Bútateppið Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2014 07:00 Hver einstaklingur er einstakur og fólkið sem vill búa á Íslandi kemur alls staðar að úr heiminum. Einstaklingar með ólíkan litarhátt, menningu, trúarbrögð og hugmyndir. En þetta fólk á það sameiginlegt að vera manneskjur sem vilja búa á Íslandi og eignast gott líf. Nýtt tækifæri.Góðir starfskraftar Þegar Íslendingar rekja ættir sínar með aðstoð Íslendingabókar þá kemur í ljós að við erum meira og minna skyld í a.m.k. 8. ættlið. Síðan gerist það fyrir nokkrum áratugum að hópar fólks fara að koma hingað til lands. Víetnamar, Filippseyingar og nú síðustu ár hefur fjöldi Pólverja flutt hingað, svo eitthvað sé nefnt. Ég get fullyrt að „nýju Íslendingarnir“ hafa staðið sig feikilega vel í að aðlagast og leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Fólkið er almennt vinsælir starfskraftar og margir hverjir hafa stofnað eigin fyrirtæki hér á landi.Kærleikurinn Kærleikurinn er inntak allra trúarbragða. Afbökun trúarbragða hefur hins vegar átt sér stað öldum saman og misnotkun þeirra. Kristin trú og kristnir trúarleiðtogar eru þar síður en svo undanskildir. Almennt eru Íslendingar umburðarlyndir og vilja vel. Því miður eru alltaf einhverjir sem ala á ótta, hatri og nærast á neikvæðri umræðu. Uppbyggileg og málefnaleg umræða er það sem við þurfum, hvort sem það er um innflytjendamál, trúarbrögð eða annað. Mótun samfélagsins og sú stefna sem við viljum taka í þeim efnum er okkur öllum mikilvæg.Litríkara og skemmtilegra Nágrannaþjóðir okkar hafa mun lengri reynslu en við af málefnum innflytjenda. Þessar þjóðir hafa þegar mótað sér stefnu eða eru í þeirri vinnu. Eitthvað hefur betur mátt fara en einnig er margt sem vel hefur verið gert. Það er kominn tími til að við skoðum vandlega hvað nágrannar okkar hafa verið að gera og nýtum okkur þeirra reynslu til frekari uppbyggingar samfélags okkar. Fjölbreytni er af hinu góða. Hún eykur hagvöxt og gerir samfélagið litríkara og fallegra, eins og stórkostlegt bútateppi sem prýði er að. Ég ætla að beita mér fyrir því á næsta þingi að hafist verði handa við þetta aðkallandi og mikilvæga verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hver einstaklingur er einstakur og fólkið sem vill búa á Íslandi kemur alls staðar að úr heiminum. Einstaklingar með ólíkan litarhátt, menningu, trúarbrögð og hugmyndir. En þetta fólk á það sameiginlegt að vera manneskjur sem vilja búa á Íslandi og eignast gott líf. Nýtt tækifæri.Góðir starfskraftar Þegar Íslendingar rekja ættir sínar með aðstoð Íslendingabókar þá kemur í ljós að við erum meira og minna skyld í a.m.k. 8. ættlið. Síðan gerist það fyrir nokkrum áratugum að hópar fólks fara að koma hingað til lands. Víetnamar, Filippseyingar og nú síðustu ár hefur fjöldi Pólverja flutt hingað, svo eitthvað sé nefnt. Ég get fullyrt að „nýju Íslendingarnir“ hafa staðið sig feikilega vel í að aðlagast og leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Fólkið er almennt vinsælir starfskraftar og margir hverjir hafa stofnað eigin fyrirtæki hér á landi.Kærleikurinn Kærleikurinn er inntak allra trúarbragða. Afbökun trúarbragða hefur hins vegar átt sér stað öldum saman og misnotkun þeirra. Kristin trú og kristnir trúarleiðtogar eru þar síður en svo undanskildir. Almennt eru Íslendingar umburðarlyndir og vilja vel. Því miður eru alltaf einhverjir sem ala á ótta, hatri og nærast á neikvæðri umræðu. Uppbyggileg og málefnaleg umræða er það sem við þurfum, hvort sem það er um innflytjendamál, trúarbrögð eða annað. Mótun samfélagsins og sú stefna sem við viljum taka í þeim efnum er okkur öllum mikilvæg.Litríkara og skemmtilegra Nágrannaþjóðir okkar hafa mun lengri reynslu en við af málefnum innflytjenda. Þessar þjóðir hafa þegar mótað sér stefnu eða eru í þeirri vinnu. Eitthvað hefur betur mátt fara en einnig er margt sem vel hefur verið gert. Það er kominn tími til að við skoðum vandlega hvað nágrannar okkar hafa verið að gera og nýtum okkur þeirra reynslu til frekari uppbyggingar samfélags okkar. Fjölbreytni er af hinu góða. Hún eykur hagvöxt og gerir samfélagið litríkara og fallegra, eins og stórkostlegt bútateppi sem prýði er að. Ég ætla að beita mér fyrir því á næsta þingi að hafist verði handa við þetta aðkallandi og mikilvæga verkefni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun