Að þekkja eigin vitjunartíma Sigurjón M. Egilsson skrifar 27. ágúst 2014 06:00 Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er vond. Hún fór of geyst meðan hún, ráðuneyti hennar og hennar nánasta samstarfsfólk sætti opinberri rannsókn. Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert. Eftir á að hyggja hefði Hanna Birna betur sagt af sér sem ráðherra og hið minnsta frá málinu sjálfu. Hanna Birna hefði, ekki síst sjálfrar sín vegna, betur vikið úr embætti þegar opinber rannsókn á Lekamálinu hófst. Hefði hún gert það þá væri staða hennar allt, allt önnur. Þá hefði Hanna Birna hvorki haft vald né vettvang til að kalla eftir lögreglustjóra eða hafa önnur afskipti af rannsókninni. Þess í stað hefði hún, sem óbreyttur þingmaður, beðið róleg þar til málinu lyki og tæki þá ákvörðun um hvort hún vildi setjast aftur í stól ráðherra eða halda áfram sem þingmaður. Hennar væri þá valið. Hún valdi sýnilega rangt, og vandi hennar er nánast óyfirstíganlegur. Svo mikill er vandinn sem hún hefur ratað í að óvenju mikil óvissa er um framhald pólitísks ferils Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Þekktasta afsögn ráðherra á Íslandi er eflaust afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar, núverandi sendiherra í Washington. Hann hafði óskað þess að Ríkisendurskoðun legði mat á embættisverk sín, en þá var mikið um þau rætt og hart deilt á Guðmund Árna. Þegar hann kynnti afsögnina sagðist hann hafa tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og segði af sér embætti án sakarefna. Tökum eftir, hann sagði af sér, að eigin mati án sakarefna, það er án þess að hafa brotið af sér. Þetta gerði hann þar sem hann komst lítt eða ekkert áfram í verkum sínum þar sem öll athygli á hann og hans störf var á fyrri embættisverk. Annað sagði Guðmundur Árni, hann sagðist hafa með afsögninni brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. En gerði hann það? Hefur hann orðið mörgum til eftirbreytni. Hafa aðrir íslenskir stjórnmálamenn lært af máli Guðmundar Árna? Svarið er ógnarstutt: Nei. Síðan eru örfá dæmi um afsagnir. Halldór Ásgrímsson steig úr stól forsætisráðherra 2006, einkum vegna kosningaósigurs Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum og svo Björgvin G. Sigurðsson þegar hann sagði af sér sem viðskiptaráðherra eftir efnahagshrunið 2008. Á Íslandi hefur ekki tíðkast að stjórnmálamenn segi af sér þó þeir eigi í að vök að verjast. Auðvitað er hægt að taka undir þau sjónarmið að almenn kæra eigi ekki að duga til afsagnar. En þegar málin fara lengra, eins og í tilviki Hönnu Birnu, hlýtur annað að vera uppi. Skiljanlegust eru sjónarmið Guðmundar Árna Stefánssonar: „…að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og segði af sér embætti án sakarefna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun
Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er vond. Hún fór of geyst meðan hún, ráðuneyti hennar og hennar nánasta samstarfsfólk sætti opinberri rannsókn. Ráðherra á ekki að hafa afskipti af lögreglunni með þeim hætti sem allt bendir til að hún hafi gert. Eftir á að hyggja hefði Hanna Birna betur sagt af sér sem ráðherra og hið minnsta frá málinu sjálfu. Hanna Birna hefði, ekki síst sjálfrar sín vegna, betur vikið úr embætti þegar opinber rannsókn á Lekamálinu hófst. Hefði hún gert það þá væri staða hennar allt, allt önnur. Þá hefði Hanna Birna hvorki haft vald né vettvang til að kalla eftir lögreglustjóra eða hafa önnur afskipti af rannsókninni. Þess í stað hefði hún, sem óbreyttur þingmaður, beðið róleg þar til málinu lyki og tæki þá ákvörðun um hvort hún vildi setjast aftur í stól ráðherra eða halda áfram sem þingmaður. Hennar væri þá valið. Hún valdi sýnilega rangt, og vandi hennar er nánast óyfirstíganlegur. Svo mikill er vandinn sem hún hefur ratað í að óvenju mikil óvissa er um framhald pólitísks ferils Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ráðherra, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Þekktasta afsögn ráðherra á Íslandi er eflaust afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar, núverandi sendiherra í Washington. Hann hafði óskað þess að Ríkisendurskoðun legði mat á embættisverk sín, en þá var mikið um þau rætt og hart deilt á Guðmund Árna. Þegar hann kynnti afsögnina sagðist hann hafa tekið ákvörðun um að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og segði af sér embætti án sakarefna. Tökum eftir, hann sagði af sér, að eigin mati án sakarefna, það er án þess að hafa brotið af sér. Þetta gerði hann þar sem hann komst lítt eða ekkert áfram í verkum sínum þar sem öll athygli á hann og hans störf var á fyrri embættisverk. Annað sagði Guðmundur Árni, hann sagðist hafa með afsögninni brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. En gerði hann það? Hefur hann orðið mörgum til eftirbreytni. Hafa aðrir íslenskir stjórnmálamenn lært af máli Guðmundar Árna? Svarið er ógnarstutt: Nei. Síðan eru örfá dæmi um afsagnir. Halldór Ásgrímsson steig úr stól forsætisráðherra 2006, einkum vegna kosningaósigurs Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum og svo Björgvin G. Sigurðsson þegar hann sagði af sér sem viðskiptaráðherra eftir efnahagshrunið 2008. Á Íslandi hefur ekki tíðkast að stjórnmálamenn segi af sér þó þeir eigi í að vök að verjast. Auðvitað er hægt að taka undir þau sjónarmið að almenn kæra eigi ekki að duga til afsagnar. En þegar málin fara lengra, eins og í tilviki Hönnu Birnu, hlýtur annað að vera uppi. Skiljanlegust eru sjónarmið Guðmundar Árna Stefánssonar: „…að láta minni hagsmuni víkja fyrir meiri og segði af sér embætti án sakarefna“.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun