„Alls konar“ fyrir hverja?! Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. mars 2014 07:00 Ég var mjög bjartsýn þegar Besti flokkurinn vann stórsigur í seinustu borgarstjórnarkosningum og náði meirihluta með mínum gamla flokki; Samfylkingunni. Ég sá fyrir mér bjarta framtíð þar sem unnið yrði af kappi við að auka jöfnuð og þar með hamingju í samfélaginu. En eins og rannsóknir segja okkur leiðir aukinn jöfnuður samfélaga til meiri lífsgæða fyrir alla íbúa þess. Áhersla Besta flokksins á bætt samskipti í pólitík hugnaðist mér vel og ég er mjög hlynnt góðum samræðum þar sem allar hliðar málsins eru dregnar fram. Því miður hefur núverandi meirihluti ekki staðið undir væntingum mínum þegar kemur að því að vinna að raunverulegum jöfnuði í borginni okkar. Staðan er sú að fátækt hefur aukist töluvert frá hruni og spilar hinn margumtalaði húsnæðisvandi veigamikið hlutverk. Flestir meirihlutar sem á undan eru gengnir hafa lagt til tæplega 100 íbúðir á ári en núverandi meirihluti hefur eingöngu bætt við 75 íbúðum á 4 árum?! Mér finnst það skjóta ansi skökku við af meirihluta sem kennir sig við jafnaðarstefnu og aukna velferð íbúa. Meirihlutinn hefur reyndar aðeins klórað í bakkann núna í lok kjörtímabils og er búinn að skipuleggja fjölgun íbúða á næstu 5 árum eða svo. Þegar þeir eru inntir eftir ástæðum fyrir þessum seinagangi og svona fáum íbúðum bera þeir við að þetta sé flókið ferli og gefa þurfi sér góðan tíma í þarfagreiningu á því m.a. hvar fólk vill búa og svo framvegis. Ég spyr aftur á móti: Hvers vegna í ósköpunum þarf þessi meirihluti lengri tíma í þarfagreiningu og skipulagningu en aðrir meirihlutar? Gæti verið að áhersla á samræðupólitík sé farin að vera markmið í sjálfu sér og vinni þar með gegn jafnaðarhugsjóninni þegar upp er staðið? Það er gott að ræða saman. En haldið þið í alvöru að fólkinu á götunni sé ekki drullusama (afsakið orðbragðið) um þarfagreiningu? Meðan ástandið er eins og það er og það vantar um 1.100 félagslegar íbúðir sem borginni ber lagaleg skylda til að sinna teljum við í Dögun ótækt að bera fyrir sig samræðu, skipulagningu og þarfagreiningu. Bak við hverja íbúð eru alltaf fleiri en einn einstaklingur og enn fleiri börn. Erum við í alvöru að bjóða þúsundum barna og fjölskyldum þeirra upp á slíkt óöryggi, flakk á milli skóla með tilheyrandi streitu og áhrif á heilsu og velferð? Er það jafnaðarstefna?! Nýverið hafa Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjálfstæðisflokki skrifað um húsnæðisvandann og talað um að ýta þurfi fólki út úr félagslega húsnæðiskerfinu svo að það festist ekki í „fátæktargildru“. Vissulega er markmið félagslegrar þjónustu að styðja og styrkja einstaklinginn um tíma þar til hann hefur getu til að takast á við sjálfstætt líf á ný. En gerum við það með því að „henda“ fólki út á almennan markað? Margt af þessu fólki er tilneytt að vera á þessum almenna markaði sem er óeðlilega dýr og erfiður um þessar mundir eins og flestir vita. Þetta er fólk sem á lagalegan rétt til að búa í félagslegu húsnæði. Ef borgin myndi sinna skyldum sínum og útvegaði þessu fólki félagslegt húsnæði myndi rýmka töluvert um á þessum almenna markaði, þannig værum við líka að búa í haginn fyrir „venjulega fólkið“ eins og samfylkingarfólki er svo tíðrætt um. Er ekki annars mannúðlegra að mæta fólki þar sem það er statt, hvetja það og virkja þar til það er tilbúið að takast á við sjálfstætt líf? Haldið þið í alvöru að fólk upp til hópa vilji eða sé stolt af því að þiggja bætur allt sitt líf? Ég er auðvitað ekki svo græn að halda að ekki sé til fólk sem sættir sig við slíkt. Það er alltaf maðkur í mysunni og fólk sem sveigir og beygir lögin til að þurfa ekki að leggja sitt af mörkum. En eigum við alltaf að miða lagarammann og reglurnar við það fólk og láta það bitna á velferð hinna sem þurfa á hjálpinni að halda? Hvað er mannúðlegt við það? Eða er jafnaðarstefna ekki mannúðarstefna? Við hjá Dögun setjum velferðarmál í algeran forgrunn. Að hafa þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi. Forgangsraða þarf með miklu skýrari hætti fyrir þau mál í borginni okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég var mjög bjartsýn þegar Besti flokkurinn vann stórsigur í seinustu borgarstjórnarkosningum og náði meirihluta með mínum gamla flokki; Samfylkingunni. Ég sá fyrir mér bjarta framtíð þar sem unnið yrði af kappi við að auka jöfnuð og þar með hamingju í samfélaginu. En eins og rannsóknir segja okkur leiðir aukinn jöfnuður samfélaga til meiri lífsgæða fyrir alla íbúa þess. Áhersla Besta flokksins á bætt samskipti í pólitík hugnaðist mér vel og ég er mjög hlynnt góðum samræðum þar sem allar hliðar málsins eru dregnar fram. Því miður hefur núverandi meirihluti ekki staðið undir væntingum mínum þegar kemur að því að vinna að raunverulegum jöfnuði í borginni okkar. Staðan er sú að fátækt hefur aukist töluvert frá hruni og spilar hinn margumtalaði húsnæðisvandi veigamikið hlutverk. Flestir meirihlutar sem á undan eru gengnir hafa lagt til tæplega 100 íbúðir á ári en núverandi meirihluti hefur eingöngu bætt við 75 íbúðum á 4 árum?! Mér finnst það skjóta ansi skökku við af meirihluta sem kennir sig við jafnaðarstefnu og aukna velferð íbúa. Meirihlutinn hefur reyndar aðeins klórað í bakkann núna í lok kjörtímabils og er búinn að skipuleggja fjölgun íbúða á næstu 5 árum eða svo. Þegar þeir eru inntir eftir ástæðum fyrir þessum seinagangi og svona fáum íbúðum bera þeir við að þetta sé flókið ferli og gefa þurfi sér góðan tíma í þarfagreiningu á því m.a. hvar fólk vill búa og svo framvegis. Ég spyr aftur á móti: Hvers vegna í ósköpunum þarf þessi meirihluti lengri tíma í þarfagreiningu og skipulagningu en aðrir meirihlutar? Gæti verið að áhersla á samræðupólitík sé farin að vera markmið í sjálfu sér og vinni þar með gegn jafnaðarhugsjóninni þegar upp er staðið? Það er gott að ræða saman. En haldið þið í alvöru að fólkinu á götunni sé ekki drullusama (afsakið orðbragðið) um þarfagreiningu? Meðan ástandið er eins og það er og það vantar um 1.100 félagslegar íbúðir sem borginni ber lagaleg skylda til að sinna teljum við í Dögun ótækt að bera fyrir sig samræðu, skipulagningu og þarfagreiningu. Bak við hverja íbúð eru alltaf fleiri en einn einstaklingur og enn fleiri börn. Erum við í alvöru að bjóða þúsundum barna og fjölskyldum þeirra upp á slíkt óöryggi, flakk á milli skóla með tilheyrandi streitu og áhrif á heilsu og velferð? Er það jafnaðarstefna?! Nýverið hafa Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingu og Áslaug Friðriksdóttir frá Sjálfstæðisflokki skrifað um húsnæðisvandann og talað um að ýta þurfi fólki út úr félagslega húsnæðiskerfinu svo að það festist ekki í „fátæktargildru“. Vissulega er markmið félagslegrar þjónustu að styðja og styrkja einstaklinginn um tíma þar til hann hefur getu til að takast á við sjálfstætt líf á ný. En gerum við það með því að „henda“ fólki út á almennan markað? Margt af þessu fólki er tilneytt að vera á þessum almenna markaði sem er óeðlilega dýr og erfiður um þessar mundir eins og flestir vita. Þetta er fólk sem á lagalegan rétt til að búa í félagslegu húsnæði. Ef borgin myndi sinna skyldum sínum og útvegaði þessu fólki félagslegt húsnæði myndi rýmka töluvert um á þessum almenna markaði, þannig værum við líka að búa í haginn fyrir „venjulega fólkið“ eins og samfylkingarfólki er svo tíðrætt um. Er ekki annars mannúðlegra að mæta fólki þar sem það er statt, hvetja það og virkja þar til það er tilbúið að takast á við sjálfstætt líf? Haldið þið í alvöru að fólk upp til hópa vilji eða sé stolt af því að þiggja bætur allt sitt líf? Ég er auðvitað ekki svo græn að halda að ekki sé til fólk sem sættir sig við slíkt. Það er alltaf maðkur í mysunni og fólk sem sveigir og beygir lögin til að þurfa ekki að leggja sitt af mörkum. En eigum við alltaf að miða lagarammann og reglurnar við það fólk og láta það bitna á velferð hinna sem þurfa á hjálpinni að halda? Hvað er mannúðlegt við það? Eða er jafnaðarstefna ekki mannúðarstefna? Við hjá Dögun setjum velferðarmál í algeran forgrunn. Að hafa þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi. Forgangsraða þarf með miklu skýrari hætti fyrir þau mál í borginni okkar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun