Takk! Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2014 08:30 Þær voru glaðar í viðtali í sjónvarpinu sóknarbörnin mín fyrrverandi, fjórar ungar konur í Bolungarvík. Þær eru viljugar til að gefa kost á sér til sveitarstjórnarstarfa í bænum næstu fjögur árin. Þær vilja láta gott af sér leiða og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem þær telja að bæti mannlíf og auki velsæld. Þannig er mörgum farið þessa dagana. Þau eru mörg sem hafa vilja til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og hafa ákveðna framtíðarsýn fyrir byggðarlög sín. Það er stutt til sveitarstjórnarkosninga hér á landi og er frestur til að skila framboðslistum inn til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi liðinn. Það er gott og þakkarvert að fólk vill gefa kost á sér til samfélagslegra verkefna. Umræðan er oft óvægin og athugasemdirnar særandi og lítt uppbyggilegar. Dómharka er þekkt hjá mannkyninu og það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma þegar enga ábyrgð þarf að axla. Það er umhugsunarvert hvers vegna gullna reglan er ekki ofarlega í huga og oftar höfð í heiðri í mannlegum samskiptum sem og í netheimum. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hún hvetur okkur til samskipta og samtals og í framhaldi af því til uppbyggilegra framkvæmda. Hún hvetur okkur til þroska þannig að við séum fær um að setja okkur í annarra spor. Þið sem bjóðið ykkur fram hafið sýnt djörfung og kjark. Megi ykkur auðnast að halda þeim eiginleikum í störfum fyrir sveitarfélög ykkar. Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þær voru glaðar í viðtali í sjónvarpinu sóknarbörnin mín fyrrverandi, fjórar ungar konur í Bolungarvík. Þær eru viljugar til að gefa kost á sér til sveitarstjórnarstarfa í bænum næstu fjögur árin. Þær vilja láta gott af sér leiða og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd sem þær telja að bæti mannlíf og auki velsæld. Þannig er mörgum farið þessa dagana. Þau eru mörg sem hafa vilja til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og hafa ákveðna framtíðarsýn fyrir byggðarlög sín. Það er stutt til sveitarstjórnarkosninga hér á landi og er frestur til að skila framboðslistum inn til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi liðinn. Það er gott og þakkarvert að fólk vill gefa kost á sér til samfélagslegra verkefna. Umræðan er oft óvægin og athugasemdirnar særandi og lítt uppbyggilegar. Dómharka er þekkt hjá mannkyninu og það er auðvelt að falla í þá gryfju að dæma þegar enga ábyrgð þarf að axla. Það er umhugsunarvert hvers vegna gullna reglan er ekki ofarlega í huga og oftar höfð í heiðri í mannlegum samskiptum sem og í netheimum. „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Hún hvetur okkur til samskipta og samtals og í framhaldi af því til uppbyggilegra framkvæmda. Hún hvetur okkur til þroska þannig að við séum fær um að setja okkur í annarra spor. Þið sem bjóðið ykkur fram hafið sýnt djörfung og kjark. Megi ykkur auðnast að halda þeim eiginleikum í störfum fyrir sveitarfélög ykkar. Ég óska frambjóðendum öllum til hamingju með þá ákvörðun að bjóða sig fram til að vinna sveitarfélagi sínu heilt og þeim sem brautargengi fá velfarnaðar á þeim vegi. Megi kjósendur nýta sér réttinn til áhrifa með því að mæta á kjörstað. Hvert atkvæði skiptir máli og hefur áhrif á niðurstöðu kosninganna.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun