Að virða vilja borgarbúa Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Þau sem krefjast kurteislegra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Samskiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbúning mála fyrr í góðu samráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgarstjórn eigum að treysta því að borgarbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undanfarin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgarstjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvallarmannréttindi sem ber að virða og nálgast af hófsemd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrirhuguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórnarmeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo viðkvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupptöku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir undirbúi sig undir átök að hætti Sturlunga. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikilvægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einungis þannig endurvekjum við traust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þau sem krefjast kurteislegra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Samskiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbúning mála fyrr í góðu samráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgarstjórn eigum að treysta því að borgarbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undanfarin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgarstjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvallarmannréttindi sem ber að virða og nálgast af hófsemd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrirhuguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórnarmeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo viðkvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupptöku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir undirbúi sig undir átök að hætti Sturlunga. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikilvægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einungis þannig endurvekjum við traust.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun