Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson skrifar 8. mars 2014 07:00 Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem nú situr hefur haft nauman tíma til að fitja upp á einhverju nýju fyrir sífelldum afturköllunum. Með sjálfum mér skipti ég þeim afturköllunum í tvennt: afturkallanir hinar meiri og afturkallanir hinar minni, en þær ná til einstakra ráðherra, ekki ríkisstjórnarinnar í heild. Meðal afturkallana hinna minni má nefna að formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra hefur afturkallað undirskrift sína undir bréf um Evrópumál sem hann sendi frá sér í nafni flokksins fyrir alþingiskosningar; í öðru lagi afturkallaði landbúnaðarráðherra kafla í ræðu sem hann flutti nýverið á Búnaðarþingi, þar fullyrti hann að Íslendingar væru sjálfum sér nægir um alla matvælaframleiðslu; í þriðja lagi afturkallaði utanríkisráðherra greinargerð sína með þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við ESB; það kom til vegna aðdróttana í garð þingmanna á síðasta kjörtímabili og þurfti að endurútgefa skjalið.Háleitasta kosningafyrirheitið Meðal afturkallana hinna meiri skulu einungis tvær nefndar, í fyrsta lagi: Á viðhafnarmiklum blaðamannafundi í beinni útsendingu úr Hörpu seint á árinu sem leið afturkallaði ríkisstjórnin að verulegu marki háleitasta kosningafyrirheit Framsóknarflokksins, „Leiðréttinguna“. Afturkallaðir voru á að gizka 220 milljarðar (sbr. fyrirheitið), eftir standa 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Þær leifar eru nú til meðferðar einhvers staðar í nefndakerfinu, annaðhvort í nefnd (sem er lægsta þrep), vinnunefnd (næsta þrep fyrir ofan nefnd), starfshópi (á að láta meira að sér kveða en vinnunefnd) eða jafnvel í átakshópi (næsta þrep fyrir ofan starfshóp). Alveg sér á parti eru síðan svonefndir vinnukvöldverðir. Vera kann að „Leiðréttingin“ sé komin allar götur til meðferðar á vinnukvöldverðum.Maríneraðir í ósamkvæmni Í öðru lagi og það er nýjast: Ríkisstjórnin hefur afturkallað stjórnarsáttmálann í veigamiklu atriði, það er að segja því sem snýr að aðildarviðræðum við ESB. Ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna hefur verið gjarnt að vísa til stjórnarsáttmálans þegar þeim hentaði eins og væri hann Móselög. En þeir eru svo heillum horfnir og maríneraðir í ósamkvæmni flestir hverjir að þeir bregðast byrstir við þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar rís upp og skipar þeim að standa við stjórnarsáttmálann og eigin heitstrengingar í téðu efni, þó ekki væri annað. Eðlilegast væri eins og málum háttar að ríkisstjórn sem er rúin fylgi og sérhæfð í afturköllunum ynni það þægðarverk að afturkalla sjálfa sig, fyrst kjósendum gefst ekki kostur á að afturkalla hana sem stendur sökum kosningafyrirkomulags. Sumir þeirra sem nú verma ráðherrastólana voru einhverjir mestu hávaðamenn þingsögunnar meðan þeir sátu í stjórnarandstöðu, fóru mikinn og kunnu skjót ráð við öllum vanda, hvort heldur á himni eða jörð. Nú fara þeir sem sagt með landsstjórnina. Því er ekki ófyrirsynju að mér koma í hug ljóðlínur eftir Hannes Hafstein. Hann þýddi á sínum tíma stakt erindi eftir Ludvig Holberg. Seinni hluti þess hljóðar svo: Í blaða og funda gargans-gríð menn geta fjölmargt sannað. En til að stjórna landi og lýð þarf langtum meira og – annað.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun