Fólk heldur oft að ég sé poppskinka Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. maí 2014 10:00 Ný plata og barn á leiðinni hjá Þórunni Antoníu sem er landmönnum vel kunn af skjánum. Þórunn Antonía Magnúsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún gegndi hlutverki dómara í þáttaröð Ísland Got Talent sem lauk á dögunum. Hún hefur þegar skipað sér sess meðal fremstu tónlistarmanna á Íslandi og á að baki farsælt samstarf við tónlistarmenn á borð við Beck og Berndsen. Hún skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning aðeins nítján ára gömul. Þórunn er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hún vann ásamt Bjarna Magnúsi Sigurðarsyni, best þekktum úr hljómsveitinni Mínus, auk þess sem hún leikur hlutverk í kvikmyndinni Borgríki II. Þau Bjarni spila nýtt efni af plötunni á tónleikum á Dillon á laugardagskvöld klukkan 22. „Samstarf okkar Bjarna byrjaði á fyndnum nótum. Það var snjóstormur í fyrra og ég álpaðist á happy hour á Dillon, því vinkona mín átti afmæli. Og þarna sat Bjarni. Hann er svona týpískur rokkari, sat með bjór og var dálítið leiður á að líta. Ég hef kannast við hann lengi, og við fórum að spjalla og finnum þarna sameiginlegan punkt í okkar tónlistartilveru sem er Dolly Parton,“ segir Þórunn og hlær. „Og þaðan er allt sprottið. Við tengdum yfir tónlist og þá myndaðist vinskapur. Hann var að ganga í gegnum erfiða tíma og ég líka og við deildum mikilli reynslu saman. Það er gott að gera það í gegnum tónlist, hún hefur lækningamátt. Þannig að Bjarni sendi lag sem hann var að semja og ég söng yfir og svo hófust tónlistarkeðjubréf okkar á milli. Þetta kveikti í mér að fara að byrja að semja aftur. Ég hætti í erfiðu sambandi um það bil ári áður og var ekki búinn að gera það tilfinningalega upp. Það var í mér dálítil sorg og reiði sem er gott að gera upp með tónlist og finna nýja von í gegnum tónlistina. Samband okkar Bjarna er eiginlega mjög áhugavert og fyndið, því ég hef aldrei verið svona hugrökk að sýna neinum svona djúpt ofan í tónlistarsálina mína. Nema pabba mínum,“ segir Þórunn, en faðir hennar er tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson.Í spandex og bjó til poppplötu „Fólk heldur oft að ég sé poppskinka, sem er fyndið því það er svo mikið frávik frá mínum persónuleika. Ég er alin upp af pabba sem er hippi og syngur um álfa á kassagítar. Öll mín tónlist hefur verið þannig, eða allavega sprottið þaðan. En ég bjó náttúrulega lengi í útlöndum og því hefur sú tónlist kannski ekki mikið verið spiluð hér. En svo kom ég heim og skellti mér í spandexgalla og bjó til poppplötu og þá finnst öllum fráleitt að ég sé að syngja á kassagítar eftir það. En poppið var frávikið. Yndislegt og skemmtilegt frávik. Ég er bara hippastelpa inn við beinið.“ Þórunn segir plötuna hafa verið erfiða í smíðum. „Ég horfði á mynd um Fleetwood Mac þegar ég var að vinna að plötunni, þar sem Stevie Nicks var að tala um gerð Rumors. Þar voru tvö pör í hljómsveitinni, allir að skilja og allir að sofa hjá öllum, allt í hakki og einu samskiptaleiðirnar voru að þau sögðu frá því hvernig þeim leið í gegnum tónlistina. Ég tók þetta til mín. Þetta er hugrekkisplata og ég er að vera ofboðslega einlæg með tilfinningar mínar. Fyrir vikið var erfitt að smíða plötuna því að þegar maður opnar sig svona mikið tilfinningalega þá er maður svo auðsærður en það er bara hluti af því að þroskast sem tónlistarmaður. Ég held að þetta hafi verið svipað ferli hjá okkur báðum,“ útskýrir Þórunn og bætir við að Bjarni hafi verið duglegur að draga hana áfram í tónsmíðunum. „Ég hafði ekki alltof mikla trú á sjálfri mér á þessum tíma, eftir sambandsslitin. En eftir á að hyggja hefur þetta verið dásamlegur tími og lærdómsríkt. Við erum að taka plötuna upp á morgnana sem er algjörlega nýtt fyrir mér. Ég hef gefið út plötur í gegnum tíðina og verið í hljómsveitum og það er eiginlega alltaf kvöld- eða næturvinna. Og það er soldið viðloðandi í tónlistinni og jafnvel að fólk sé að drekka og djamma á meðan. En þetta ákváðum við að taka föstum tökum – bara 9 to 5, eins og Dolly segir og afraksturinn er allt öðruvísi plata en áður. Ég er rosalega stolt af henni,“ útskýrir Þórunn, og bætir við að margir hafi lagt hönd á plóg. Meðal gestasöngvara eru Snorri Helgason, Mr. Silla og Emiliana Torrini, og Vala Gestsdóttir spilar á víólu.Þórunn segir storkinn hafa brotlent á gólfinu hjá sér en hún er mjög spennt að verða mamma.Fólk stelur tónlist Þórunn og Bjarni gefa plötuna út sjálf, og sækja til þess styrki í gegnum Karolina Fund. „Við ákváðum að gefa út sjálf af því að tónlistarbransinn er í einhverju gili á milli fortíðar og framtíðar. Fólk stelur tónlist, sem er alveg skiljanlegt miðað við hvernig þessi heimur er að þróast, en fyrir vikið eru margir sem geta ekki gefið út plötur því fólk borgar ekki fyrir þær. Það er ekkert mál að ýta á einn takka og vera kominn með vöruna, en að baki vörunni liggur vinna. Ég veit um marga sem spiluðu síðustu plötuna mína, en þeir voru öllu færri sem keyptu hana,“ segir Þórunn og hlær. „Þannig að við ákváðum að fara í gegnum Karolina fund sem er fjármögnunarsíða á netinu þar sem fólk getur keypt plötuna fyrirfram, bókað tónleika eða hreinlega styrkt okkur í þessari útgáfu,“ útskýrir hún. „Við lifum á breyttum tímum og það er rosa margt að gerast – líka í því að finna einhverjar leiðir til þess að tónlistarmenn fái borgað – ein leiðin er til dæmis að fara mikið á tónleikaferðalög, en það hentar ekki öllum.“Furðulegt að vera ólétt Það verður erfitt fyrir Þórunni að fara í tónleikaferðalag á allra næstu misserum, því hún er komin sex mánuði á leið að sínu fyrsta barni og komst nýlega að því að hún á von á lítilli stelpu. „Maður getur tekið barn með sér hvert sem er!“ segir Þórunn, og hlær. „En ég er spennt að verða mamma. Þetta var fallegt slys. Storkurinn kom bara á fullri ferð inn um stofugluggann og brotlenti á gólfinu. Þetta var sem sagt ekki planað. En ég er svo forlagatrúar að ég held að það sem gerist í lífinu sé þrennt: það sem maður kallar á, það sem maður þarf, og það sem er hollt fyrir mann og ég held að þetta barn sé allt þetta. Ég var tilbúin í næsta kafla í lífinu og ég var búin að segja það upphátt við alheiminn. Ég er ekki týpan sem myndi plana svona. Ég vissi alltaf að mig langaði að verða mamma, hvenær eða hvort það myndi gerast hafði ég ekki hugmynd um, en það er einhver stúlka sem vill að ég verði mamma hennar. “ „Það að vera ólétt er eins og að vera í þætti af Twilight Zone allan sólarhringinn. Þetta er dásamlegt og kraftaverk og allt sem fólk talar um, en líka bara furðulegt, skrýtið og maður breytist og fólk breytist og talar öðru vísi við mann. Fyrst þegar ég varð ólétt, í nettu sjokki, fór ég á netið og allar greinar um óléttu byrja á „Til hamingju með litla kraftaverkið þitt“. Þetta er eitthvert samsæri heimsins að óléttar konur eða verðandi mæður mega ekki segja neitt neikvætt um þetta ástand, því þá gætu framtíðarmæður hætt við að eignast börn. Það taka allir þátt í þessu leikriti. Ég er ekki að kvarta, ég hlakka ekkert smá til að fá þennan snilling í heiminn. Og þetta verður dásamlegt, en manni er vafið í bómull og fólk er svolítið að ljúga að manni,“ segir Þórunn og hlær. Þórunn og Bjarni ákváðu að gefa út plötuna sjálf.Settirðu sýru í kaffið mitt? „Fyrstu þrír mánuðirnir voru hreint út sagt ekki skemmtilegir. Það var spennandi tilhugsun að verða móðir, en frá fyrsta morgni hugsaði ég, guð, hvað þetta á eftir að verða lengi að líða? Mér var óglatt frá morgni til kvölds og ég var með skringilega kvilla eins og blóðnasir og svo blindaðist ég um stund,“ rifjar Þórunn upp, létt í bragði. „Við mamma sátum hvor á móti annarri að drekka kaffi og ég sagði við hana, mamma, settirðu nokkuð sýru í kaffið mitt? Þú ert nefnilega með svo fína regnbogakórónu!“ „En ég hef verið mjög heppin. Ég er ekki frá því að ég sé rólegri og hlæi meira. Mér finnst líka fyndið að fólk er mikið að segja mér að ég sé svo hress, ólétt kona og að ég vaki svo lengi. Ég veit aldrei við hvað er verið að miða. Eins og óléttar konur séu síöskrandi, mjög lasnar og meira og minna sofandi.”Ólétt allt sambandið Þórunn á von á barninu með kærasta sínum, Hjalta Haraldssyni, tæknimanni á RÚV. „Við hittumst og þetta gerðist og það gengur vel. Ég held að það sé furðulegt að verða óléttur í sambandi, burtséð frá því hvort sambandið er nýtt eða gamalt. Það breytir áherslunum og fólk þarf að kynnast upp á nýtt með barn í huga hvort sem er. Við erum glænýtt par, splunkunýtt og ég varð ólétt strax. Mér finnst ég hafa tekið fallega á þessu, en auðvitað er þetta skrýtið. Við höfum ekki alveg þessa reynslu til að byggja á, fullt af skemmtilegum sögum áður en ég varð ólétt og ég hlæ mikið að því.Allan tímann sem við höfum þekkst hef ég verið ólétt! Ég sé bara svo mikinn húmor í þessu. Eins og ég segi, þá var þetta fallegt slys og lífið er bara alls konar og fólk verður til allavega og hver veit hvað verður. Við erum að minnsta kosti saman og erum að hafa gaman af lífinu og tækla þetta vel. Það er engin fullkomin uppskrift. Ég er skilnaðarbarn, foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og það var erfitt, en þau fóru svo sitthvora leiðina og fundu bæði ástina og eru með þeim mökum í dag. Þannig að ég á fjóra foreldra. Ég tel að ef það er nóg af öryggi og ást í lífi barns, þá ertu að gera rétt og ég er ekki stressuð að verða móðir. Ég hef mikla ást að gefa og reyni alltaf að vera einlæg og hreinskiptin. Það er auðvitað stórfurðuleg tilhugsun að bera ábyrgð á lítilli manneskju og ég verð að viðurkenna að ég hef fengið kvíðakast yfir því en þetta er líka svo fallegt. Það kemst enginn frá lífinu lifandi, við deyjum öll og þarna er ég búin að bóka það að ég skilji eitthvað eftir mig.“Þórunn með pabba sínum eftir að hafa unnið söngvakeppni grunnskólanna 12 ára gömul.Þórunn með guðdóttur sinni, Elísabetu Antoníu, Ísland Got Talent Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Þórunn Antonía Magnúsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún gegndi hlutverki dómara í þáttaröð Ísland Got Talent sem lauk á dögunum. Hún hefur þegar skipað sér sess meðal fremstu tónlistarmanna á Íslandi og á að baki farsælt samstarf við tónlistarmenn á borð við Beck og Berndsen. Hún skrifaði undir sinn fyrsta plötusamning aðeins nítján ára gömul. Þórunn er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýja plötu sem hún vann ásamt Bjarna Magnúsi Sigurðarsyni, best þekktum úr hljómsveitinni Mínus, auk þess sem hún leikur hlutverk í kvikmyndinni Borgríki II. Þau Bjarni spila nýtt efni af plötunni á tónleikum á Dillon á laugardagskvöld klukkan 22. „Samstarf okkar Bjarna byrjaði á fyndnum nótum. Það var snjóstormur í fyrra og ég álpaðist á happy hour á Dillon, því vinkona mín átti afmæli. Og þarna sat Bjarni. Hann er svona týpískur rokkari, sat með bjór og var dálítið leiður á að líta. Ég hef kannast við hann lengi, og við fórum að spjalla og finnum þarna sameiginlegan punkt í okkar tónlistartilveru sem er Dolly Parton,“ segir Þórunn og hlær. „Og þaðan er allt sprottið. Við tengdum yfir tónlist og þá myndaðist vinskapur. Hann var að ganga í gegnum erfiða tíma og ég líka og við deildum mikilli reynslu saman. Það er gott að gera það í gegnum tónlist, hún hefur lækningamátt. Þannig að Bjarni sendi lag sem hann var að semja og ég söng yfir og svo hófust tónlistarkeðjubréf okkar á milli. Þetta kveikti í mér að fara að byrja að semja aftur. Ég hætti í erfiðu sambandi um það bil ári áður og var ekki búinn að gera það tilfinningalega upp. Það var í mér dálítil sorg og reiði sem er gott að gera upp með tónlist og finna nýja von í gegnum tónlistina. Samband okkar Bjarna er eiginlega mjög áhugavert og fyndið, því ég hef aldrei verið svona hugrökk að sýna neinum svona djúpt ofan í tónlistarsálina mína. Nema pabba mínum,“ segir Þórunn, en faðir hennar er tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson.Í spandex og bjó til poppplötu „Fólk heldur oft að ég sé poppskinka, sem er fyndið því það er svo mikið frávik frá mínum persónuleika. Ég er alin upp af pabba sem er hippi og syngur um álfa á kassagítar. Öll mín tónlist hefur verið þannig, eða allavega sprottið þaðan. En ég bjó náttúrulega lengi í útlöndum og því hefur sú tónlist kannski ekki mikið verið spiluð hér. En svo kom ég heim og skellti mér í spandexgalla og bjó til poppplötu og þá finnst öllum fráleitt að ég sé að syngja á kassagítar eftir það. En poppið var frávikið. Yndislegt og skemmtilegt frávik. Ég er bara hippastelpa inn við beinið.“ Þórunn segir plötuna hafa verið erfiða í smíðum. „Ég horfði á mynd um Fleetwood Mac þegar ég var að vinna að plötunni, þar sem Stevie Nicks var að tala um gerð Rumors. Þar voru tvö pör í hljómsveitinni, allir að skilja og allir að sofa hjá öllum, allt í hakki og einu samskiptaleiðirnar voru að þau sögðu frá því hvernig þeim leið í gegnum tónlistina. Ég tók þetta til mín. Þetta er hugrekkisplata og ég er að vera ofboðslega einlæg með tilfinningar mínar. Fyrir vikið var erfitt að smíða plötuna því að þegar maður opnar sig svona mikið tilfinningalega þá er maður svo auðsærður en það er bara hluti af því að þroskast sem tónlistarmaður. Ég held að þetta hafi verið svipað ferli hjá okkur báðum,“ útskýrir Þórunn og bætir við að Bjarni hafi verið duglegur að draga hana áfram í tónsmíðunum. „Ég hafði ekki alltof mikla trú á sjálfri mér á þessum tíma, eftir sambandsslitin. En eftir á að hyggja hefur þetta verið dásamlegur tími og lærdómsríkt. Við erum að taka plötuna upp á morgnana sem er algjörlega nýtt fyrir mér. Ég hef gefið út plötur í gegnum tíðina og verið í hljómsveitum og það er eiginlega alltaf kvöld- eða næturvinna. Og það er soldið viðloðandi í tónlistinni og jafnvel að fólk sé að drekka og djamma á meðan. En þetta ákváðum við að taka föstum tökum – bara 9 to 5, eins og Dolly segir og afraksturinn er allt öðruvísi plata en áður. Ég er rosalega stolt af henni,“ útskýrir Þórunn, og bætir við að margir hafi lagt hönd á plóg. Meðal gestasöngvara eru Snorri Helgason, Mr. Silla og Emiliana Torrini, og Vala Gestsdóttir spilar á víólu.Þórunn segir storkinn hafa brotlent á gólfinu hjá sér en hún er mjög spennt að verða mamma.Fólk stelur tónlist Þórunn og Bjarni gefa plötuna út sjálf, og sækja til þess styrki í gegnum Karolina Fund. „Við ákváðum að gefa út sjálf af því að tónlistarbransinn er í einhverju gili á milli fortíðar og framtíðar. Fólk stelur tónlist, sem er alveg skiljanlegt miðað við hvernig þessi heimur er að þróast, en fyrir vikið eru margir sem geta ekki gefið út plötur því fólk borgar ekki fyrir þær. Það er ekkert mál að ýta á einn takka og vera kominn með vöruna, en að baki vörunni liggur vinna. Ég veit um marga sem spiluðu síðustu plötuna mína, en þeir voru öllu færri sem keyptu hana,“ segir Þórunn og hlær. „Þannig að við ákváðum að fara í gegnum Karolina fund sem er fjármögnunarsíða á netinu þar sem fólk getur keypt plötuna fyrirfram, bókað tónleika eða hreinlega styrkt okkur í þessari útgáfu,“ útskýrir hún. „Við lifum á breyttum tímum og það er rosa margt að gerast – líka í því að finna einhverjar leiðir til þess að tónlistarmenn fái borgað – ein leiðin er til dæmis að fara mikið á tónleikaferðalög, en það hentar ekki öllum.“Furðulegt að vera ólétt Það verður erfitt fyrir Þórunni að fara í tónleikaferðalag á allra næstu misserum, því hún er komin sex mánuði á leið að sínu fyrsta barni og komst nýlega að því að hún á von á lítilli stelpu. „Maður getur tekið barn með sér hvert sem er!“ segir Þórunn, og hlær. „En ég er spennt að verða mamma. Þetta var fallegt slys. Storkurinn kom bara á fullri ferð inn um stofugluggann og brotlenti á gólfinu. Þetta var sem sagt ekki planað. En ég er svo forlagatrúar að ég held að það sem gerist í lífinu sé þrennt: það sem maður kallar á, það sem maður þarf, og það sem er hollt fyrir mann og ég held að þetta barn sé allt þetta. Ég var tilbúin í næsta kafla í lífinu og ég var búin að segja það upphátt við alheiminn. Ég er ekki týpan sem myndi plana svona. Ég vissi alltaf að mig langaði að verða mamma, hvenær eða hvort það myndi gerast hafði ég ekki hugmynd um, en það er einhver stúlka sem vill að ég verði mamma hennar. “ „Það að vera ólétt er eins og að vera í þætti af Twilight Zone allan sólarhringinn. Þetta er dásamlegt og kraftaverk og allt sem fólk talar um, en líka bara furðulegt, skrýtið og maður breytist og fólk breytist og talar öðru vísi við mann. Fyrst þegar ég varð ólétt, í nettu sjokki, fór ég á netið og allar greinar um óléttu byrja á „Til hamingju með litla kraftaverkið þitt“. Þetta er eitthvert samsæri heimsins að óléttar konur eða verðandi mæður mega ekki segja neitt neikvætt um þetta ástand, því þá gætu framtíðarmæður hætt við að eignast börn. Það taka allir þátt í þessu leikriti. Ég er ekki að kvarta, ég hlakka ekkert smá til að fá þennan snilling í heiminn. Og þetta verður dásamlegt, en manni er vafið í bómull og fólk er svolítið að ljúga að manni,“ segir Þórunn og hlær. Þórunn og Bjarni ákváðu að gefa út plötuna sjálf.Settirðu sýru í kaffið mitt? „Fyrstu þrír mánuðirnir voru hreint út sagt ekki skemmtilegir. Það var spennandi tilhugsun að verða móðir, en frá fyrsta morgni hugsaði ég, guð, hvað þetta á eftir að verða lengi að líða? Mér var óglatt frá morgni til kvölds og ég var með skringilega kvilla eins og blóðnasir og svo blindaðist ég um stund,“ rifjar Þórunn upp, létt í bragði. „Við mamma sátum hvor á móti annarri að drekka kaffi og ég sagði við hana, mamma, settirðu nokkuð sýru í kaffið mitt? Þú ert nefnilega með svo fína regnbogakórónu!“ „En ég hef verið mjög heppin. Ég er ekki frá því að ég sé rólegri og hlæi meira. Mér finnst líka fyndið að fólk er mikið að segja mér að ég sé svo hress, ólétt kona og að ég vaki svo lengi. Ég veit aldrei við hvað er verið að miða. Eins og óléttar konur séu síöskrandi, mjög lasnar og meira og minna sofandi.”Ólétt allt sambandið Þórunn á von á barninu með kærasta sínum, Hjalta Haraldssyni, tæknimanni á RÚV. „Við hittumst og þetta gerðist og það gengur vel. Ég held að það sé furðulegt að verða óléttur í sambandi, burtséð frá því hvort sambandið er nýtt eða gamalt. Það breytir áherslunum og fólk þarf að kynnast upp á nýtt með barn í huga hvort sem er. Við erum glænýtt par, splunkunýtt og ég varð ólétt strax. Mér finnst ég hafa tekið fallega á þessu, en auðvitað er þetta skrýtið. Við höfum ekki alveg þessa reynslu til að byggja á, fullt af skemmtilegum sögum áður en ég varð ólétt og ég hlæ mikið að því.Allan tímann sem við höfum þekkst hef ég verið ólétt! Ég sé bara svo mikinn húmor í þessu. Eins og ég segi, þá var þetta fallegt slys og lífið er bara alls konar og fólk verður til allavega og hver veit hvað verður. Við erum að minnsta kosti saman og erum að hafa gaman af lífinu og tækla þetta vel. Það er engin fullkomin uppskrift. Ég er skilnaðarbarn, foreldrar mínir skildu þegar ég var þriggja ára og það var erfitt, en þau fóru svo sitthvora leiðina og fundu bæði ástina og eru með þeim mökum í dag. Þannig að ég á fjóra foreldra. Ég tel að ef það er nóg af öryggi og ást í lífi barns, þá ertu að gera rétt og ég er ekki stressuð að verða móðir. Ég hef mikla ást að gefa og reyni alltaf að vera einlæg og hreinskiptin. Það er auðvitað stórfurðuleg tilhugsun að bera ábyrgð á lítilli manneskju og ég verð að viðurkenna að ég hef fengið kvíðakast yfir því en þetta er líka svo fallegt. Það kemst enginn frá lífinu lifandi, við deyjum öll og þarna er ég búin að bóka það að ég skilji eitthvað eftir mig.“Þórunn með pabba sínum eftir að hafa unnið söngvakeppni grunnskólanna 12 ára gömul.Þórunn með guðdóttur sinni, Elísabetu Antoníu,
Ísland Got Talent Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira