Eru ekki bara andlit appelsíns Marín Manda skrifar 27. júní 2014 10:00 Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir kynntust í kór í Flensborgarskóla. Fljótlega uppgötvuðu þær sameiginlegan áhuga á tónlist og í dag búa þær saman, eru í hljómsveitinni Ylju og tengjast sterkum vináttuböndum. Lífið ræddi við þær um hljómsveitina, framtíðina og appelsínuauglýsinguna sem sló í gegn. „Við búum hérna fjögur saman svo hér er svona samansafn af ýmsu frá mörgum hornum en við eigum þó ekki bókasafnið hér á veggnum sem fylgdi íbúðinni,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir þegar blaðamaður tyllir sér í sófann. Risíbúðin er fyllt antíkhúsgögnum sem augljóslega eiga sína sögu og myndarlegt bókasafnið á veggnum vekur strax áhuga. Talið berst að kynnum stelpnanna í Ylju.Bjartey: „Við kynntumst í kór Flensborgarskólans fyrir svona átta árum.“Gígja: „Ha? Hvað þykistu eiginlega vera gömul?“ segir hún hlæjandi. Bjartey: „Nei hvað, er lengra síðan? Hvað er ég að segja, það var árið 2007 og við vorum í sömu röddinni, öðrum alt.“Gígja: „Ég er frá Patreksfirði. Þar var ekki mikið um tónlist svo ég var alltaf í körfubolta. Þegar ég var 16 ára flutti ég að heiman til Reykjavíkur og valdi að fara í Flensborg. Körfuboltinn átti hug minn allan og ég komst í unglingalandsliðið. Tónlistin togaði þó í mig svo að ég skráði mig í kórinn. Stuttu seinna átti ég stund á körfuboltaæfingu sem ég gleymi ekki. Ég horfði á þjálfarann sem stóð yfir okkur með lexíu en það eina sem komst að í huga mínum voru laglínur sem ég raulaði inni í mér. Þá áttaði ég mig á því að söngurinn var að taka völdin og ég hætti í körfubolta fljótlega eftir það. Það var stór ákvörðun á þeim tíma en ég sé ekki eftir því. Síðan langaði mig að taka þátt í söngvakeppninni en var svolítið feimin að gera það ein.“Vísir/DaníelBjartey: „Þá spurði hún mig og ég var til í að taka þátt í keppninni með henni. Við byrjuðum að æfa okkur saman og hittast í þeim tilgangi að æfa lög en urðum mjög góðar vinkonur í kjölfarið. Við enduðum í öðru sæti í keppninni en unnum áhorfendakosninguna með laginu Eyvindur Fjalla.“Gígja: „Það lag var einmitt á fyrstu plötunni okkar og við erum enn að syngja það lag. Í raun er það uppáhaldslagið mitt því það hefur svo mikla sögu. Fyrir utan nýja lagið okkar, Fall, sem kemur út innan skamms.“Bjartey: „Ég var ekki almennilega inni í íþróttum og sé alltaf eftir því að hafa ekki byrjað í fótbolta. Ég var bara svo rosalega feimin. Ég hef haft meiri áhuga á að dunda mér í föndri og skrifa texta í litlar bækur. Ég bjó til dæmis til ljós úr kaffipokum og svo hef ég smíðað rafmagnsgítar.“Eru ekki blóðtengdar Báðar eru með uppsett hár og það glittir í líkamsskreytingu á bak við eyru þeirra beggja. Eflaust hafa þær ekki gert sér grein fyrir því en þær klára setningar hvor annarrar og eru mjög svipaðar í fasi. Þó eru þær ólíkar rétt eins og raddirnar sem hljóma svo vel saman. En hver er sagan á bak við húðflúrin?Gígja: „Við ákváðum að fá okkur húðflúr á sama tíma þegar við vorum 17 ára gamlar.“Bjartey: „Það var svolítið skondið, það var bara vinur okkar úr kórnum sem gerði þau.“Gígja: „Já, ætli hann hafi ekki verið búinn að gera eitt húðflúr á ævinni þá. Margir spyrja hvort við höfum verið fullar en nei, okkur langaði bara í húðflúr og þetta varð útkoman,“ segir hún og glottir. „Ég er með G-lykil sem tengist að sjálfsögðu tónlistinni og Bjartey er með nótu. Ég held að fólk haldi að við séum alveg eins týpur en við erum mjög ólíkir persónuleikar. Við eigum þó mörg sömu áhugamál og höfum svipaðan húmor og fatastíl. Ég er kannski aðeins meiri grenjuskjóða. Ætli fjölskylda mín sé bara ekki ofnæmisgjarnari og tárist þá sérstaklega yfir einhverju fallegu.“ Bjartey: „Já, þið eruð svolítið þannig í fjölskyldunni. Margir halda að við séum systur eða frænkur því það er margt líkt með okkur.“ Gígja: „Þetta er svolítið loðið. Maður vill vera einstaklingur og við viljum ekki vera eins en það er bara svo margt sem tengir okkur.“ Vísir/DaníelYlja verður að veruleika Árið 2008 stofnuðu þær hljómsveitina Ylju sem vakti fljótlega áhuga landsmanna. Í upphafi voru þær tvær og fengu síðan gítarleikarann Smára Tarf til liðs við sig. Hann hefur nú snúið sér að öðru og í dag eru hljómsveitarmeðlimirnir orðnir fimm. „Það voru sögusagnir á kreiki um að önnur okkar hafi átt í ástarsambandi við hann en það er langt frá því. Við erum bara mjög góðir vinir. Örn Eldjárn kom í staðinn fyrir hann á gítarinn og er frábær tónlistarmaður,“ segir Gígja. „Valgarð Hrafnsson er á bassa. Hann er yngstur í bandinu, nýorðinn 18 ára. Hann er svona polli og við erum systkinabörn. Hann er eiginlega betri gítarleikari en allt annað en okkur vantaði bassaleikara og vildum fá hann í bandið.“Bjartey: „Magga Magg kynntumst við í gegnum Smára Tarf þegar við vorum að spila lagið Get Lucky á RÚV. Við vorum alltaf svo hræddar við að fá trommara í bandið og hann er alltaf að færa sig upp á skaftið. Í byrjun var hann bara með djembe sem var mjög þægilegt en nú er hann kominn með fullt trommusett.“ Nafnið á bandinu er sérstakt og segjast stelpurnar hafa fundið fyrir pressu að finna nafn fyrir Airwaves-hátíðina.Gígja: „Við vorum ótrúlega lengi að finna eitthvað en eftir að hafa legið yfir orðabókum kom nafnið upp úr þurru. Ylja er svolítið væmið og við sáum smá eftir því seinna en að ylja fólki um hjartarætur með tónlistinni var kannski hugsunin á bak við það. Þetta er sjaldgæft nafn á Íslandi og ég held að þetta sé rússneskt strákanafn.“ Lærðu gítarleik á YouTube Báðar eru sjálflærðar á gítarinn en þær lærðu mest í gegnum YouTube og í gegnum gítarbækur sem voru í eigu móður Bjarteyjar. „Mér fannst rosalega erfitt að fara í þvergripin en ég fór heim eftir skóla á hverjum degi og æfði mig í þrjá klukkutíma í senn. Ég var bara föst við gítarinn. Þess vegna náði ég þessu frekar fljótt,“ segir Bjartey. En hvernig skilgreina þær tónlistarstefnu sína?Bjartey: „Við elskum raddanir og tónlist Simons and Garfunkels hefur veitt mér mikinn innblástur í gegnum tíðina.“ Gígja: „Já, við höfum einnig hlustað svolítið á Crosby, Stills & Nash. Ég hef alltaf verið mikil þjóðlagakona og það rólega og þægilega heillar mig. Það er erfitt að setja tónlistina okkar í einhvern ramma. Við gerum blandaða tónlist sem er eins konar þjóðlaga- og draumkennt popp. Svo viljum við ekki festa okkur í neinu ákveðnu heldur geta farið í hinar ýmsu áttir.“Vísir/DaníelNý plata í bígerð Draumurinn að lifa á tónlistinni blundar í þeim en stúlkurnar í Ylju taka lífinu með miklu jafnaðargeði. Bjartey vinnur á leikskóla á daginn og Gígja vinnur á Kexi Hosteli.Bjartey: „Það væri alveg draumurinn að vinna eingöngu að tónlistinni og við stefnum alveg að því.“Gígja: „Það kostar mikið að reka hljómsveit en það er margt fram undan sem við erum spennt fyrir. Einnig höfum við verið að fara út fyrir landsteinana. Í febrúar var það Seattle og í sumar förum við til Eistlands að spila á Folkfestival á Himmoa-eyju.“Bjartey: „Fyrstu helgina í júlí erum við að fara að spila á Rauðasandi sem er alveg toppurinn á sumrinu fyrir okkur. Annars erum við að semja nýtt efni fyrir komandi plötu. Fyrsta breiðskífan okkur, sem var samnefnd hljómsveitinni, var öll á íslensku en sú næsta verður eflaust meira blönduð þar sem við syngjum einnig á ensku. Það má þó kannski ekki segja of mikið,“ segir hún og gjóar augunum til Gígju. „Á fyrri plötunni sömdum við öll lögin sjálfar en núna eru strákarnir að taka mikinn þátt í hugmyndavinnunni og textaumgjörðinni.“Búa með umboðsmanninum Stelpurnar búa saman með Hlyni, kærasta Bjarteyjar, og umboðsmanninum, Ásgeiri Guðmundssyni. „Áður bjuggum við bara tvær saman, vorum saman í herbergi og ég var oft að vakna við Bjarteyju á nóttunni. Hún talar svo mikið upp úr svefni. Ég ætlaði að vera með bók og skrá niður það sem kom upp úr henni en svo er maður sjálfur svo svefndrukkinn að aldrei varð úr því. Einu sinni hrópaði hún; Tveir fyrir einn, tveir fyrir einn, eflaust verið nýkomin af djamminu,“ segir Gígja og þær hlæja. En getur ekki stundum verið erfitt að búa saman og vera saman í hljómsveit?Bjartey: „Nei, það gengur mjög vel og við rífumst aldrei. Að sjálfsögðu hefur maður stundum áhuga á að vera í friði inni í herberginu sínu og þá er alveg tekið tillit til þess. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við ætlum að njóta þessa lífs á meðan kostur er.“ Gígja: „Við munum ekki búa saman að eilífu en þetta hentar okkur mjög vel núna. Við erum ekki endilega öll heima á sama tíma svo við fáum öll okkur næði. Svo er bara gaman að búa svona ódýrt alveg í miðbænum. Umboðsmaðurinn okkar býr með okkur og það er mikill munur að vera komin með umboðsmann sem sinnir sínu starfi mjög vel. Nú er hann í London að vinna hjá One Little Indian og er að gera góða hluti fyrir okkur.“Vísir/DaníelSlógu í gegn í appelsínauglýsingu Gígja: „Við sömdum þetta lag eftir að hafa spilað á Rauðasandi í fyrsta sinn enda heitir lagið Á rauðum sandi. Þetta er svona ekta sumarfílingur og það var ótrúlega gaman að taka upp auglýsinguna.“ Bjartey: „Fyrst vorum við svolítið hræddar við þessa auglýsingu. Þeir vildu nota lagið okkar og svo vildu þeir að við lékjum í auglýsingunni og þá vorum við ekki alveg vissar því við vildum ekki vera þekktar sem andlit appelsíns. Það leit út fyrir að vera sól og blíða allan tímann í myndbandinu en í raun var skítkalt.“Gígja: „Nákvæmlega, en við erum svo góðar leikkonur, bara nóg af appelsíni og þá vorum við til í slaginn. Við vorum að frjósa en þetta var algjört ævintýri. Einnig fengum við frábært tónlistarmyndband út úr þessu sem fjölskylda og vinir tóku þátt í.“ Airwaves Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bjartey Sveinsdóttir og Guðný Gígja Skjaldardóttir kynntust í kór í Flensborgarskóla. Fljótlega uppgötvuðu þær sameiginlegan áhuga á tónlist og í dag búa þær saman, eru í hljómsveitinni Ylju og tengjast sterkum vináttuböndum. Lífið ræddi við þær um hljómsveitina, framtíðina og appelsínuauglýsinguna sem sló í gegn. „Við búum hérna fjögur saman svo hér er svona samansafn af ýmsu frá mörgum hornum en við eigum þó ekki bókasafnið hér á veggnum sem fylgdi íbúðinni,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir þegar blaðamaður tyllir sér í sófann. Risíbúðin er fyllt antíkhúsgögnum sem augljóslega eiga sína sögu og myndarlegt bókasafnið á veggnum vekur strax áhuga. Talið berst að kynnum stelpnanna í Ylju.Bjartey: „Við kynntumst í kór Flensborgarskólans fyrir svona átta árum.“Gígja: „Ha? Hvað þykistu eiginlega vera gömul?“ segir hún hlæjandi. Bjartey: „Nei hvað, er lengra síðan? Hvað er ég að segja, það var árið 2007 og við vorum í sömu röddinni, öðrum alt.“Gígja: „Ég er frá Patreksfirði. Þar var ekki mikið um tónlist svo ég var alltaf í körfubolta. Þegar ég var 16 ára flutti ég að heiman til Reykjavíkur og valdi að fara í Flensborg. Körfuboltinn átti hug minn allan og ég komst í unglingalandsliðið. Tónlistin togaði þó í mig svo að ég skráði mig í kórinn. Stuttu seinna átti ég stund á körfuboltaæfingu sem ég gleymi ekki. Ég horfði á þjálfarann sem stóð yfir okkur með lexíu en það eina sem komst að í huga mínum voru laglínur sem ég raulaði inni í mér. Þá áttaði ég mig á því að söngurinn var að taka völdin og ég hætti í körfubolta fljótlega eftir það. Það var stór ákvörðun á þeim tíma en ég sé ekki eftir því. Síðan langaði mig að taka þátt í söngvakeppninni en var svolítið feimin að gera það ein.“Vísir/DaníelBjartey: „Þá spurði hún mig og ég var til í að taka þátt í keppninni með henni. Við byrjuðum að æfa okkur saman og hittast í þeim tilgangi að æfa lög en urðum mjög góðar vinkonur í kjölfarið. Við enduðum í öðru sæti í keppninni en unnum áhorfendakosninguna með laginu Eyvindur Fjalla.“Gígja: „Það lag var einmitt á fyrstu plötunni okkar og við erum enn að syngja það lag. Í raun er það uppáhaldslagið mitt því það hefur svo mikla sögu. Fyrir utan nýja lagið okkar, Fall, sem kemur út innan skamms.“Bjartey: „Ég var ekki almennilega inni í íþróttum og sé alltaf eftir því að hafa ekki byrjað í fótbolta. Ég var bara svo rosalega feimin. Ég hef haft meiri áhuga á að dunda mér í föndri og skrifa texta í litlar bækur. Ég bjó til dæmis til ljós úr kaffipokum og svo hef ég smíðað rafmagnsgítar.“Eru ekki blóðtengdar Báðar eru með uppsett hár og það glittir í líkamsskreytingu á bak við eyru þeirra beggja. Eflaust hafa þær ekki gert sér grein fyrir því en þær klára setningar hvor annarrar og eru mjög svipaðar í fasi. Þó eru þær ólíkar rétt eins og raddirnar sem hljóma svo vel saman. En hver er sagan á bak við húðflúrin?Gígja: „Við ákváðum að fá okkur húðflúr á sama tíma þegar við vorum 17 ára gamlar.“Bjartey: „Það var svolítið skondið, það var bara vinur okkar úr kórnum sem gerði þau.“Gígja: „Já, ætli hann hafi ekki verið búinn að gera eitt húðflúr á ævinni þá. Margir spyrja hvort við höfum verið fullar en nei, okkur langaði bara í húðflúr og þetta varð útkoman,“ segir hún og glottir. „Ég er með G-lykil sem tengist að sjálfsögðu tónlistinni og Bjartey er með nótu. Ég held að fólk haldi að við séum alveg eins týpur en við erum mjög ólíkir persónuleikar. Við eigum þó mörg sömu áhugamál og höfum svipaðan húmor og fatastíl. Ég er kannski aðeins meiri grenjuskjóða. Ætli fjölskylda mín sé bara ekki ofnæmisgjarnari og tárist þá sérstaklega yfir einhverju fallegu.“ Bjartey: „Já, þið eruð svolítið þannig í fjölskyldunni. Margir halda að við séum systur eða frænkur því það er margt líkt með okkur.“ Gígja: „Þetta er svolítið loðið. Maður vill vera einstaklingur og við viljum ekki vera eins en það er bara svo margt sem tengir okkur.“ Vísir/DaníelYlja verður að veruleika Árið 2008 stofnuðu þær hljómsveitina Ylju sem vakti fljótlega áhuga landsmanna. Í upphafi voru þær tvær og fengu síðan gítarleikarann Smára Tarf til liðs við sig. Hann hefur nú snúið sér að öðru og í dag eru hljómsveitarmeðlimirnir orðnir fimm. „Það voru sögusagnir á kreiki um að önnur okkar hafi átt í ástarsambandi við hann en það er langt frá því. Við erum bara mjög góðir vinir. Örn Eldjárn kom í staðinn fyrir hann á gítarinn og er frábær tónlistarmaður,“ segir Gígja. „Valgarð Hrafnsson er á bassa. Hann er yngstur í bandinu, nýorðinn 18 ára. Hann er svona polli og við erum systkinabörn. Hann er eiginlega betri gítarleikari en allt annað en okkur vantaði bassaleikara og vildum fá hann í bandið.“Bjartey: „Magga Magg kynntumst við í gegnum Smára Tarf þegar við vorum að spila lagið Get Lucky á RÚV. Við vorum alltaf svo hræddar við að fá trommara í bandið og hann er alltaf að færa sig upp á skaftið. Í byrjun var hann bara með djembe sem var mjög þægilegt en nú er hann kominn með fullt trommusett.“ Nafnið á bandinu er sérstakt og segjast stelpurnar hafa fundið fyrir pressu að finna nafn fyrir Airwaves-hátíðina.Gígja: „Við vorum ótrúlega lengi að finna eitthvað en eftir að hafa legið yfir orðabókum kom nafnið upp úr þurru. Ylja er svolítið væmið og við sáum smá eftir því seinna en að ylja fólki um hjartarætur með tónlistinni var kannski hugsunin á bak við það. Þetta er sjaldgæft nafn á Íslandi og ég held að þetta sé rússneskt strákanafn.“ Lærðu gítarleik á YouTube Báðar eru sjálflærðar á gítarinn en þær lærðu mest í gegnum YouTube og í gegnum gítarbækur sem voru í eigu móður Bjarteyjar. „Mér fannst rosalega erfitt að fara í þvergripin en ég fór heim eftir skóla á hverjum degi og æfði mig í þrjá klukkutíma í senn. Ég var bara föst við gítarinn. Þess vegna náði ég þessu frekar fljótt,“ segir Bjartey. En hvernig skilgreina þær tónlistarstefnu sína?Bjartey: „Við elskum raddanir og tónlist Simons and Garfunkels hefur veitt mér mikinn innblástur í gegnum tíðina.“ Gígja: „Já, við höfum einnig hlustað svolítið á Crosby, Stills & Nash. Ég hef alltaf verið mikil þjóðlagakona og það rólega og þægilega heillar mig. Það er erfitt að setja tónlistina okkar í einhvern ramma. Við gerum blandaða tónlist sem er eins konar þjóðlaga- og draumkennt popp. Svo viljum við ekki festa okkur í neinu ákveðnu heldur geta farið í hinar ýmsu áttir.“Vísir/DaníelNý plata í bígerð Draumurinn að lifa á tónlistinni blundar í þeim en stúlkurnar í Ylju taka lífinu með miklu jafnaðargeði. Bjartey vinnur á leikskóla á daginn og Gígja vinnur á Kexi Hosteli.Bjartey: „Það væri alveg draumurinn að vinna eingöngu að tónlistinni og við stefnum alveg að því.“Gígja: „Það kostar mikið að reka hljómsveit en það er margt fram undan sem við erum spennt fyrir. Einnig höfum við verið að fara út fyrir landsteinana. Í febrúar var það Seattle og í sumar förum við til Eistlands að spila á Folkfestival á Himmoa-eyju.“Bjartey: „Fyrstu helgina í júlí erum við að fara að spila á Rauðasandi sem er alveg toppurinn á sumrinu fyrir okkur. Annars erum við að semja nýtt efni fyrir komandi plötu. Fyrsta breiðskífan okkur, sem var samnefnd hljómsveitinni, var öll á íslensku en sú næsta verður eflaust meira blönduð þar sem við syngjum einnig á ensku. Það má þó kannski ekki segja of mikið,“ segir hún og gjóar augunum til Gígju. „Á fyrri plötunni sömdum við öll lögin sjálfar en núna eru strákarnir að taka mikinn þátt í hugmyndavinnunni og textaumgjörðinni.“Búa með umboðsmanninum Stelpurnar búa saman með Hlyni, kærasta Bjarteyjar, og umboðsmanninum, Ásgeiri Guðmundssyni. „Áður bjuggum við bara tvær saman, vorum saman í herbergi og ég var oft að vakna við Bjarteyju á nóttunni. Hún talar svo mikið upp úr svefni. Ég ætlaði að vera með bók og skrá niður það sem kom upp úr henni en svo er maður sjálfur svo svefndrukkinn að aldrei varð úr því. Einu sinni hrópaði hún; Tveir fyrir einn, tveir fyrir einn, eflaust verið nýkomin af djamminu,“ segir Gígja og þær hlæja. En getur ekki stundum verið erfitt að búa saman og vera saman í hljómsveit?Bjartey: „Nei, það gengur mjög vel og við rífumst aldrei. Að sjálfsögðu hefur maður stundum áhuga á að vera í friði inni í herberginu sínu og þá er alveg tekið tillit til þess. Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við ætlum að njóta þessa lífs á meðan kostur er.“ Gígja: „Við munum ekki búa saman að eilífu en þetta hentar okkur mjög vel núna. Við erum ekki endilega öll heima á sama tíma svo við fáum öll okkur næði. Svo er bara gaman að búa svona ódýrt alveg í miðbænum. Umboðsmaðurinn okkar býr með okkur og það er mikill munur að vera komin með umboðsmann sem sinnir sínu starfi mjög vel. Nú er hann í London að vinna hjá One Little Indian og er að gera góða hluti fyrir okkur.“Vísir/DaníelSlógu í gegn í appelsínauglýsingu Gígja: „Við sömdum þetta lag eftir að hafa spilað á Rauðasandi í fyrsta sinn enda heitir lagið Á rauðum sandi. Þetta er svona ekta sumarfílingur og það var ótrúlega gaman að taka upp auglýsinguna.“ Bjartey: „Fyrst vorum við svolítið hræddar við þessa auglýsingu. Þeir vildu nota lagið okkar og svo vildu þeir að við lékjum í auglýsingunni og þá vorum við ekki alveg vissar því við vildum ekki vera þekktar sem andlit appelsíns. Það leit út fyrir að vera sól og blíða allan tímann í myndbandinu en í raun var skítkalt.“Gígja: „Nákvæmlega, en við erum svo góðar leikkonur, bara nóg af appelsíni og þá vorum við til í slaginn. Við vorum að frjósa en þetta var algjört ævintýri. Einnig fengum við frábært tónlistarmyndband út úr þessu sem fjölskylda og vinir tóku þátt í.“
Airwaves Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið