Með þumalinn á lofti Sara McMahon skrifar 22. júlí 2014 00:00 Ég skráði mig inn á Facebook árið 2007. Áður hafði ég verið meðlimur á MySpace um stutta hríð. Þegar þetta var þótti mér samfélagsmiðillinn kjörin leið til að halda sambandi við vini og vandamenn um allan heim á einfaldan og auðveldan máta, og þykir enn. Á þeim sjö árum sem ég hef verið hluti af Facebook hefur tækninni fleytt fram; snjallsímar komu fram á sjónarsviðið, símamyndavélarnar hafa náð nýjum hæðum og gæðum og Instagram, Vine og Twitter fæddust. Öll þessi þróun og viðbætur hafa sett svip sinn á Facebook sem iðar nú af lífi sem aldrei fyrr: matarmyndir, sjálfsmyndir, hversdagsmyndir, kaffimyndir, matarboðsmyndir, myndbrot o.fl. fylla fréttaveituna mína daglega. En mennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og Facebook-notkun þeirra sömuleiðis. Sumir eru pólitískir á Facebook, aðrir eru gæddir þeim öfundsverðu eiginleikum að geta skrifað ótrúlega hnyttnar færslur og einhverjir teljast gott sem óvirkir. Ég og vinkona mín ræddum þessa hópa á kaffihúsi fyrir skemmstu og veltum því fyrir okkur í hvaða flokk við mundum falla. Við komumst að þeirri niðurstöðu að báðar erum við líklega nokkuð óvirkar; þ.e.a.s. uppfærslur frá okkur eru heldur sjaldséðir hrafnar. Þrátt fyrir fátíðar stöðu-uppfærslur vil ég þó ekki meina að ég sé „óvirk“ á Facebook – við nánari hugsun er ég nefnilega mjög gjafmild á „like“-hnappinn, hef unun af því að spjalla um daginn og veginn í einkaskilaboðum og er meðlimur í óteljandi hópum (misvirkum hópum). En fyrir mér er tilhugsunin um tíðar stöðu-uppfærslur eða myndbirtingar á eigin síðu jafn ógnvænleg og að halda ræðu frammi fyrir fullum sal af fólki eða syngja í karókí; Ég er hrædd um að gera sjálfa mig að fífli, en hef (oftast) gaman af því að hlýða á annarra manna ræður og söng og læt svo ánægju mína í ljós með lófaklappi eða með því að vísa rafrænum þumli í átt til himins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Ég skráði mig inn á Facebook árið 2007. Áður hafði ég verið meðlimur á MySpace um stutta hríð. Þegar þetta var þótti mér samfélagsmiðillinn kjörin leið til að halda sambandi við vini og vandamenn um allan heim á einfaldan og auðveldan máta, og þykir enn. Á þeim sjö árum sem ég hef verið hluti af Facebook hefur tækninni fleytt fram; snjallsímar komu fram á sjónarsviðið, símamyndavélarnar hafa náð nýjum hæðum og gæðum og Instagram, Vine og Twitter fæddust. Öll þessi þróun og viðbætur hafa sett svip sinn á Facebook sem iðar nú af lífi sem aldrei fyrr: matarmyndir, sjálfsmyndir, hversdagsmyndir, kaffimyndir, matarboðsmyndir, myndbrot o.fl. fylla fréttaveituna mína daglega. En mennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir og Facebook-notkun þeirra sömuleiðis. Sumir eru pólitískir á Facebook, aðrir eru gæddir þeim öfundsverðu eiginleikum að geta skrifað ótrúlega hnyttnar færslur og einhverjir teljast gott sem óvirkir. Ég og vinkona mín ræddum þessa hópa á kaffihúsi fyrir skemmstu og veltum því fyrir okkur í hvaða flokk við mundum falla. Við komumst að þeirri niðurstöðu að báðar erum við líklega nokkuð óvirkar; þ.e.a.s. uppfærslur frá okkur eru heldur sjaldséðir hrafnar. Þrátt fyrir fátíðar stöðu-uppfærslur vil ég þó ekki meina að ég sé „óvirk“ á Facebook – við nánari hugsun er ég nefnilega mjög gjafmild á „like“-hnappinn, hef unun af því að spjalla um daginn og veginn í einkaskilaboðum og er meðlimur í óteljandi hópum (misvirkum hópum). En fyrir mér er tilhugsunin um tíðar stöðu-uppfærslur eða myndbirtingar á eigin síðu jafn ógnvænleg og að halda ræðu frammi fyrir fullum sal af fólki eða syngja í karókí; Ég er hrædd um að gera sjálfa mig að fífli, en hef (oftast) gaman af því að hlýða á annarra manna ræður og söng og læt svo ánægju mína í ljós með lófaklappi eða með því að vísa rafrænum þumli í átt til himins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun