsins í sambandsríki hafnað. Þó einstakir leiðtogar, sumir valdamiklir, séu annarrar skoðunar tel ég að í reynd sé ekkert ríki á þeirri skoðun í dag, ef frá er talin Belgía, vegna sérstakra pólitískra aðstæðna í því landi. Prófessor emeritus Stefán Már segir líka skýrt, að Lissabon-sáttmálinn sé ekki ígildi stjórnarskrár, og leiðir fram að sáttmálinn hefur aukið vægi þjóðþinganna, og styrkt nálægðarregluna, sem flytur valdið heim til héraða, og fólksins.Auðlindirnar tryggar Fullyrt er: Með inngöngu í sambandið tapar Ísland forræði og eignarhaldi á auðlindum sínum. Ekkert slíkt kemur fram í skýrslunni. Þvert á móti er skýrt, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er í fullu gildi, og tryggir að ekkert ríki getur gert kröfu um aflaheimildir án sögulegrar veiðireynslu – sem ekki er til! Íslendingar geta því nýtt fiskistofna sína áfram eins og fyrr. Aðild breytir heldur engu um eignarhald og fullt forræði Íslands á auðlindum í háhita eða fallvötnum. Finnist olía á Drekasvæðinu getur ekkert ríki gert tilkall til hennar þó Ísland verði aðili að ESB – nema síður væri.Sérlausn í sjávarútvegi Í frægri Berlínarræðu kastaði Halldór Ásgrímsson fyrst fram hugmyndinni um að vandamál sem varða sjávarútveg, einkum séríslenskt fiskveiðisvæði, yrðu leyst með sérlausn. Þá aðferð notar ESB til að klæðskerasníða lausnir sem varða sérstök vandamál einstakra umsóknarríkja. Þessi hugmynd er reifuð í Evrópuskýrslu Björns Bjarnasonar, sem líta má á sem eins konar fræðilegan grundvöll fyrir aðildarumsókninni. Andstæðingar aðildar hafa klifað á því að ekki sé völ á neinum sérlausnum gagnvart Evrópusambandinu. Þessi röksemd er endanlega lögð til hvílu í lagalegri úttekt Stefáns Más prófessors – sem ekki verður talinn til æstra ESB-sinna. Hann segir skýrt, að sérlausn er fær leið, sem samrýmist reglum ESB.„Það er ekkert um að semja“ Fullyrt er: Ísland verður að taka upp reglur Evrópusambandsins blóðhráar og það er ekkert um að semja. Í skýrslunni kemur fram að engir sjáanlegir annmarkar eru á samningum við langflesta kaflana, sem um þarf að semja. Andstæðingar klifa á að ómögulegt verði að semja um sjávarútveg og landbúnað. Í skýrslunni koma fram merkar upplýsingar eins höfundar eftir samtöl við Brussel, þar sem fram kemur að engin óleysanleg vandamál eru sjáanleg í landbúnaði. Þær eru að vísu faldar í viðauka. Ein meginniðurstaða skýrslunnar þegar hún er lesin í samhengi er því að í reynd er það fyrst og fremst sjávarútvegur, sem gæti orðið vandamál í blálok samninganna. Eins og fyrr segir þá slær Stefán Már prófessor í gadda að sérlausn er möguleiki samkvæmt reglum ESB. Stefan Fühle stækkunarstjóri hefur væntanlega haft það í huga þegar hann gaf nýlega út yfirlýsingu um að skammt væri í að Evrópusambandið gæti lagt fram tillögu um sjávarútveg sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Í þessu ljósi er ekki hægt að komast hjá þeirri niðurstöðu, að skýrslan hefur svarað öllum helstu röksemdum andstæðinga aðildar. Hún er því ekkert tilefni til þess að slíta viðræðum núna. Þvert á móti bendir hún til að rökrétt sé að ljúka þeim.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar