Óvænt andlát sjaldan skráð á Landspítalanum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2014 07:00 Tölfræði frá Bandaríkjunum sýnir fram á að töluvert sé um vanskráningu á óvæntum andlátum á Landspítalanum. Fréttablaðið/GVA Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins. Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Atvikaskráning um óvænt andlát á Landspítalanum er mun minni en að meðaltali á bandarískum sjúkrahúsum. Í fjórum bandarískum rannsóknum, sem greint er frá í heilbrigðistímaritinu Shots, voru sjúkraskrár 4.200 sjúklinga skoðaðar. Andlát voru óvænt í 1,4 prósentum tilfella. Við óvænt andlát eiga starfsmenn Landspítalans að skrá það sem atvik á spítalanum og tilkynna yfirvöldum. Þótt andlátið sé skráð sem atvik er ekki þar með sagt að það hafi orðið vegna vanrækslu eða mistaka starfsfólks spítalans en það er þó rannsakað af stjórn spítalans og í sumum tilfellum Embætti landlæknis eða lögreglu. Samkvæmt sjúklingatölum frá Landspítalanum voru um sex þúsund sjúklingar lagðir inn á spítalann 2013. Sama ár var tilkynnt um sex óvænt andlát. Það er eingöngu 0,1 prósent hlutfall sjúklinga en samkvæmt bandarísku rannsóknunum ættu að vera skráð 84 óvænt andlát á spítalanum það árið.Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýklavarnardeild Landspítalans.Fréttablaðið/StefánAlltaf á að skrá óvænt andlát Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingavarnardeild Landspítalans, segir skráningu atvika hafa aukist á Landspítalanum síðustu ár. Enn sé þó töluvert af atvikum vanskráð. „Þótt starfsfólk telji ekki að um mistök sé að ræða á alltaf að skrá óvænt andlát. Vanskráningin snýr að öryggismenningu spítalans. Við erum ekki komin lengra en þetta en erum að læra,“ segir Elísabet. Ef óvænt andlát er ekki skráð sem atvik er það ekki rannsakað frekar nema aðstandendur sækist eftir því. „Það er alveg ljóst að besta ferlið er atvikaskráning og rannsókn í kjölfarið. En ef andlátið er ekki skráð geta aðstandendur alltaf komið kvörtunum sínum á framfæri og beðið um fund hjá stjórnendum,“ segir Elísabet.Landlæknisemættið á að gæta hagsmuna sjúklingÍ helgarviðtali Fréttablaðsins sagði Ástríður Pálsdóttir frá baráttu sinni til að fá andlát eiginmanns síns rannsakað frekar. Óvænt andlát hans var ekki skráð sem atvik og fór því ekki í hefðbundið rannsóknarferli. Í Danmörku er til embætti umboðsmanns sjúklinga sem gætir hagsmuna sjúklinga og aðstandenda þeirra og sér til dæmis um gagnaöflun. Á Íslandi hefur margoft sprottið upp umræða um stofnun slíks embættis. „Þetta hlutverk er nú þegar til í íslenskri stjórnskipan,“ segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Við lítum svo á að við hjá Embætti landlæknis séum umboðsmenn sjúklinga.“ Leifur segist þó fagna fleiri starfskröftum á þessum vettvangi en finnst varhugavert að í svo fámennu landi sé kröftum dreift of víða. Hann hafnar því að embættið sé of tengt heilbrigðisstofnunum til að vera óháður aðili í kvörtunarmálum. „Það er alls ekki að gæta hagsmuna þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu,“ segir Leifur um hlutverk Landlæknisembættisins.
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira