Flækjustigið er töluvert mikið Sigurjón M. Egilsson skrifar 20. október 2014 00:00 Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson talaði um verknám og tækninám á Alþingi. Við það tilefni sagði hann að OECD hafi gert úttekt á starfsnáminu á Íslandi. „Það er margt áhugavert sem þeir benda á sem við þurfum að hafa í huga þegar við skoðum uppbyggingu námsins, því að uppbyggingin er mjög flókin,“ sagði ráðherrann og sagði flækjustigið vera töluvert mikið. „Athugasemdir OECD eru nokkrar. Ég ætla að grípa niður í nokkrar til þess að skýra hvað það er sem við þurfum að horfa til,“ sagði menntamálaráðherrann. Fram kom að brottfall er allt of hátt, sérstaklega á starfsnámsbrautunum, og við því þarf að bregðast. OECD sagði að þótt iðnnámskerfið sé sterkt sé það ekki notað utan hefðbundinna iðngreina. Þarna eru vannýtt tækifæri sem OECD bendir okkur á. Þeir benda líka á að framboð starfsnámsins taki fyrst og fremst mið af óskum nemenda en sinni lítt eða ekki nægjanlega þörfum vinnumarkaðarins. Það þarf líka að skoða,“ sagði ráðherra. Gáum að því að hér er rekið menntakerfi sem fær allar þessar athugasemdir. Á sama tíma vantar stórkostlega margt fólk með þessa menntun að baki. Mörg dæmi eru um að fyrirtæki verði annað hvort að leita eftir erlendum starfsmönnum eða hreinlega að færa verkefni úr landi. En viti menn, þetta er ekki allt. „Það er bent á, og þetta held ég að skipti miklu máli, að leiðir til háskólanáms að loknu starfsnámi á framhaldsskólastigi séu stundum óskýrar og erfitt að rata um kerfið. Tengsl á milli starfsnáms að loknu framhalds- og háskólanámi skorti oft svo fyrra nám er ekki metið auk þess sem starfsráðgjöf hafi nokkuð akademíska slagsíðu og skorti stundum alveg. Þetta eru dæmi um athugasemdir sem hafa verið gerðar af utanaðkomandi aðilum við uppbyggingu starfsnáms okkar. Það er alveg augljóst, og við sjáum það á tölunum sem birtast okkur í námsvalinu hjá þeim sem eru að ljúka grunnskóla, að það eru allt of fáir og hafa verið allt of fáir, og hafa verið það áratugum saman, sem fara í þetta nám. Við vitum að hlutfallið á að vera hærra. Það eru atriði sem gera það að verkum að ungmennin okkar velja sér frekar bóknám,“ sagði ráðherrann. Gott er að geta þess sem vel er gert. Ráðherrann hefur rætt þetta við forystu atvinnulífsins og vonir standa til að fleiri komi að lausnum, enda er þetta ekki einungis mál ríkisvaldsins eða menntakerfisins. Hagur atvinnulífsins er aldeilis undir líka. „Ef krakkarnir upplifa það að námsleiðirnar séu að lokast hjá þeim, þó að ég viti að það eru möguleikar ef menn setjast yfir þetta, ef upplifunin er sú að þetta sé ekki nógu skýrt hefur það áhrif á námsvalið,“ sagði ráðherra. „Ég held að ef við ætlum okkur virkilega að ná árangri í þessu verðum við að vera tilbúin til að gera alvöru breytingar á kerfinu, ekki einhverjar smálagfæringar og halda svo áfram að hjakka í sama farinu og við höfum verið í árum ef ekki áratugum saman með allt of fáa sem fara í iðnnámið. Uppbygging námsins þarf að vera betri.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Menntamálaráðherrann Illugi Gunnarsson talaði um verknám og tækninám á Alþingi. Við það tilefni sagði hann að OECD hafi gert úttekt á starfsnáminu á Íslandi. „Það er margt áhugavert sem þeir benda á sem við þurfum að hafa í huga þegar við skoðum uppbyggingu námsins, því að uppbyggingin er mjög flókin,“ sagði ráðherrann og sagði flækjustigið vera töluvert mikið. „Athugasemdir OECD eru nokkrar. Ég ætla að grípa niður í nokkrar til þess að skýra hvað það er sem við þurfum að horfa til,“ sagði menntamálaráðherrann. Fram kom að brottfall er allt of hátt, sérstaklega á starfsnámsbrautunum, og við því þarf að bregðast. OECD sagði að þótt iðnnámskerfið sé sterkt sé það ekki notað utan hefðbundinna iðngreina. Þarna eru vannýtt tækifæri sem OECD bendir okkur á. Þeir benda líka á að framboð starfsnámsins taki fyrst og fremst mið af óskum nemenda en sinni lítt eða ekki nægjanlega þörfum vinnumarkaðarins. Það þarf líka að skoða,“ sagði ráðherra. Gáum að því að hér er rekið menntakerfi sem fær allar þessar athugasemdir. Á sama tíma vantar stórkostlega margt fólk með þessa menntun að baki. Mörg dæmi eru um að fyrirtæki verði annað hvort að leita eftir erlendum starfsmönnum eða hreinlega að færa verkefni úr landi. En viti menn, þetta er ekki allt. „Það er bent á, og þetta held ég að skipti miklu máli, að leiðir til háskólanáms að loknu starfsnámi á framhaldsskólastigi séu stundum óskýrar og erfitt að rata um kerfið. Tengsl á milli starfsnáms að loknu framhalds- og háskólanámi skorti oft svo fyrra nám er ekki metið auk þess sem starfsráðgjöf hafi nokkuð akademíska slagsíðu og skorti stundum alveg. Þetta eru dæmi um athugasemdir sem hafa verið gerðar af utanaðkomandi aðilum við uppbyggingu starfsnáms okkar. Það er alveg augljóst, og við sjáum það á tölunum sem birtast okkur í námsvalinu hjá þeim sem eru að ljúka grunnskóla, að það eru allt of fáir og hafa verið allt of fáir, og hafa verið það áratugum saman, sem fara í þetta nám. Við vitum að hlutfallið á að vera hærra. Það eru atriði sem gera það að verkum að ungmennin okkar velja sér frekar bóknám,“ sagði ráðherrann. Gott er að geta þess sem vel er gert. Ráðherrann hefur rætt þetta við forystu atvinnulífsins og vonir standa til að fleiri komi að lausnum, enda er þetta ekki einungis mál ríkisvaldsins eða menntakerfisins. Hagur atvinnulífsins er aldeilis undir líka. „Ef krakkarnir upplifa það að námsleiðirnar séu að lokast hjá þeim, þó að ég viti að það eru möguleikar ef menn setjast yfir þetta, ef upplifunin er sú að þetta sé ekki nógu skýrt hefur það áhrif á námsvalið,“ sagði ráðherra. „Ég held að ef við ætlum okkur virkilega að ná árangri í þessu verðum við að vera tilbúin til að gera alvöru breytingar á kerfinu, ekki einhverjar smálagfæringar og halda svo áfram að hjakka í sama farinu og við höfum verið í árum ef ekki áratugum saman með allt of fáa sem fara í iðnnámið. Uppbygging námsins þarf að vera betri.“
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun