Síðasta lag fyrir fréttir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. september 2014 07:00 Hlustendur Rásar eitt eru svo miklir intróvertar að þeir koma ekki einu sinni fram í hlustendakönnunum. Þar með er ekki sagt að þeir séu ekki til: öðru nær. Gott ef þetta er ekki fólkið sem hlustar á útvarp – hlustar en lætur það ekki vera þarna eins og hvern annan skarkala og nið í bakgrunni. Þetta er ekki endilega gamalt fólk og ekki einu sinni endilega gamaldags; en það hefur sterkar skoðanir á því hvernig Rás eitt skuli vera, en þó einkum og sérílagi: hvernig hún skuli ekki vera.Samhengið í menningarsögunni Þetta fólk býr í okkur flestum, en er þar ekki einrátt. Það hlustar ekki endilega alltaf á Rás eitt heldur líka Bylgjuna til að heyra þjóðmálaumræðu eða vinsæla músík; Sögu til að heyra hvað sixpensurunum liggur á hjarta; Rás tvö til að heyra skemmtilega morgun- og síðdegisþætti, íslenska poppmúsík og rokk utan kassans – og þar fram eftir götunum – en þegar fólk hlustar á Rás eitt væntir það tiltekins hljóðumhverfis, það væntir yfirvegunar og rósemi. Við ólumst mörg upp við þessa rás og skynjum hana sem ákveðna nærveru, vissa samfellu í lífi okkar og samfélagsins; og verðum við vör við grundvallarbreytingar á henni finnst okkur sem sjálfur lífsgrundvöllurinn sé farinn að rása undir okkur. Kúnstin er sú að þróa rásina og breyta henni í samræmi við tíðarandann hverju sinni með hægð og án þess að við verðum þess beinlínis vör. Auðvitað nær það engri átt hvernig við látum stundum í íhaldsseminni, en það er vegna þess að okkur finnst mörgum sem hjarta Ríkisútvarpsins slái þarna í þessari rás sem á sér samfellda sögu frá árinu 1930. Þar með er ekki sagt að við heimtum að fá aftur Tómstundaþáttinn, Ingimar Óskarsson að tala um sjaldgæfar bjöllur, Victor Silvester og hljómsveit og Laxfoss lestar í Bremerhaven á leið til Tingmíarmíút … En við viljum hafa á tilfinningunni að þetta sé sama stöðin og færði okkur þetta allt saman; við séum þar með enn Íslendingar og ekki sé búið að selja Esjuna – ekki enn. Hlustendur Rásar eitt eru intróvertar en ekki þröngsýnt fólk. Það umber ýmislegt og alls konar. Einkennilega hljómaklasa og óræða fléttuþætti; þreytulega þuli að tína út úr sér dagskrárkynningar morgundagsins; óskiljanlegar leikfimileiðbeiningar og afundna veðurfréttalesara að tala um gráð og veðrið klukkan austan sjö í morgun á Garðskagavita. Hlustendur Rásar eitt umbera það gamla með brosi án þess að fyrirverða sig; fagna því nýja af heilbrigðri forvitni þess sem þekkir sig og sitt. Þetta fólk vill hafa útvarpið sitt hversdagslegt eins og súldina utandyra og uppvaskið í vaskinum – en líka nærandi. Rás eitt á að miðla rósemi hugans og láta vera að hlaupa á eftir „ærustu og afþreyingaráþján“ eins og góðum manni varð tíðrætt um. Hún á að vera aldurslaus og flippuð eins og íslenskar kerlingar hafa alltaf verið. Hún er í peysufötum og með pípuhatt; hún rær fram í gráðið með tifandi prjóna segjandi sei sei en hún hefur alveg áhuga á tólftónakerfinu og stríðinu í Úkraínu; rannsóknum á hitakærum örveirum og lífi fólks á Djúpavogi eða Malaví … Hún kann alveg á græjurnar sínar – hún er víðsýn.Ég lít í anda liðna tíð … Hlustendur Rásar eitt eru svo sem til í sprell en þetta er samt fólk sem er viðkvæmt fyrir áreiti. Það þolir ekki hávaða – þetta eru intróvertar með viðkvæm eyru og þetta fólk fær hausverk þegar það heyrir leiknar auglýsingar, þar sem allt er keyrt upp. Þannig er það bara því miður. Og um leið og leiknar auglýsingar eru farnar að hljóma á Rás eitt þá er hún ekki lengur Rás eitt heldur Rás tvö sem er ágæt líka fyrir sinn hatt – en er sem sé Rás tvö með sínum sérstöku eiginleikum. Að spila leiknar auglýsingar á Rás eitt er eins og að fara að útvarpa dánarfregnum og jarðarförum á Rás tvö; með gítarmallinu undir. Leiknar auglýsingar jafngilda árás á Rás eitt. Mæri rásanna liggja meðal annars þarna – og það mega alveg vera mæri; allt þarf ekki að vera eins og renna saman. Þá verður bara til grá súpa. Þegar við stillum á Rás eitt klukkan korter yfir tólf í hádeginu þá er það beinlínis til þess að þurfa ekki að heyra leiknar auglýsingar þar sem smeðjuleg rödd reynir að fá okkur til að kaupa einhvern skrattann, heldur til þess að spreyta okkur í þeim indæla samkvæmisleik sem felst í því að geta giskað á söngvarann í síðasta lagi fyrir fréttir. Stundum eru þetta nokkuð umdeilanlegir söngvarar að syngja hálfsúldarleg lög í drungalegum tóntegundum – gömul íslensk einsöngslög eru sérstök tegund af sorg og minna á soðna ýsu bernskuáranna og móðu á gluggum – en stundum er söngurinn fagur og lyftir hug til hæða. Í þessum lögum er alltaf einhver innileiki, hátíðlegt fas. Þetta er íslensk menning. Þetta er samfellan í sögu okkar. Þarna niðri í hvelfingunum í Efstaleitinu eru geymdar ótal upptökur með ótal söngvurum, gleymdum og ógleymanlegum, þeir liggja þarna í kassanum varðveittir á segulbandinu, lifa þar sínu lífi, og svo heyra þeir í henni þar sem hún kemur gangandi niður stigann hún Una Margrét og fara að hvísla sín á milli: hvern okkar skyldi hún velja núna – verður það Svala Nielsen eða er komið að Sigurði Skagfield? – en hún er í hátíðarskapi og dregur fram spólu með Stefáni Íslandi og fer með upp aftur; og einn gamall og gullinn söngvari fær að ljóma um stund eins og sú liðna tíð sem við lítum í anda áður en þulur afkynnir og segir: Nú verða sagðar fréttir. Og þá verða sagðar fréttir af því sem er helst að gerast og nýjast – strax á eftir því sem er einmitt ekki að gerast og er elst. Hin liðna tíð tengist líðandi stund á gullnu augnabliki: Síðasta lag fyrir fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Hlustendur Rásar eitt eru svo miklir intróvertar að þeir koma ekki einu sinni fram í hlustendakönnunum. Þar með er ekki sagt að þeir séu ekki til: öðru nær. Gott ef þetta er ekki fólkið sem hlustar á útvarp – hlustar en lætur það ekki vera þarna eins og hvern annan skarkala og nið í bakgrunni. Þetta er ekki endilega gamalt fólk og ekki einu sinni endilega gamaldags; en það hefur sterkar skoðanir á því hvernig Rás eitt skuli vera, en þó einkum og sérílagi: hvernig hún skuli ekki vera.Samhengið í menningarsögunni Þetta fólk býr í okkur flestum, en er þar ekki einrátt. Það hlustar ekki endilega alltaf á Rás eitt heldur líka Bylgjuna til að heyra þjóðmálaumræðu eða vinsæla músík; Sögu til að heyra hvað sixpensurunum liggur á hjarta; Rás tvö til að heyra skemmtilega morgun- og síðdegisþætti, íslenska poppmúsík og rokk utan kassans – og þar fram eftir götunum – en þegar fólk hlustar á Rás eitt væntir það tiltekins hljóðumhverfis, það væntir yfirvegunar og rósemi. Við ólumst mörg upp við þessa rás og skynjum hana sem ákveðna nærveru, vissa samfellu í lífi okkar og samfélagsins; og verðum við vör við grundvallarbreytingar á henni finnst okkur sem sjálfur lífsgrundvöllurinn sé farinn að rása undir okkur. Kúnstin er sú að þróa rásina og breyta henni í samræmi við tíðarandann hverju sinni með hægð og án þess að við verðum þess beinlínis vör. Auðvitað nær það engri átt hvernig við látum stundum í íhaldsseminni, en það er vegna þess að okkur finnst mörgum sem hjarta Ríkisútvarpsins slái þarna í þessari rás sem á sér samfellda sögu frá árinu 1930. Þar með er ekki sagt að við heimtum að fá aftur Tómstundaþáttinn, Ingimar Óskarsson að tala um sjaldgæfar bjöllur, Victor Silvester og hljómsveit og Laxfoss lestar í Bremerhaven á leið til Tingmíarmíút … En við viljum hafa á tilfinningunni að þetta sé sama stöðin og færði okkur þetta allt saman; við séum þar með enn Íslendingar og ekki sé búið að selja Esjuna – ekki enn. Hlustendur Rásar eitt eru intróvertar en ekki þröngsýnt fólk. Það umber ýmislegt og alls konar. Einkennilega hljómaklasa og óræða fléttuþætti; þreytulega þuli að tína út úr sér dagskrárkynningar morgundagsins; óskiljanlegar leikfimileiðbeiningar og afundna veðurfréttalesara að tala um gráð og veðrið klukkan austan sjö í morgun á Garðskagavita. Hlustendur Rásar eitt umbera það gamla með brosi án þess að fyrirverða sig; fagna því nýja af heilbrigðri forvitni þess sem þekkir sig og sitt. Þetta fólk vill hafa útvarpið sitt hversdagslegt eins og súldina utandyra og uppvaskið í vaskinum – en líka nærandi. Rás eitt á að miðla rósemi hugans og láta vera að hlaupa á eftir „ærustu og afþreyingaráþján“ eins og góðum manni varð tíðrætt um. Hún á að vera aldurslaus og flippuð eins og íslenskar kerlingar hafa alltaf verið. Hún er í peysufötum og með pípuhatt; hún rær fram í gráðið með tifandi prjóna segjandi sei sei en hún hefur alveg áhuga á tólftónakerfinu og stríðinu í Úkraínu; rannsóknum á hitakærum örveirum og lífi fólks á Djúpavogi eða Malaví … Hún kann alveg á græjurnar sínar – hún er víðsýn.Ég lít í anda liðna tíð … Hlustendur Rásar eitt eru svo sem til í sprell en þetta er samt fólk sem er viðkvæmt fyrir áreiti. Það þolir ekki hávaða – þetta eru intróvertar með viðkvæm eyru og þetta fólk fær hausverk þegar það heyrir leiknar auglýsingar, þar sem allt er keyrt upp. Þannig er það bara því miður. Og um leið og leiknar auglýsingar eru farnar að hljóma á Rás eitt þá er hún ekki lengur Rás eitt heldur Rás tvö sem er ágæt líka fyrir sinn hatt – en er sem sé Rás tvö með sínum sérstöku eiginleikum. Að spila leiknar auglýsingar á Rás eitt er eins og að fara að útvarpa dánarfregnum og jarðarförum á Rás tvö; með gítarmallinu undir. Leiknar auglýsingar jafngilda árás á Rás eitt. Mæri rásanna liggja meðal annars þarna – og það mega alveg vera mæri; allt þarf ekki að vera eins og renna saman. Þá verður bara til grá súpa. Þegar við stillum á Rás eitt klukkan korter yfir tólf í hádeginu þá er það beinlínis til þess að þurfa ekki að heyra leiknar auglýsingar þar sem smeðjuleg rödd reynir að fá okkur til að kaupa einhvern skrattann, heldur til þess að spreyta okkur í þeim indæla samkvæmisleik sem felst í því að geta giskað á söngvarann í síðasta lagi fyrir fréttir. Stundum eru þetta nokkuð umdeilanlegir söngvarar að syngja hálfsúldarleg lög í drungalegum tóntegundum – gömul íslensk einsöngslög eru sérstök tegund af sorg og minna á soðna ýsu bernskuáranna og móðu á gluggum – en stundum er söngurinn fagur og lyftir hug til hæða. Í þessum lögum er alltaf einhver innileiki, hátíðlegt fas. Þetta er íslensk menning. Þetta er samfellan í sögu okkar. Þarna niðri í hvelfingunum í Efstaleitinu eru geymdar ótal upptökur með ótal söngvurum, gleymdum og ógleymanlegum, þeir liggja þarna í kassanum varðveittir á segulbandinu, lifa þar sínu lífi, og svo heyra þeir í henni þar sem hún kemur gangandi niður stigann hún Una Margrét og fara að hvísla sín á milli: hvern okkar skyldi hún velja núna – verður það Svala Nielsen eða er komið að Sigurði Skagfield? – en hún er í hátíðarskapi og dregur fram spólu með Stefáni Íslandi og fer með upp aftur; og einn gamall og gullinn söngvari fær að ljóma um stund eins og sú liðna tíð sem við lítum í anda áður en þulur afkynnir og segir: Nú verða sagðar fréttir. Og þá verða sagðar fréttir af því sem er helst að gerast og nýjast – strax á eftir því sem er einmitt ekki að gerast og er elst. Hin liðna tíð tengist líðandi stund á gullnu augnabliki: Síðasta lag fyrir fréttir.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun