Íslendingar tala hjá SÞ Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. september 2014 07:00 Nú þegar nýliðinn er dagur kröfunnar um að þjóðir heims taki til hendinni vegna þess þáttar veðurfarsbreytinga sem er óvefengjanlega rakinn til mannlegra athafna, stendur yfir leiðtogafundur í Bandaríkjunum um málefnið. Staðreyndin er sú að það er nú þegar vitað hvað gera þarf í fyrstu til þess að snúa hægt og bítandi við blaðinu en það eru pólitískir þröskuldar í veginum. Fyrsta skrefið er að taka mið af hörðum tilmælum um að minnka orkunotkun sem byggir á jarðefnaeldsneyti, alls staðar á landsvísu, og láta að minnsta kosti 3/4 hluta þekktra birgða í jörðu liggja kyrrar. Samhliða því verður að stöðva eyðingu stórvaxinna skóga og snúa við nýtingu jarðvegs í löndum þar sem skógarnytjar eru ekki sjálfbærar. Stöðva verður eyðimerkurmyndun. Hvað þarf til þess arna? Að snúa baki við óheftum samkeppniskapítalisma, koma böndum á vöxt og starfsemi stórfyrirtækja í mörgum greinum og hefja umbætur á lýðræði í löndum heims. Meðal fyrirtækjanna sem lengst ganga í orkufylleríinu eru stóru olíufélögin og þá einmitt mörg þau vestrænu, eins og t.d. Statoil í Noregi, svo við lítum okkur nær. Eins mætti nefna rússnesk fyrirtæki á norðurskautssvæðinu eða bandarísk/kanadísk fyrirtæki sem rústa stórum, grónum landsvæðum í leit að olíusandi eða frönsk fyrirtæki sem beita sér í regnskógum S-Ameríku. Í Noregi einu hurfu um 560 milljónir tonna af kolefnisígildum út í loftið árið 2013 (vinnsla og brennsla þess sem þaðan kemur); um 1,5% af losun gróðurhúsagasa í heiminum (svipað og í Bretlandi), frá þjóð sem telur minna en eitt prómill af heimsþorpinu.Svar á morgun Auðvitað geta menn búið til mótbárur sem svo að efnahagur heimsins leggist í rúst ef hagvöxtur er minnkaður með öfugu handafli og hlustað á venjulegt fólk sem upp til hópa kallar með æ sterkari röddu á aðgerðir. Hún hljómar sífellt hærra einfaldlega af því að fólk sér hvernig hraðar loftslagsbreytingar eru teknar að ógna afkomu þess og lífsmáta. En það er ekki til sársaukalaus leið til baka, einmitt vegna þess hve stjórnvöld hafa lengi daufheyrst við vísindum jafnt sem varnaðarorðum hvarvetna að; jafnvel frá alþjóðastofnunum sem seint verða kenndar við annað en vörn fyrir núverandi hagkerfi. Íslensk rödd dagsins hjá SÞ í New York færði fram gömlu sannindin um jarðhitakunnáttu og -notkun Íslendinga, landgræðslu til að binda það sem við spúum í loft upp og hét stuðningi við átak til að færa endurnýjanlega orku til allra. Gott og vel og þakkir fyrir það. En hljómaði stakt orð um mikilvægasta málið sem Íslendingar standa frammi fyrir: Olíu- og gasvinnslu norðan heimskautsbaugs? Íslenska innleggið í heimsborginni fjallaði líka um hættuna af súrnun sjávar og í því var „minnt á þróun mála á norðurslóðum sökum hlýnunar loftslags“ - eins og skrifað stendur á heimasíðu RÚV. Nú er að spyrja hvernig öll þessi þróun samrýmist aukinni en ekki minnkandi losun gróðurhúsagasa á Íslandi og fyrirhugaðri jarðefnavinnslu, finnist auðlindirnar í nánd við landið. Svar óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nú þegar nýliðinn er dagur kröfunnar um að þjóðir heims taki til hendinni vegna þess þáttar veðurfarsbreytinga sem er óvefengjanlega rakinn til mannlegra athafna, stendur yfir leiðtogafundur í Bandaríkjunum um málefnið. Staðreyndin er sú að það er nú þegar vitað hvað gera þarf í fyrstu til þess að snúa hægt og bítandi við blaðinu en það eru pólitískir þröskuldar í veginum. Fyrsta skrefið er að taka mið af hörðum tilmælum um að minnka orkunotkun sem byggir á jarðefnaeldsneyti, alls staðar á landsvísu, og láta að minnsta kosti 3/4 hluta þekktra birgða í jörðu liggja kyrrar. Samhliða því verður að stöðva eyðingu stórvaxinna skóga og snúa við nýtingu jarðvegs í löndum þar sem skógarnytjar eru ekki sjálfbærar. Stöðva verður eyðimerkurmyndun. Hvað þarf til þess arna? Að snúa baki við óheftum samkeppniskapítalisma, koma böndum á vöxt og starfsemi stórfyrirtækja í mörgum greinum og hefja umbætur á lýðræði í löndum heims. Meðal fyrirtækjanna sem lengst ganga í orkufylleríinu eru stóru olíufélögin og þá einmitt mörg þau vestrænu, eins og t.d. Statoil í Noregi, svo við lítum okkur nær. Eins mætti nefna rússnesk fyrirtæki á norðurskautssvæðinu eða bandarísk/kanadísk fyrirtæki sem rústa stórum, grónum landsvæðum í leit að olíusandi eða frönsk fyrirtæki sem beita sér í regnskógum S-Ameríku. Í Noregi einu hurfu um 560 milljónir tonna af kolefnisígildum út í loftið árið 2013 (vinnsla og brennsla þess sem þaðan kemur); um 1,5% af losun gróðurhúsagasa í heiminum (svipað og í Bretlandi), frá þjóð sem telur minna en eitt prómill af heimsþorpinu.Svar á morgun Auðvitað geta menn búið til mótbárur sem svo að efnahagur heimsins leggist í rúst ef hagvöxtur er minnkaður með öfugu handafli og hlustað á venjulegt fólk sem upp til hópa kallar með æ sterkari röddu á aðgerðir. Hún hljómar sífellt hærra einfaldlega af því að fólk sér hvernig hraðar loftslagsbreytingar eru teknar að ógna afkomu þess og lífsmáta. En það er ekki til sársaukalaus leið til baka, einmitt vegna þess hve stjórnvöld hafa lengi daufheyrst við vísindum jafnt sem varnaðarorðum hvarvetna að; jafnvel frá alþjóðastofnunum sem seint verða kenndar við annað en vörn fyrir núverandi hagkerfi. Íslensk rödd dagsins hjá SÞ í New York færði fram gömlu sannindin um jarðhitakunnáttu og -notkun Íslendinga, landgræðslu til að binda það sem við spúum í loft upp og hét stuðningi við átak til að færa endurnýjanlega orku til allra. Gott og vel og þakkir fyrir það. En hljómaði stakt orð um mikilvægasta málið sem Íslendingar standa frammi fyrir: Olíu- og gasvinnslu norðan heimskautsbaugs? Íslenska innleggið í heimsborginni fjallaði líka um hættuna af súrnun sjávar og í því var „minnt á þróun mála á norðurslóðum sökum hlýnunar loftslags“ - eins og skrifað stendur á heimasíðu RÚV. Nú er að spyrja hvernig öll þessi þróun samrýmist aukinni en ekki minnkandi losun gróðurhúsagasa á Íslandi og fyrirhugaðri jarðefnavinnslu, finnist auðlindirnar í nánd við landið. Svar óskast.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar