Græðgin aftengd? Pawel Bartoszek skrifar 11. október 2014 14:18 Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags. Maður í flíspeysu leggur jeppanum í stæði fyrir utan og labbar rösklega inn. Hann er ætlar að kaupa bjór. Hann tekur stefnuna í átt að kælinum. Faglega útlítandi vínráðgjafi brosir til hans. Vinur okkar, köllum hann Bergvin, stígur inn í kælinn. Þar er búið að stafla bjórkössum upp á trébretti ofan á hráu steypugólfinu. Hann veit hvað hann ætlar að kaupa. Hann grípur sex dósir í pakka. „Æi, ætli ég fái ekki tvo til viðbótar. Betra að vera viss,“ hugsar Bergvin og tekur til við að losa tvo bjóra til viðbótar úr nálægri kippu. Bergvin er, líkt og flest okkar, ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér. Hann tekur því sem gefnu að hann þurfi að fara lengst inn í búðina eftir bjórnum. „Það er örugglega til að það sé hægt að hafa hann í kæli,“ myndi Bergvin eflaust svara ef við hefðum spurt hann um ástæður þessa fyrirkomulags. „Og kælar eru alltaf í jaðri verslana.“ Bergvin labbar út úr kælinum. Fallegar vínflöskur blasa við honum í smekklegum viðarhillunum. Útlínur af beljum og fuglum gefa til kynna með hvernig kjöti viðkomandi flaska passar. Hann tekur eina. Meðan hann bíður í röðinni horfir hann á sterka áfengið. Hann hugleiðir að bæta einhverju við… Hagur af óbreyttu ástandiFyrir um níu árum voru yfir þrjátíu yfirmenn hjá sænsku áfengisversluninni SystemBolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur frá áfengisbirgjum. Síðan hafa fleiri sambærilegar ásakanir komið fram. Þetta er í gangi í Svíþjóð sem þykir tiltölulega óspillt land í alþjóðlegum samanburði. Markmiðið með því að minnast á þetta er ekki að lita íslenska ríkisstarfsmenn með afglöpum hinna sænsku heldur að benda á að það er hlægilegt að halda að menn geti losnað við græðgina út úr áfengisdreifingunni með því að ríkisvæða hluta hennar. Hillupláss hættir ekki að verða verðmætt þótt ríkið eigi það. Ef ekki er hægt að keppa um hilluplássið á markaðsforsendum er alltaf hætta á því birgjar reyni að gera það eftir einhverjum öðrum leiðum. Og jafnvel þótt enginn beinlínis múti neinum þá er þetta einfaldlega ekki heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér á landi er markaðshlutdeild stærstu birgjanna í ríkinu há. Um það bil 40% af öllum flöskum sem seljast í ríkinu eru á vegum Vífilfells. Ölgerðin á um 30% af öllum seldum flöskum. Það kemur því kannski ekki á óvart að þeir aðilar þrýsta ekki beinlínis á um að núverandi kerfi verði bylt. Það er ekkert óskiljanlegt við þá ástæðu né heldur er neitt óskiljanlegt við margar aðrar ástæður sem fólk gefur fyrir andstöðu sinni. En haldi fólk að í núverandi kerfi hafi mönnum tekist að temja græðgina, með því að ríkisvæða hluta hennar, þá er það tálsýn. Hefðbundin búðartrikkAf þeim 39 milljón flöskum sem seldar voru í Ríkinu á seinasta ári innihéldu tæplega 34 milljónir einhvers konar bjór. Neytendur hafa einhvern veginn valið sig í áttina að því veikasta af öllum þeim efnum sem ÁTVR býður upp á. En búðirnar endurspegla það val ekki. Vínbúðirnar er eru eins og aðrar verslanir. Vínbúðirnar eru hannaðar með það að markmiði að þeir sem í þær komi kaupi meira. Hefur fólk til dæmis velt því fyrir sér hvernig bjórinn, sú vara sem mest selst, er oftast staðsett þannig að labba þurfi í gegnum alla búðina eftir henni? Á meðan sterka áfengið er gjarnan nálægt kassanum þar sem menn geta gripið það með sér meðan menn bíða? Bjórinn er því eins og mjólkin í hefðbundnum matvöruverslunum. Bjórinn er það sem neytandinn vill kaupa. Sterka áfengið er eins og nammið – það sem búðin vill selja. Þessi uppsetning verslana, þar sem virðist að reynt sé að leiða neytendur út í hin sterkari og dýrari efni, ýtir undir efa um það sem sumir virðast halda fram: að tekist hafi að bólusetja vínsalann gegn græðginni með því að gera hann að ríkisstarfsmanni með einokunarstöðu. Enda ber ekkert í umgjörð, þjónustu eða auglýsingum ÁTVR það lengur með sér að þar sé á ferðinni fyrirtæki sem myndi helst vilja að enginn verslaði við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags. Maður í flíspeysu leggur jeppanum í stæði fyrir utan og labbar rösklega inn. Hann er ætlar að kaupa bjór. Hann tekur stefnuna í átt að kælinum. Faglega útlítandi vínráðgjafi brosir til hans. Vinur okkar, köllum hann Bergvin, stígur inn í kælinn. Þar er búið að stafla bjórkössum upp á trébretti ofan á hráu steypugólfinu. Hann veit hvað hann ætlar að kaupa. Hann grípur sex dósir í pakka. „Æi, ætli ég fái ekki tvo til viðbótar. Betra að vera viss,“ hugsar Bergvin og tekur til við að losa tvo bjóra til viðbótar úr nálægri kippu. Bergvin er, líkt og flest okkar, ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér. Hann tekur því sem gefnu að hann þurfi að fara lengst inn í búðina eftir bjórnum. „Það er örugglega til að það sé hægt að hafa hann í kæli,“ myndi Bergvin eflaust svara ef við hefðum spurt hann um ástæður þessa fyrirkomulags. „Og kælar eru alltaf í jaðri verslana.“ Bergvin labbar út úr kælinum. Fallegar vínflöskur blasa við honum í smekklegum viðarhillunum. Útlínur af beljum og fuglum gefa til kynna með hvernig kjöti viðkomandi flaska passar. Hann tekur eina. Meðan hann bíður í röðinni horfir hann á sterka áfengið. Hann hugleiðir að bæta einhverju við… Hagur af óbreyttu ástandiFyrir um níu árum voru yfir þrjátíu yfirmenn hjá sænsku áfengisversluninni SystemBolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur frá áfengisbirgjum. Síðan hafa fleiri sambærilegar ásakanir komið fram. Þetta er í gangi í Svíþjóð sem þykir tiltölulega óspillt land í alþjóðlegum samanburði. Markmiðið með því að minnast á þetta er ekki að lita íslenska ríkisstarfsmenn með afglöpum hinna sænsku heldur að benda á að það er hlægilegt að halda að menn geti losnað við græðgina út úr áfengisdreifingunni með því að ríkisvæða hluta hennar. Hillupláss hættir ekki að verða verðmætt þótt ríkið eigi það. Ef ekki er hægt að keppa um hilluplássið á markaðsforsendum er alltaf hætta á því birgjar reyni að gera það eftir einhverjum öðrum leiðum. Og jafnvel þótt enginn beinlínis múti neinum þá er þetta einfaldlega ekki heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér á landi er markaðshlutdeild stærstu birgjanna í ríkinu há. Um það bil 40% af öllum flöskum sem seljast í ríkinu eru á vegum Vífilfells. Ölgerðin á um 30% af öllum seldum flöskum. Það kemur því kannski ekki á óvart að þeir aðilar þrýsta ekki beinlínis á um að núverandi kerfi verði bylt. Það er ekkert óskiljanlegt við þá ástæðu né heldur er neitt óskiljanlegt við margar aðrar ástæður sem fólk gefur fyrir andstöðu sinni. En haldi fólk að í núverandi kerfi hafi mönnum tekist að temja græðgina, með því að ríkisvæða hluta hennar, þá er það tálsýn. Hefðbundin búðartrikkAf þeim 39 milljón flöskum sem seldar voru í Ríkinu á seinasta ári innihéldu tæplega 34 milljónir einhvers konar bjór. Neytendur hafa einhvern veginn valið sig í áttina að því veikasta af öllum þeim efnum sem ÁTVR býður upp á. En búðirnar endurspegla það val ekki. Vínbúðirnar er eru eins og aðrar verslanir. Vínbúðirnar eru hannaðar með það að markmiði að þeir sem í þær komi kaupi meira. Hefur fólk til dæmis velt því fyrir sér hvernig bjórinn, sú vara sem mest selst, er oftast staðsett þannig að labba þurfi í gegnum alla búðina eftir henni? Á meðan sterka áfengið er gjarnan nálægt kassanum þar sem menn geta gripið það með sér meðan menn bíða? Bjórinn er því eins og mjólkin í hefðbundnum matvöruverslunum. Bjórinn er það sem neytandinn vill kaupa. Sterka áfengið er eins og nammið – það sem búðin vill selja. Þessi uppsetning verslana, þar sem virðist að reynt sé að leiða neytendur út í hin sterkari og dýrari efni, ýtir undir efa um það sem sumir virðast halda fram: að tekist hafi að bólusetja vínsalann gegn græðginni með því að gera hann að ríkisstarfsmanni með einokunarstöðu. Enda ber ekkert í umgjörð, þjónustu eða auglýsingum ÁTVR það lengur með sér að þar sé á ferðinni fyrirtæki sem myndi helst vilja að enginn verslaði við sig.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun