Flókin pólitísk staða Þorsteinn Pálsson skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld. En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma. Innanríkisráðherra ákvað að víkja að hálfum hluta vegna þessa atburðar. Það tengist ekki reglum stjórnsýslulaga um vanhæfi til þess að fara með einstakt mál. Sá möguleiki er að baki. Þetta er fyrst og fremst mat ráðherrans sjálfs á pólitískri stöðu. Afsögn ráðherra við slíkar aðstæður þarf ekki að merkja viðurkenningu á því að hafa brugðist með einhverjum hætti. Erlendis má finna mörg dæmi um að ráðherrar víki til þess eins að létta pólitísku oki af samstarfsmönnum. Í þessum tilgangi er afsögn að hálfum hluta aftur á móti nýmæli og raunar áhugavert fordæmi. Eftir fundi í þingflokkum ríkisstjórnarinnar í vikunni er ljóst að þeim finnst að með þessu frumkvæði ráðherrans hafi verið létt það mikið á þunga málsins að þeir geti axlað hann sameiginlega. Að svo vöxnu máli sýnist ráðherrann því ætla að standa þessar hremmingar af sér.Misráðið að fjölga ráðherrum Ákvörðun innanríkisráðherra um að víkja að hálfu hefur síðan vakið hugmynd um að kljúfa ráðuneytið varanlega og stofna aftur dómsmálaráðuneyti. Fyrir margar sakir væru það óskynsamleg viðbrögð. Í fyrsta lagi er það vont fordæmi að láta tímabundna erfiðleika ráðherra ráða skipulagi stjórnarráðsins. Hvað á að gera næst þegar ráðherra lendir í hremmingum? Í öðru lagi eru dómsmálin of lítil eining til að kalla á óskipta pólitíska forystu þótt þau séu þungamiðja í stjórnkerfinu. Fyrir því er löng reynsla. Í þriðja lagi er nóg komið af hringli með skipan stjórnarráðsins. Og í fjórða lagi eru það afspyrnu vond skilaboð á þrengingartímum að fjölga ráðherrum. Á að leysa stjórnunarvanda í ríkisstofnunum með því að fjölga forstjórum? Píratar hyggjast bera fram vantraust á innanríkisráðherra. En stærri flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa lítið látið uppi um áform sín. Ef að líkum lætur má þó reikna með að þeir vilji nýta sér alla möguleika þingskapa um fyrirspurnir, sérstakar umræður og skoðun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til þess að draga fram helstu hliðar málsins bæði lögfræðilegar og pólitískar. Vantraust er mesta þungavopn Alþingis. Verði vantraust Pírata borið undir atkvæði strax í byrjun þings og fellt þrengir það möguleika hinna stjórnarandstöðuflokkanna til að fara af stað með léttari vopn. Fari svo sem horfir hjálpar það ríkisstjórninni að stjórnarandstaðan byrjar á fallbyssuskotinu.Hver er sá seki? Ákæran hefur ekki breytt því bjargfasta áliti innanríkisráðherra að aðstoðarmaður hans sé saklaus af rökstuddum grun lögreglu og mati ákæruvaldsins um sekt. Ætla verður að ráðherrann hafi eitthvað fyrir sér í því. En hin hliðin á þessari staðfestu er sú að ráðherrann hlýtur að vera fullviss um að einhver annar starfsmaður ráðuneytisins hafi brotið af sér. Sú skylda hvílir þar af leiðandi á honum og alveg sérstaklega væntanlegum meðráðherra að vinna áfram að því að upplýsa málið á þeirri forsendu. Í því sambandi er ef til vill ástæða til að hafa í huga að í dómi Hæstaréttar, sem viðurkenndi rétt vefritsins mbl.is til að neita að svara til um heimildarmann, er sérstaklega tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort réttlætanlegt hafi verið af vefritinu að birta persónuupplýsingarnar. Það gæti verið liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma fram ábyrgð gagnvart réttum aðilum að láta á þá spurningu reyna fyrir dómstólum. Til að aflétta skyldu fjölmiðla til heimildarmannaleyndar þarf tvö skilyrði. Annað var uppfyllt að áliti Hæstaréttar. Hitt lýtur að mati á því hvort ríkir almannahagsmunir kalli á frávik frá meginreglunni. Ekki þótti sýnt fram á það. Af orðalagi dómsins verður þó ekki ráðið hvort beinlínis hafi reynt á þá málsástæðu að það kunni að vera ríkari almannahagsmunir að verja samband ráðherra og Alþingis en samband fjölmiðils og undirmanns ráðherra. Er hugsanlegt að traust ráðherra með lýðræðislegt umboð sé mikilvægara en trúnaður fjölmiðils og embættismanns? Færa má rök með og á móti. En ekki væri unnt að gagnrýna ef látið yrði á þessa spurningu reyna. Víst er að það væri gott fyrir ráðherra sem er sannfærður um að það myndi hreinsa aðstoðarmanninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld. En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma. Innanríkisráðherra ákvað að víkja að hálfum hluta vegna þessa atburðar. Það tengist ekki reglum stjórnsýslulaga um vanhæfi til þess að fara með einstakt mál. Sá möguleiki er að baki. Þetta er fyrst og fremst mat ráðherrans sjálfs á pólitískri stöðu. Afsögn ráðherra við slíkar aðstæður þarf ekki að merkja viðurkenningu á því að hafa brugðist með einhverjum hætti. Erlendis má finna mörg dæmi um að ráðherrar víki til þess eins að létta pólitísku oki af samstarfsmönnum. Í þessum tilgangi er afsögn að hálfum hluta aftur á móti nýmæli og raunar áhugavert fordæmi. Eftir fundi í þingflokkum ríkisstjórnarinnar í vikunni er ljóst að þeim finnst að með þessu frumkvæði ráðherrans hafi verið létt það mikið á þunga málsins að þeir geti axlað hann sameiginlega. Að svo vöxnu máli sýnist ráðherrann því ætla að standa þessar hremmingar af sér.Misráðið að fjölga ráðherrum Ákvörðun innanríkisráðherra um að víkja að hálfu hefur síðan vakið hugmynd um að kljúfa ráðuneytið varanlega og stofna aftur dómsmálaráðuneyti. Fyrir margar sakir væru það óskynsamleg viðbrögð. Í fyrsta lagi er það vont fordæmi að láta tímabundna erfiðleika ráðherra ráða skipulagi stjórnarráðsins. Hvað á að gera næst þegar ráðherra lendir í hremmingum? Í öðru lagi eru dómsmálin of lítil eining til að kalla á óskipta pólitíska forystu þótt þau séu þungamiðja í stjórnkerfinu. Fyrir því er löng reynsla. Í þriðja lagi er nóg komið af hringli með skipan stjórnarráðsins. Og í fjórða lagi eru það afspyrnu vond skilaboð á þrengingartímum að fjölga ráðherrum. Á að leysa stjórnunarvanda í ríkisstofnunum með því að fjölga forstjórum? Píratar hyggjast bera fram vantraust á innanríkisráðherra. En stærri flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa lítið látið uppi um áform sín. Ef að líkum lætur má þó reikna með að þeir vilji nýta sér alla möguleika þingskapa um fyrirspurnir, sérstakar umræður og skoðun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til þess að draga fram helstu hliðar málsins bæði lögfræðilegar og pólitískar. Vantraust er mesta þungavopn Alþingis. Verði vantraust Pírata borið undir atkvæði strax í byrjun þings og fellt þrengir það möguleika hinna stjórnarandstöðuflokkanna til að fara af stað með léttari vopn. Fari svo sem horfir hjálpar það ríkisstjórninni að stjórnarandstaðan byrjar á fallbyssuskotinu.Hver er sá seki? Ákæran hefur ekki breytt því bjargfasta áliti innanríkisráðherra að aðstoðarmaður hans sé saklaus af rökstuddum grun lögreglu og mati ákæruvaldsins um sekt. Ætla verður að ráðherrann hafi eitthvað fyrir sér í því. En hin hliðin á þessari staðfestu er sú að ráðherrann hlýtur að vera fullviss um að einhver annar starfsmaður ráðuneytisins hafi brotið af sér. Sú skylda hvílir þar af leiðandi á honum og alveg sérstaklega væntanlegum meðráðherra að vinna áfram að því að upplýsa málið á þeirri forsendu. Í því sambandi er ef til vill ástæða til að hafa í huga að í dómi Hæstaréttar, sem viðurkenndi rétt vefritsins mbl.is til að neita að svara til um heimildarmann, er sérstaklega tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort réttlætanlegt hafi verið af vefritinu að birta persónuupplýsingarnar. Það gæti verið liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma fram ábyrgð gagnvart réttum aðilum að láta á þá spurningu reyna fyrir dómstólum. Til að aflétta skyldu fjölmiðla til heimildarmannaleyndar þarf tvö skilyrði. Annað var uppfyllt að áliti Hæstaréttar. Hitt lýtur að mati á því hvort ríkir almannahagsmunir kalli á frávik frá meginreglunni. Ekki þótti sýnt fram á það. Af orðalagi dómsins verður þó ekki ráðið hvort beinlínis hafi reynt á þá málsástæðu að það kunni að vera ríkari almannahagsmunir að verja samband ráðherra og Alþingis en samband fjölmiðils og undirmanns ráðherra. Er hugsanlegt að traust ráðherra með lýðræðislegt umboð sé mikilvægara en trúnaður fjölmiðils og embættismanns? Færa má rök með og á móti. En ekki væri unnt að gagnrýna ef látið yrði á þessa spurningu reyna. Víst er að það væri gott fyrir ráðherra sem er sannfærður um að það myndi hreinsa aðstoðarmanninn.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun