Veitendur og þiggjendur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. apríl 2014 12:00 Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri skrifaði nú um helgina í Moggann grein sem vakið hefur nokkra athygli. Þar reifar hann viðhorf um verðmætasköpun og -sóun sem eflaust eru nokkuð útbreidd víða um land og rekur sögu um útgerð á báti í sínum „heimabæ“, þ.e.a.s. Vestmannaeyjum – tíundar þann ávinning sem sú starfsemi hefur haft fyrir samfélagið og spyr hvort þeir sem útgerðina hafa stundað af dugnaði og þrautseigju eigi ekki að uppskera árangur erfiðis síns; ekki veit ég hvort hann er þar með að fara fram á að þessir útgerðarmenn fái afhentan makrílkvóta sem þeir geti svo selt – þ.e.a.s réttinn til að „eiga“ óveiddan fiskinn í sjónum – en hitt held ég að við getum öll tekið undir: að íslenskir sjósóknarar eiga skilið að njóta þeirra afraksturs þeirra verðmæta sem þeir draga á land.Einfalt líkan Páll, sem sjálfur býr í Garðabæ – eins og raunar ég líka – þó í ólíkum hornum þess víðfeðma sveitarfélags sé – lætur sér nokkuð tíðrætt í greininni um viðhorf fólks í miðbæ Reykjavíkur, talar um miðbæjarmeinlokur. Hann ræðir líka um rekstur á ýmsum menningarstofnunum, þar á meðal Þjóðleikhúsi og Þjóðminjasafni, Stofnun Árna Magnússonar og Dansflokki, og setur þann kostnað sem þessum stofnunum fylgi í samhengi við það ómælda skattfé sem vinir hans í téðri útgerð láta af hendi rakna til samfélagsins; með einföldu stílbragði lætur hann þannig að því liggja, án þess að segja það berum orðum, að skattar sjósóknara í Vestmannaeyjum renni til menningarstarfsemi í Reykjavík. Páll andmælir því þannig kröftuglega, sem stundum heyrist, að engir njóti afrakstursins af auðlindinni aðrir en útgerðarmenn. Það er vissulega rétt hjá honum og ekki skal gert lítið úr ómældu framlagi fiskveiða til þjóðarbúsins – ekki síst í Vestmannaeyjum, þeirri miklu verstöð þar sem við Páll höfum báðir unnið í fiski, vænti ég. Að baki greininni hjá Páli er einfalt líkan af þjóðfélaginu. Það samanstendur eiginlega af þiggjendum og veitendum. Í heimi greinarinnar eru þiggjendurnir fólk sem fæst við menningarstarfsemi og býr í miðbæ Reykjavíkur og er haldið „miðborgarmeinlokum“ en veitendurnir eru harðsæknir sjómenn í Vestmannaeyjum. Þjóðin skiptist samkvæmt þessu í þá sem skapa verðmæti og hina sem eyða verðmætum. Er þjóðfélagið svona einfalt? Þiggjendur og veitendur? Nei. Þjóðfélagið er flókinn vefur þar sem við skiptum með okkur verkum og ómögulegt og að reyna að gera upp dæmið um það hvaða stétt eða búsetuháttur sé verðugri en annar eða færi samfélaginu mest. Eru hárskerar þjóðhagslega jafn hagkvæmir og pípulagningarmenn? Eiga blómasalar meiri rétt á sér en flugmenn? Þetta er fáránleg umræða. Og þó að við notuðum bara mælikvarða peninga – sem einungis mæla þó þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað – þá hafa menning og listir bjargað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú í ógöngum þess, eins og maður skyldi ætla að fyrrum útvarpsstjóri hefði haft einhvern pata af.Veiðendur og eigendur Og þó að margt listafólk geti verið óskiljanlegt og þó að margir hafi krækt sér í háskólagráðu án þess að kunna pelastikk, þá breytir það því ekki að óvini fólksins í sjávarþorpunum sem á afkomu sína undir fiskveiðum er ekki að finna meðal hálfvitanna í hundraðogeinum. Það eru ekki listamennirnir og háskólaborgararnir sem ákveða að nú skuli leggja niður fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Það er ekki starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem ógnar heilu byggðarlögunum. Það eru ekki „miðborgarmeinlokur“ sem valda því að fiskveiðiheimildir hafa safnast óhæfilega á fáar hendur nokkurra risafyrirtækja þar sem nokkrir tengslalausir „fagmenn“ hafa í hendi sér lífsafkomu og lífsstarf og lífsmáta fjölda fólks, sem á sinn rétt á því að lifa af því sem hafið gefur, eins og það hefur gert í ótal ættliði. Og það er ekki á vegum samtaka listamanna sem íbúum Djúpavogs, Húsavíkur og Þingeyrar býðst nú að flytja í tóma blokk í Grindavík og „fá vinnu“ þar kringum fiskinn sem þau ættu að eiga veiðiréttinn á sjálf. Það er ekki einu sinni á vegum Evrópusambandsins. Og það er heldur ekki vegna þess að eigendur Vísis séu illmenni eða beri ekki skynbragð á sögulegan rétt fólks til að búa þar sem stutt er á miðin sem heimamenn þekkja eins og lófann á sér – og þar sem fólkið á sína menningu sem hefur sama rétt til að vera áfram til og menningin í Grindavík. Vísir hefur notið byggðakvóta sem ætlaðir eru heimamönnum og svona fór um sjóferð þá. Hvar sem við búum – hvort sem það er fyrir norðan, austan eða vestan, í Garðabæ eða í miðborginni innan um allan meinlokurnar – hlýtur okkur að renna til rifja það óréttlæti að íbúar sjálfir njóti ekki eigin byggðakvóta og hægt sé að selja lífsafkomuna frá fólki á svo kaldrifjaðan hátt. Við samgleðjumst öll yfir því þegar menn verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða. Við höfum hins vegar meiri efasemdir yfir hinum sem verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða ekki – en eiga, þótt eigi að heita sameign þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Páll Magnússon fyrrum útvarpsstjóri skrifaði nú um helgina í Moggann grein sem vakið hefur nokkra athygli. Þar reifar hann viðhorf um verðmætasköpun og -sóun sem eflaust eru nokkuð útbreidd víða um land og rekur sögu um útgerð á báti í sínum „heimabæ“, þ.e.a.s. Vestmannaeyjum – tíundar þann ávinning sem sú starfsemi hefur haft fyrir samfélagið og spyr hvort þeir sem útgerðina hafa stundað af dugnaði og þrautseigju eigi ekki að uppskera árangur erfiðis síns; ekki veit ég hvort hann er þar með að fara fram á að þessir útgerðarmenn fái afhentan makrílkvóta sem þeir geti svo selt – þ.e.a.s réttinn til að „eiga“ óveiddan fiskinn í sjónum – en hitt held ég að við getum öll tekið undir: að íslenskir sjósóknarar eiga skilið að njóta þeirra afraksturs þeirra verðmæta sem þeir draga á land.Einfalt líkan Páll, sem sjálfur býr í Garðabæ – eins og raunar ég líka – þó í ólíkum hornum þess víðfeðma sveitarfélags sé – lætur sér nokkuð tíðrætt í greininni um viðhorf fólks í miðbæ Reykjavíkur, talar um miðbæjarmeinlokur. Hann ræðir líka um rekstur á ýmsum menningarstofnunum, þar á meðal Þjóðleikhúsi og Þjóðminjasafni, Stofnun Árna Magnússonar og Dansflokki, og setur þann kostnað sem þessum stofnunum fylgi í samhengi við það ómælda skattfé sem vinir hans í téðri útgerð láta af hendi rakna til samfélagsins; með einföldu stílbragði lætur hann þannig að því liggja, án þess að segja það berum orðum, að skattar sjósóknara í Vestmannaeyjum renni til menningarstarfsemi í Reykjavík. Páll andmælir því þannig kröftuglega, sem stundum heyrist, að engir njóti afrakstursins af auðlindinni aðrir en útgerðarmenn. Það er vissulega rétt hjá honum og ekki skal gert lítið úr ómældu framlagi fiskveiða til þjóðarbúsins – ekki síst í Vestmannaeyjum, þeirri miklu verstöð þar sem við Páll höfum báðir unnið í fiski, vænti ég. Að baki greininni hjá Páli er einfalt líkan af þjóðfélaginu. Það samanstendur eiginlega af þiggjendum og veitendum. Í heimi greinarinnar eru þiggjendurnir fólk sem fæst við menningarstarfsemi og býr í miðbæ Reykjavíkur og er haldið „miðborgarmeinlokum“ en veitendurnir eru harðsæknir sjómenn í Vestmannaeyjum. Þjóðin skiptist samkvæmt þessu í þá sem skapa verðmæti og hina sem eyða verðmætum. Er þjóðfélagið svona einfalt? Þiggjendur og veitendur? Nei. Þjóðfélagið er flókinn vefur þar sem við skiptum með okkur verkum og ómögulegt og að reyna að gera upp dæmið um það hvaða stétt eða búsetuháttur sé verðugri en annar eða færi samfélaginu mest. Eru hárskerar þjóðhagslega jafn hagkvæmir og pípulagningarmenn? Eiga blómasalar meiri rétt á sér en flugmenn? Þetta er fáránleg umræða. Og þó að við notuðum bara mælikvarða peninga – sem einungis mæla þó þau verðmæti sem mölur og ryð fá grandað – þá hafa menning og listir bjargað miklu fyrir íslenskt þjóðarbú í ógöngum þess, eins og maður skyldi ætla að fyrrum útvarpsstjóri hefði haft einhvern pata af.Veiðendur og eigendur Og þó að margt listafólk geti verið óskiljanlegt og þó að margir hafi krækt sér í háskólagráðu án þess að kunna pelastikk, þá breytir það því ekki að óvini fólksins í sjávarþorpunum sem á afkomu sína undir fiskveiðum er ekki að finna meðal hálfvitanna í hundraðogeinum. Það eru ekki listamennirnir og háskólaborgararnir sem ákveða að nú skuli leggja niður fiskvinnslu á Húsavík, Þingeyri og Djúpavogi. Það er ekki starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem ógnar heilu byggðarlögunum. Það eru ekki „miðborgarmeinlokur“ sem valda því að fiskveiðiheimildir hafa safnast óhæfilega á fáar hendur nokkurra risafyrirtækja þar sem nokkrir tengslalausir „fagmenn“ hafa í hendi sér lífsafkomu og lífsstarf og lífsmáta fjölda fólks, sem á sinn rétt á því að lifa af því sem hafið gefur, eins og það hefur gert í ótal ættliði. Og það er ekki á vegum samtaka listamanna sem íbúum Djúpavogs, Húsavíkur og Þingeyrar býðst nú að flytja í tóma blokk í Grindavík og „fá vinnu“ þar kringum fiskinn sem þau ættu að eiga veiðiréttinn á sjálf. Það er ekki einu sinni á vegum Evrópusambandsins. Og það er heldur ekki vegna þess að eigendur Vísis séu illmenni eða beri ekki skynbragð á sögulegan rétt fólks til að búa þar sem stutt er á miðin sem heimamenn þekkja eins og lófann á sér – og þar sem fólkið á sína menningu sem hefur sama rétt til að vera áfram til og menningin í Grindavík. Vísir hefur notið byggðakvóta sem ætlaðir eru heimamönnum og svona fór um sjóferð þá. Hvar sem við búum – hvort sem það er fyrir norðan, austan eða vestan, í Garðabæ eða í miðborginni innan um allan meinlokurnar – hlýtur okkur að renna til rifja það óréttlæti að íbúar sjálfir njóti ekki eigin byggðakvóta og hægt sé að selja lífsafkomuna frá fólki á svo kaldrifjaðan hátt. Við samgleðjumst öll yfir því þegar menn verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða. Við höfum hins vegar meiri efasemdir yfir hinum sem verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða ekki – en eiga, þótt eigi að heita sameign þjóðarinnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun