Vond vinnubrögð Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ekki hefur starfsfólk Fiskistofu stokkið hæð sína af fögnuði þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að störf þess myndu flytjast frá Hafnarfirði til Akureyrar í einu vetfangi, enda bárust fréttir af því að starfsfólki hefði verið boðin áfallahjálp í framhaldinu. Hugmyndin með flutningi Fiskistofu er að færa störf út á landsbyggðina – jákvætt og mikilvægt markmið – en í ljósi frétta af því hvernig staðið er að flutningnum hljóta allir að velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin vinni hér meiri skaða en gagn. Um langt árabil var litið á það sem eins konar náttúrulögmál að opinberar stofnanir væru á höfuðborgarsvæðinu, helst í Reykjavík. Vissulega eru það úrelt sjónarmið, ekki síst nú á tímum þegar tækniþróun gerir fólki mögulegt að sinna margs konar vinnu hvar sem er í heiminum. Það er líka eðlileg krafa að opinber störf dreifist um landið allt. Flutningur opinberra starfa út á land hefur oft gengið vel, bæði með flutningi stofnana en líka þegar svokölluð „störf án staðsetningar“ eru auglýst, en þá velur starfsfólk sjálft hvar á landinu það kýs að sinna vinnu sinni. Í ljósi þessarar góðu reynslu má spyrja hvort ekki hefði verið hægt að bera sig öðruvísi að í tilfelli Fiskistofu. Í stað þess að tilkynna starfsfólki að stofnunin yrði flutt á einu bretti hefði mátt starfrækja áfram starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði þar sem þeir starfsmenn sem svo kjósa gætu unnið áfram samhliða því að starfsstöð Fiskistofu á Akureyri yrði efld stig af stigi með það í huga að höfuðstöðvarnar yrðu þar til framtíðar. Vinnubrögðin eru svo kapítuli út af fyrir sig en í þessu tilfelli ætti að vinna með starfsfólki en ekki tilkynna ákvarðanir ráðherra einhliða. Alþingi þarf líka að hafa aðkomu að málinu, til að mynda virðist vanta lagastoð fyrir flutningnum og að sjálfsögðu þarf að liggja fyrir kostnaðarmat. Þá þyrfti Alþingi að marka heildstæða stefnu um flutning opinberra starfa þannig að starfsfólk hinna ýmsu stofnana þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að störf þess verði flutt til fyrirvaralaust. Góð vinnubrögð frá upphafi myndu skila betri árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ekki hefur starfsfólk Fiskistofu stokkið hæð sína af fögnuði þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að störf þess myndu flytjast frá Hafnarfirði til Akureyrar í einu vetfangi, enda bárust fréttir af því að starfsfólki hefði verið boðin áfallahjálp í framhaldinu. Hugmyndin með flutningi Fiskistofu er að færa störf út á landsbyggðina – jákvætt og mikilvægt markmið – en í ljósi frétta af því hvernig staðið er að flutningnum hljóta allir að velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin vinni hér meiri skaða en gagn. Um langt árabil var litið á það sem eins konar náttúrulögmál að opinberar stofnanir væru á höfuðborgarsvæðinu, helst í Reykjavík. Vissulega eru það úrelt sjónarmið, ekki síst nú á tímum þegar tækniþróun gerir fólki mögulegt að sinna margs konar vinnu hvar sem er í heiminum. Það er líka eðlileg krafa að opinber störf dreifist um landið allt. Flutningur opinberra starfa út á land hefur oft gengið vel, bæði með flutningi stofnana en líka þegar svokölluð „störf án staðsetningar“ eru auglýst, en þá velur starfsfólk sjálft hvar á landinu það kýs að sinna vinnu sinni. Í ljósi þessarar góðu reynslu má spyrja hvort ekki hefði verið hægt að bera sig öðruvísi að í tilfelli Fiskistofu. Í stað þess að tilkynna starfsfólki að stofnunin yrði flutt á einu bretti hefði mátt starfrækja áfram starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði þar sem þeir starfsmenn sem svo kjósa gætu unnið áfram samhliða því að starfsstöð Fiskistofu á Akureyri yrði efld stig af stigi með það í huga að höfuðstöðvarnar yrðu þar til framtíðar. Vinnubrögðin eru svo kapítuli út af fyrir sig en í þessu tilfelli ætti að vinna með starfsfólki en ekki tilkynna ákvarðanir ráðherra einhliða. Alþingi þarf líka að hafa aðkomu að málinu, til að mynda virðist vanta lagastoð fyrir flutningnum og að sjálfsögðu þarf að liggja fyrir kostnaðarmat. Þá þyrfti Alþingi að marka heildstæða stefnu um flutning opinberra starfa þannig að starfsfólk hinna ýmsu stofnana þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að störf þess verði flutt til fyrirvaralaust. Góð vinnubrögð frá upphafi myndu skila betri árangri.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun