Léttvægar hríðskotabyssur Frosti Logason skrifar 23. október 2014 07:00 Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. Lögreglan hefur lengi viljað taka í notkun svokallaðar rafbyssur, en því hefur almenningur hingað til verið mótfallinn. Því hefur verið ákveðið að koma fyrir hríðskotabyssum og Glock-skammbyssum í bifreiðum lögreglumanna þangað til að niðurstaða fæst í rafbyssumálið. Og þá verður allt vitlaust! Í rauninni var það ekki einu sinni íslenska lögreglan sem ákvað þetta. Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir nefnilega að okkar góðu frændur Norðmenn, sem ekki hafa efni á að senda okkur eitt jólatré á ári lengur, vilji endilega gefa okkur vopnin. Vígbúinn lögregluafli á Íslandi er sem sagt norsk ákvörðun. Er það ekki bæði krúttlegt og vinalegt? En hver er annars vilji fólksins í landinu þegar kemur að löggæslumálum? Er ekki öruggara að hafa hríðskotabyssur í lögreglubílum svona til vonar og vara ef einhver kynni að missa stjórn á skapi sínu? Er fólk búið að gleyma atvikinu á Laugaveginum, þar sem stórhættuleg kona lenti í átökum við lögregluna og endaði svo á því að skalla bekk rétt áður en hún réðst á hellulagða gangstéttina með andlitið á sér að vopni? Er ekki auðséð mál að því fleiri skotvopnum sem lögreglan hefur yfir að ráða, þeim mun minni verður áhugi almennings, og glæpamanna, til þess að vígbúast? Er það ekki alltaf þannig? Sjáið bara Bandaríkin. Þar er lögreglan svo vel vopnuð að ekki nokkrum manni dettur í hug að taka upp á því að skjóta mann og annan. Hingað til hafa glæpamenn á Íslandi ekki notað byssur að neinu ráði. Viljum við ekki örugglega að lögreglan verði fyrri til? Þannig að hún geti lært almennilega hvernig á að nota þessi tæki áður en til fyrsta alvöru byssubardagans kemur hér á landi. Ég meina, viljum við ekki að hænan komi á undan egginu, eða nei bíddu, var það öfugt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Ég hef miklar áhyggjur af okkur Íslendingum þessa dagana. Fólk virðist ekki hafa neinn skilning á nauðsyn valdstjórnarinnar til þess að vopnavæðast. Lögreglan hefur lengi viljað taka í notkun svokallaðar rafbyssur, en því hefur almenningur hingað til verið mótfallinn. Því hefur verið ákveðið að koma fyrir hríðskotabyssum og Glock-skammbyssum í bifreiðum lögreglumanna þangað til að niðurstaða fæst í rafbyssumálið. Og þá verður allt vitlaust! Í rauninni var það ekki einu sinni íslenska lögreglan sem ákvað þetta. Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir nefnilega að okkar góðu frændur Norðmenn, sem ekki hafa efni á að senda okkur eitt jólatré á ári lengur, vilji endilega gefa okkur vopnin. Vígbúinn lögregluafli á Íslandi er sem sagt norsk ákvörðun. Er það ekki bæði krúttlegt og vinalegt? En hver er annars vilji fólksins í landinu þegar kemur að löggæslumálum? Er ekki öruggara að hafa hríðskotabyssur í lögreglubílum svona til vonar og vara ef einhver kynni að missa stjórn á skapi sínu? Er fólk búið að gleyma atvikinu á Laugaveginum, þar sem stórhættuleg kona lenti í átökum við lögregluna og endaði svo á því að skalla bekk rétt áður en hún réðst á hellulagða gangstéttina með andlitið á sér að vopni? Er ekki auðséð mál að því fleiri skotvopnum sem lögreglan hefur yfir að ráða, þeim mun minni verður áhugi almennings, og glæpamanna, til þess að vígbúast? Er það ekki alltaf þannig? Sjáið bara Bandaríkin. Þar er lögreglan svo vel vopnuð að ekki nokkrum manni dettur í hug að taka upp á því að skjóta mann og annan. Hingað til hafa glæpamenn á Íslandi ekki notað byssur að neinu ráði. Viljum við ekki örugglega að lögreglan verði fyrri til? Þannig að hún geti lært almennilega hvernig á að nota þessi tæki áður en til fyrsta alvöru byssubardagans kemur hér á landi. Ég meina, viljum við ekki að hænan komi á undan egginu, eða nei bíddu, var það öfugt?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun