Bandaríski bjáninn Birta Björnsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Íslenski fáninn, bandaríski bjáninn, er sönglandi frasi sem oftar en ekki var gripið til þegar ég var á leikskólaaldri, og þá ekki síst á tyllidögum þegar þjóðfáni landsins var hafður uppi. Ég hef sannanir fyrir því að nú, þrjátíu árum síðar, kyrja leikskólabörn þessa lands enn þessa möntru um þjóðfánann og bjánann frá Bandaríkjunum og ólíklegt er að frasann hafi þau lært frá foreldrum sínum. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvaðan þessi lífseiga setning er komin, og þá jafnframt leiða hugann að því hvort um er að ræða níðvísu um bandaríska fánann, eða hvort þarna er átt við Bandaríkjamann sem þykir algjör bjáni? Það má jafnvel velta fyrir sér að upprunann megi rekja allt aftur til hernámsins, þegar fjöldi siðprúðra karlmanna fór á límingunum yfir komu bandarískra hermanna hingað til lands. Svo annt var þeim um siðgæði fósturlandsins freyju að fárið í kringum kynni einhverra íslenskra kvenna við breska og síðar bandaríska hermenn fékk hið gildishlaðna heiti Ástandið! Einnigmá velta upp þeirri tilgátu að sönginn um bandaríska bjánann megi rekja til Samtaka herstöðvarandstæðinga, sem árum saman þrömmuðu til Keflavíkur og mótmæltu eftir öðrum leiðum veru bandarísks herliðs hér á landi og höfðu loks erindi sem erfiði árið 2006. Þáer einn möguleiki að forheimskandi áhrif ljósvakamiðla Kanans hafi á sínum tíma verið varðhundum íslenskrar tungu hugleikin þegar frasinn var smíðaður, hver veit? Samahvaðan frasinn kemur upphaflega má sannarlega sjá fyrir sér að hann geti nýst fleirum en leikskólabörnum í dagsins amstri. Væri „íslenski fáninn, bandaríski bjáninn“ ekki tilvalið slagorð fyrir þau sem nú leggja nótt við nýtan dag við að forða okkur landsmönnum frá sterabættu kjöti frá Bandaríkjunum sem breytt getur hegðun heilla þjóða. Hér er komið á silfurfati slagorð fyrir ykkur í baráttunni gegn opnun bandarísku verslanakeðjunnar Costco hér á landi. Notið að vild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun
Íslenski fáninn, bandaríski bjáninn, er sönglandi frasi sem oftar en ekki var gripið til þegar ég var á leikskólaaldri, og þá ekki síst á tyllidögum þegar þjóðfáni landsins var hafður uppi. Ég hef sannanir fyrir því að nú, þrjátíu árum síðar, kyrja leikskólabörn þessa lands enn þessa möntru um þjóðfánann og bjánann frá Bandaríkjunum og ólíklegt er að frasann hafi þau lært frá foreldrum sínum. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvaðan þessi lífseiga setning er komin, og þá jafnframt leiða hugann að því hvort um er að ræða níðvísu um bandaríska fánann, eða hvort þarna er átt við Bandaríkjamann sem þykir algjör bjáni? Það má jafnvel velta fyrir sér að upprunann megi rekja allt aftur til hernámsins, þegar fjöldi siðprúðra karlmanna fór á límingunum yfir komu bandarískra hermanna hingað til lands. Svo annt var þeim um siðgæði fósturlandsins freyju að fárið í kringum kynni einhverra íslenskra kvenna við breska og síðar bandaríska hermenn fékk hið gildishlaðna heiti Ástandið! Einnigmá velta upp þeirri tilgátu að sönginn um bandaríska bjánann megi rekja til Samtaka herstöðvarandstæðinga, sem árum saman þrömmuðu til Keflavíkur og mótmæltu eftir öðrum leiðum veru bandarísks herliðs hér á landi og höfðu loks erindi sem erfiði árið 2006. Þáer einn möguleiki að forheimskandi áhrif ljósvakamiðla Kanans hafi á sínum tíma verið varðhundum íslenskrar tungu hugleikin þegar frasinn var smíðaður, hver veit? Samahvaðan frasinn kemur upphaflega má sannarlega sjá fyrir sér að hann geti nýst fleirum en leikskólabörnum í dagsins amstri. Væri „íslenski fáninn, bandaríski bjáninn“ ekki tilvalið slagorð fyrir þau sem nú leggja nótt við nýtan dag við að forða okkur landsmönnum frá sterabættu kjöti frá Bandaríkjunum sem breytt getur hegðun heilla þjóða. Hér er komið á silfurfati slagorð fyrir ykkur í baráttunni gegn opnun bandarísku verslanakeðjunnar Costco hér á landi. Notið að vild.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun