Fríverslun við Kína hefst í dag Össur Skarphéðinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Samningar um fríverslun við Kína voru í frosti þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn í apríl 2012. Í aðdragandanum gengu Kínverjar mörgum sinnum eftir hvað Íslendingar vildu fá út úr heimsókninni. Svar mitt sem utanríkisráðherra var alltaf það sama: Númer eitt, tvö og þrjú viljum við samning um fríverslun. Það gekk eftir. Íslendingar náðu að lokum fram öllum markmiðum sínum. Ég skrifaði svo undir samninginn fyrir Íslands hönd í Beijing í apríl 2013. Í dag tekur samningurinn gildi. Þetta er sögulegur áfangi. Ísland er eina ríki Evrópu með slíkan samning. Hann er kjarabót fyrir neytendur sem geta nú keypt kínverska gæðavöru án nokkurra tolla. Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu. Samningurinn er sérstakt tækifæri fyrir landbúnaðinn. Í Kína væri hægt að afsetja mikið magn af lambakjöti á ásættanlegum verðum. Íslenskir ostar eru samkeppnisfærir í Kína. Skyrið, sem fer sigurför hvarvetna sem því er drepið niður, mætti framleiða á sérleyfum í samstarfi við kínverskan mjólkuriðnað. Margvísleg önnur tækifæri opnast fyrir margvíslegar aðrar íslenskar vörur. Samningurinn hefur þegar haft afgerandi áhrif. Silicor ákvað að staðsetja 77 milljarða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga þar sem 400 Íslendingar fá vel launuð störf – einungis vegna tollfrelsis gagnvart Kína. Önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið og fjögur kanna þegar landið. Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu. Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Samningar um fríverslun við Kína voru í frosti þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn í apríl 2012. Í aðdragandanum gengu Kínverjar mörgum sinnum eftir hvað Íslendingar vildu fá út úr heimsókninni. Svar mitt sem utanríkisráðherra var alltaf það sama: Númer eitt, tvö og þrjú viljum við samning um fríverslun. Það gekk eftir. Íslendingar náðu að lokum fram öllum markmiðum sínum. Ég skrifaði svo undir samninginn fyrir Íslands hönd í Beijing í apríl 2013. Í dag tekur samningurinn gildi. Þetta er sögulegur áfangi. Ísland er eina ríki Evrópu með slíkan samning. Hann er kjarabót fyrir neytendur sem geta nú keypt kínverska gæðavöru án nokkurra tolla. Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu. Samningurinn er sérstakt tækifæri fyrir landbúnaðinn. Í Kína væri hægt að afsetja mikið magn af lambakjöti á ásættanlegum verðum. Íslenskir ostar eru samkeppnisfærir í Kína. Skyrið, sem fer sigurför hvarvetna sem því er drepið niður, mætti framleiða á sérleyfum í samstarfi við kínverskan mjólkuriðnað. Margvísleg önnur tækifæri opnast fyrir margvíslegar aðrar íslenskar vörur. Samningurinn hefur þegar haft afgerandi áhrif. Silicor ákvað að staðsetja 77 milljarða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga þar sem 400 Íslendingar fá vel launuð störf – einungis vegna tollfrelsis gagnvart Kína. Önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið og fjögur kanna þegar landið. Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu. Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun