"Netelti“ Teitur Guðmundsson skrifar 9. september 2014 07:00 Það hefur orðið bylting á samskiptum fólks á undanförnum árum, mjög svo hefur bæst í hóp þeirra forrita sem fólk getur notað til að hafa samskipti sín í milli. Það getur jafnvel reynst erfitt fyrir þann sem reynir að fylgjast með þróuninni að halda í við hana. Hér áður fyrr var síminn aðalmálið, svo kom farsíminn sem gjörbylti meira og minna öllum samskiptum sem gátu þá farið fram hvar sem er og hvenær sem er svo fremi sem menn höfðu samband. Internetið hefur bætt um betur og samskipti í gegnum tölvupóst voru einnig bylting á sínum tíma, en hann er eiginlega úreltur fyrir ungu kynslóðina með alla þá samfélagsmiðla sem til eru þarna úti og þeir nota í staðinn. Þá má ekki gleyma þeirri „eitruðu“ blöndu að vera með bæði síma, textaskilaboð, internet og smáforrit í einu litlu tæki sem í dag er kallað snjallsími. Þeir sem eiga svona tæki, undirritaður þar á meðal, vita hvers þau eru megnug og líka að það er auðvelt að finna fyrir þörfinni að vera „tengdur“. Sem fullorðnir einstaklingar, hafandi gengið í gegnum þessa breyttu tíma, sjáum við líka að samskipti hafa breyst til muna. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér samhengi hlutanna og hvernig tæknin hefur að vissu leyti haft áhrif á hegðunar- og samskiptamynstur okkar. Það var í upphafi dýrt að hringja úr farsíma, það var svona spari. Þeir sem voru séðir sendu SMS þegar þau komu en þá var rukkað fyrir textabil og komu alls kyns afbökuð orð út úr því sem var eiginlega nýtt tungumál og kennarar í íslenskufræðum þurftu allt í einu að kynna sér. Orð eins og „gegt“ sem þýðir geðveikt varð til á grundvelli tímasparnaðar og kostnaðarvitundar neytenda. Mörg fleiri skemmtileg litu dagsins ljós, oftsinnis tekin úr ensku eins og CU = see you, GN = góða nótt, ROFL = rolling on the floor laughing. Það er augljóst að með þessari tækni neytenda drógust saman tekjur símafyrirtækjanna og tungumálið breyttist. Breytinga var þörf.Háð netinu Með aukinni netnotkun í símum hefur gagnamagn orðið allsráðandi faktor í greiðslufyrirkomulagi, mörg símafyrirtækin buðu ókeypis símhringingar, SMS-skilaboð innan þeirra kerfis, nú er þetta orðið opið fyrir alla, meira að segja úr heimasímum hjá mörgum þessara fyrirtækja. Ástæðan er afar einföld, meira og minna öll samskipti stórs hluta snjallsímanotenda fara í gegnum internetið og einhvers konar samskiptaforrit. Við erum að miklu leyti orðin háð netinu. Það má meira að segja greina fíkn í notkun og umgengni við þessi tæki í dag. Fíknin byggir á því að þurfa að fylgjast með, missa ekki af neinu, það myndar spennu og streituástand. Samanburður við aðra sem er mjög skaðlegur líkt og hversu mörg „like“ þessi eða hinn fær getur haft veruleg áhrif á sjálfsmynd viðkomandi. Sum forrit byggja á því að þú hafir fylgjendur eða „followers“ og safna börnin þeim nánast án þess að vita hverjir standa á bak við slíkt og verða berskjölduð fyrir þeim sem nýta sér það. Eitt versta formið af því að skilja út undan á netinu í dag hjá börnum og unglingum er að stofna lokaðar grúppur þar sem samskiptin fara fram án þess að hinn upplýsingaþyrsti krakki komist að þeim. Snjallt og almennt ekkert við prívat samskipti að athuga en verra ef þau eru notuð til útilokunar annarra og þeim er strítt á því.Óásættanlegt Flest forritin byggja á því að send eru myndskilaboð, texti eða „icon“ og er á velflestum þeirra hægt að fylgjast með því sem gert hefur verið. Önnur eru þannig uppbyggð að myndefni og texti eyðist fljótlega eftir að það hefur verið lesið. Það þarf engan snilling til að átta sig á því hversu skaðlegt slíkt getur verið ef myndefnið er óviðeigandi eða særandi, hvað þá ef það er ítrekað. Umræðan um einelti á netinu hefur verið vaxandi og nýleg könnun SAFT sýndi að 10% barna á unglingastigi viðurkenndu meiðandi hegðun í gegnum miðilinn. Áhugavert er að einungis 1% foreldra telur að slíkt eigi sér stað gegnvart sínu barni eða að undirlagi þess. Hver kannast ekki við að börnin séu límd við tækin, erfiðar gangi en áður að halda uppi samræðum og þannig mætti lengi telja? Símafíkn er óásættanleg, enn fremur er óásættanlegt að einelti og stríðni sé viðhöfð á þessu oft lokaða og hulda samskiptaformi. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar varðandi sjálfsmynd og andlega líðan þessara einstaklinga og getur slíkt jafnvel leitt til sjálfsvígs. Frekari vitundarvakningar er þörf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Það hefur orðið bylting á samskiptum fólks á undanförnum árum, mjög svo hefur bæst í hóp þeirra forrita sem fólk getur notað til að hafa samskipti sín í milli. Það getur jafnvel reynst erfitt fyrir þann sem reynir að fylgjast með þróuninni að halda í við hana. Hér áður fyrr var síminn aðalmálið, svo kom farsíminn sem gjörbylti meira og minna öllum samskiptum sem gátu þá farið fram hvar sem er og hvenær sem er svo fremi sem menn höfðu samband. Internetið hefur bætt um betur og samskipti í gegnum tölvupóst voru einnig bylting á sínum tíma, en hann er eiginlega úreltur fyrir ungu kynslóðina með alla þá samfélagsmiðla sem til eru þarna úti og þeir nota í staðinn. Þá má ekki gleyma þeirri „eitruðu“ blöndu að vera með bæði síma, textaskilaboð, internet og smáforrit í einu litlu tæki sem í dag er kallað snjallsími. Þeir sem eiga svona tæki, undirritaður þar á meðal, vita hvers þau eru megnug og líka að það er auðvelt að finna fyrir þörfinni að vera „tengdur“. Sem fullorðnir einstaklingar, hafandi gengið í gegnum þessa breyttu tíma, sjáum við líka að samskipti hafa breyst til muna. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér samhengi hlutanna og hvernig tæknin hefur að vissu leyti haft áhrif á hegðunar- og samskiptamynstur okkar. Það var í upphafi dýrt að hringja úr farsíma, það var svona spari. Þeir sem voru séðir sendu SMS þegar þau komu en þá var rukkað fyrir textabil og komu alls kyns afbökuð orð út úr því sem var eiginlega nýtt tungumál og kennarar í íslenskufræðum þurftu allt í einu að kynna sér. Orð eins og „gegt“ sem þýðir geðveikt varð til á grundvelli tímasparnaðar og kostnaðarvitundar neytenda. Mörg fleiri skemmtileg litu dagsins ljós, oftsinnis tekin úr ensku eins og CU = see you, GN = góða nótt, ROFL = rolling on the floor laughing. Það er augljóst að með þessari tækni neytenda drógust saman tekjur símafyrirtækjanna og tungumálið breyttist. Breytinga var þörf.Háð netinu Með aukinni netnotkun í símum hefur gagnamagn orðið allsráðandi faktor í greiðslufyrirkomulagi, mörg símafyrirtækin buðu ókeypis símhringingar, SMS-skilaboð innan þeirra kerfis, nú er þetta orðið opið fyrir alla, meira að segja úr heimasímum hjá mörgum þessara fyrirtækja. Ástæðan er afar einföld, meira og minna öll samskipti stórs hluta snjallsímanotenda fara í gegnum internetið og einhvers konar samskiptaforrit. Við erum að miklu leyti orðin háð netinu. Það má meira að segja greina fíkn í notkun og umgengni við þessi tæki í dag. Fíknin byggir á því að þurfa að fylgjast með, missa ekki af neinu, það myndar spennu og streituástand. Samanburður við aðra sem er mjög skaðlegur líkt og hversu mörg „like“ þessi eða hinn fær getur haft veruleg áhrif á sjálfsmynd viðkomandi. Sum forrit byggja á því að þú hafir fylgjendur eða „followers“ og safna börnin þeim nánast án þess að vita hverjir standa á bak við slíkt og verða berskjölduð fyrir þeim sem nýta sér það. Eitt versta formið af því að skilja út undan á netinu í dag hjá börnum og unglingum er að stofna lokaðar grúppur þar sem samskiptin fara fram án þess að hinn upplýsingaþyrsti krakki komist að þeim. Snjallt og almennt ekkert við prívat samskipti að athuga en verra ef þau eru notuð til útilokunar annarra og þeim er strítt á því.Óásættanlegt Flest forritin byggja á því að send eru myndskilaboð, texti eða „icon“ og er á velflestum þeirra hægt að fylgjast með því sem gert hefur verið. Önnur eru þannig uppbyggð að myndefni og texti eyðist fljótlega eftir að það hefur verið lesið. Það þarf engan snilling til að átta sig á því hversu skaðlegt slíkt getur verið ef myndefnið er óviðeigandi eða særandi, hvað þá ef það er ítrekað. Umræðan um einelti á netinu hefur verið vaxandi og nýleg könnun SAFT sýndi að 10% barna á unglingastigi viðurkenndu meiðandi hegðun í gegnum miðilinn. Áhugavert er að einungis 1% foreldra telur að slíkt eigi sér stað gegnvart sínu barni eða að undirlagi þess. Hver kannast ekki við að börnin séu límd við tækin, erfiðar gangi en áður að halda uppi samræðum og þannig mætti lengi telja? Símafíkn er óásættanleg, enn fremur er óásættanlegt að einelti og stríðni sé viðhöfð á þessu oft lokaða og hulda samskiptaformi. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar varðandi sjálfsmynd og andlega líðan þessara einstaklinga og getur slíkt jafnvel leitt til sjálfsvígs. Frekari vitundarvakningar er þörf!
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun