Verða framhaldsskólar í landsbyggðunum? Árni Páll Árnason skrifar 15. október 2014 07:00 Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun