Heilræði Þorsteinn Pálsson skrifar 10. maí 2014 07:00 „Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“ Þetta eru orð Þorkels Sigurlaugssonar, formanns Framtakssjóðs Íslands, í síðasta hefti Vísbendingar. Að baki þeim býr þekking og löng reynsla í hjarta atvinnulífsins. Þeim verður ekki vísað á bug með tilvísunum í skammstafanir, menn úti í bæ eða óvild í garð ríkisstjórnarinnar. Fyrsta mæða ríkisstjórnarinnar kom þegar forystumenn vinnumarkaðarins lýstu því yfir í kjölfar þess að hún var mynduð að þeir gætu ekki farið beint í gerð langtímasamninga vegna óvissu um stjórnarstefnuna. Margir höfðu reiknað með að fersk stjórn myndi á fyrsta degi tilkynna að ný efnahagsáætlun yrði unnin með atvinnulífinu og samtökum launafólks. Það mun þó aldrei hafa staðið til. Bjartsýni manna jókst nokkuð um áramótin eftir samþykkt fjárlaga og hófsamra skammtímasamninga á almennum vinnumarkaði. En nú hefur hún greinilega dvínað þegar jafn orðvar maður og Þorkell Sigurlaugsson segir að þetta sumar verði að nota til að móta trúverðuga efnahagsstefnu. Ugglaust munu ýmsir hafa meiri blíðmæli á vörum á ársafmæli ríkisstjórnarinnar en ekki er víst að í þeim felist betri hollráð. Pólitíski vandinn leysist hins vegar ekki með því að aðrir taki við keflinu. Hafi ríkisstjórninni mistekist að byggja upp trú á skýra framtíðarsýn fer því víðs fjarri að fyrrverandi stjórnarflokkum hafi lánast að nota stjórnarandstöðuna til að ávinna sér slíkt traust á ný.Ágæt umsögn OECD Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, birti umsögn um íslensk efnahagsmál í vikunni. Hagvaxtartölurnar eru hagstæðar. En hinu má ekki gleyma að það var líka góður hagvöxtur fyrir hrun. Verkurinn var að hann byggði meir á eyðslu en sköpun verðmæta. Menn þurfa að gæta sín að loka ekki aftur augunum fyrir því hvernig hagvöxturinn verður til. Umsögn Efnahags- og framfarastofnunarinnar um Írland, sem birtist samtímis, er ekki síður athyglisverð. Hagvöxtur þar er að vísu lítið eitt lægri en hér en virðist aftur á móti reistur á traustari undirstöðum. Meðan hátæknifyrirtækin og nýsköpunarfyrirtækin leita frá Íslandi er Írland talið í góðri stöðu til að draga til sín erlenda fjárfestingu í þessum greinum. Efnahagspólitík ríkisstjórnarinnar hefur byggst á þeirri trú að krónan hafi gefið Íslandi öflugri viðspyrnu en nokkurt annað kreppuríki í Evrópu hafi. Umsögn Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir ekki til að svo sé. Þvert á móti gæti evruríki eins og Írland hugsanlega hafa náð betri fótfestu við endurreisn efnahagsins. Þá herma fréttir að fjárfestar virðist jafnvel hafa meiri áhuga á Grikklandi. Í þessu ljósi og með skírskotun til þeirra efasemda sem hér hefur verið vitnað til um trúverðugleika efnahagsstefnunnar gæti verið tilefni fyrir ríkisstjórnina að hugsa stöðuna í gjaldmiðilsmálum upp á nýtt. Það væri einnig í góðu samræmi við landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um þau efni þar sem fram komu efasemdir um að krónan dygði til frambúðar og forystu flokksins var falið að kanna aðra kosti í þeim efnum. Þetta gæti vissulega orðið nokkur þolraun fyrir stjórnarsamstarfið. En stundum er slíkt óhjákvæmilegt bæði út frá pólitískum og efnahagslegum sjónarmiðum.Fótakeflið Þungamiðjan í starfi ríkisstjórnarinnar hefur verið loforð Framsóknarflokksins um mestu niðurgreiðslu húsnæðisskulda í heimi. Önnur markmið hafa vikið fyrir því. Trúlega er þetta helsta fótakefli stjórnarinnar. Fyrir vikið hefur trúverðugleiki efnahagsstefnunnar veikst og vonir dvínað um stöðugleika og hagvöxt, sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun og aukinni framleiðni. Það var með réttu talið forystu Sjálfstæðisflokksins til tekna að hafa heflað loforðið niður um helming. En það breytir ekki því að í raun var ekki til sáttaflötur milli þessa heimsmets í popúlisma og ábyrgrar efnahagsstefnu. Hálf aðgerðin var einnig heimsmet og of stórt frávik. Þó að ríkisstjórnin geti um margt verið sátt við umsögn Efnahags- og framfarastofnunarinnar er þar að finna alvarlegar aðvaranir. Tæpitungulaust er til að mynda talað um líkur á vaxtahækkun. Hún er að hluta afleiðing þessara misráðnu aðgerða og kemur með fullum þunga í bakið á skuldugum heimilum. Upplýst var í vikunni að vandi Íbúðalánasjóðs mun stóraukast vegna heimsmetsins og leggjast á ríkissjóð. Það lýsir siðferðilegri brotalöm þegar ekki er hægt að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Margt bendir því til að Sjálfstæðisflokkurinn hafi keypt samstarfið við Framsókn of dýru verði og þurfi af þeim sökum að sæta því að takmarkaðri árangur náist á öðrum sviðum en vænst var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
„Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“ Þetta eru orð Þorkels Sigurlaugssonar, formanns Framtakssjóðs Íslands, í síðasta hefti Vísbendingar. Að baki þeim býr þekking og löng reynsla í hjarta atvinnulífsins. Þeim verður ekki vísað á bug með tilvísunum í skammstafanir, menn úti í bæ eða óvild í garð ríkisstjórnarinnar. Fyrsta mæða ríkisstjórnarinnar kom þegar forystumenn vinnumarkaðarins lýstu því yfir í kjölfar þess að hún var mynduð að þeir gætu ekki farið beint í gerð langtímasamninga vegna óvissu um stjórnarstefnuna. Margir höfðu reiknað með að fersk stjórn myndi á fyrsta degi tilkynna að ný efnahagsáætlun yrði unnin með atvinnulífinu og samtökum launafólks. Það mun þó aldrei hafa staðið til. Bjartsýni manna jókst nokkuð um áramótin eftir samþykkt fjárlaga og hófsamra skammtímasamninga á almennum vinnumarkaði. En nú hefur hún greinilega dvínað þegar jafn orðvar maður og Þorkell Sigurlaugsson segir að þetta sumar verði að nota til að móta trúverðuga efnahagsstefnu. Ugglaust munu ýmsir hafa meiri blíðmæli á vörum á ársafmæli ríkisstjórnarinnar en ekki er víst að í þeim felist betri hollráð. Pólitíski vandinn leysist hins vegar ekki með því að aðrir taki við keflinu. Hafi ríkisstjórninni mistekist að byggja upp trú á skýra framtíðarsýn fer því víðs fjarri að fyrrverandi stjórnarflokkum hafi lánast að nota stjórnarandstöðuna til að ávinna sér slíkt traust á ný.Ágæt umsögn OECD Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, birti umsögn um íslensk efnahagsmál í vikunni. Hagvaxtartölurnar eru hagstæðar. En hinu má ekki gleyma að það var líka góður hagvöxtur fyrir hrun. Verkurinn var að hann byggði meir á eyðslu en sköpun verðmæta. Menn þurfa að gæta sín að loka ekki aftur augunum fyrir því hvernig hagvöxturinn verður til. Umsögn Efnahags- og framfarastofnunarinnar um Írland, sem birtist samtímis, er ekki síður athyglisverð. Hagvöxtur þar er að vísu lítið eitt lægri en hér en virðist aftur á móti reistur á traustari undirstöðum. Meðan hátæknifyrirtækin og nýsköpunarfyrirtækin leita frá Íslandi er Írland talið í góðri stöðu til að draga til sín erlenda fjárfestingu í þessum greinum. Efnahagspólitík ríkisstjórnarinnar hefur byggst á þeirri trú að krónan hafi gefið Íslandi öflugri viðspyrnu en nokkurt annað kreppuríki í Evrópu hafi. Umsögn Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir ekki til að svo sé. Þvert á móti gæti evruríki eins og Írland hugsanlega hafa náð betri fótfestu við endurreisn efnahagsins. Þá herma fréttir að fjárfestar virðist jafnvel hafa meiri áhuga á Grikklandi. Í þessu ljósi og með skírskotun til þeirra efasemda sem hér hefur verið vitnað til um trúverðugleika efnahagsstefnunnar gæti verið tilefni fyrir ríkisstjórnina að hugsa stöðuna í gjaldmiðilsmálum upp á nýtt. Það væri einnig í góðu samræmi við landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um þau efni þar sem fram komu efasemdir um að krónan dygði til frambúðar og forystu flokksins var falið að kanna aðra kosti í þeim efnum. Þetta gæti vissulega orðið nokkur þolraun fyrir stjórnarsamstarfið. En stundum er slíkt óhjákvæmilegt bæði út frá pólitískum og efnahagslegum sjónarmiðum.Fótakeflið Þungamiðjan í starfi ríkisstjórnarinnar hefur verið loforð Framsóknarflokksins um mestu niðurgreiðslu húsnæðisskulda í heimi. Önnur markmið hafa vikið fyrir því. Trúlega er þetta helsta fótakefli stjórnarinnar. Fyrir vikið hefur trúverðugleiki efnahagsstefnunnar veikst og vonir dvínað um stöðugleika og hagvöxt, sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun og aukinni framleiðni. Það var með réttu talið forystu Sjálfstæðisflokksins til tekna að hafa heflað loforðið niður um helming. En það breytir ekki því að í raun var ekki til sáttaflötur milli þessa heimsmets í popúlisma og ábyrgrar efnahagsstefnu. Hálf aðgerðin var einnig heimsmet og of stórt frávik. Þó að ríkisstjórnin geti um margt verið sátt við umsögn Efnahags- og framfarastofnunarinnar er þar að finna alvarlegar aðvaranir. Tæpitungulaust er til að mynda talað um líkur á vaxtahækkun. Hún er að hluta afleiðing þessara misráðnu aðgerða og kemur með fullum þunga í bakið á skuldugum heimilum. Upplýst var í vikunni að vandi Íbúðalánasjóðs mun stóraukast vegna heimsmetsins og leggjast á ríkissjóð. Það lýsir siðferðilegri brotalöm þegar ekki er hægt að hefjast handa við byggingu nýs Landspítala. Margt bendir því til að Sjálfstæðisflokkurinn hafi keypt samstarfið við Framsókn of dýru verði og þurfi af þeim sökum að sæta því að takmarkaðri árangur náist á öðrum sviðum en vænst var.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun