Streita og veikindi Teitur Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Orðið streita þekkja flestir og við höfum fengið að heyra af því á undangengnum árum að hún valdi hinum ýmsu kvillum og oftar en ekki er neikvæður tónn í umræðunni þegar hún er rædd. Það má þó ekki gleyma því að streitan er nauðsynleg líka og holl að vissu marki. Ef hún hins vegar fer ekki eða er viðvarandi virðist ljóst að hún er skaðleg fyrir okkur á margvíslegan máta. Flest höfum við heyrt um slíkt en fæstir gera sér í raun grein fyrir því hvað er að gerast í líkamanum þegar þetta ástand varir, þó við þekkjum líklega öll á sama tíma tilfinninguna að vera streitt. Það er býsna flókið ferli sem á sér stað í hinu náttúrulega varnarviðbragði sem er hannað til þess að búa sig undir átök eða flótta. Á eftir slíku kemur iðulega hvíld og tími til að hlaða batteríin sem er nauðsynlegt til að geta brugðist aftur hratt við næstu hættu. Þegar varnarviðbragðið er orðið regla fremur en undantekning fer að halla undan fæti.Fljótandi skil Ástæður þess að fólk finnur fyrir streitu eru margvíslegar og mætti flokka í ytri og innri streituvalda. Þeir ytri myndu þá falla undir vinnu og vinnuumhverfi, skóla og nám, fjármál, fjölskyldu og vini svo dæmi séu tekin og breytingar eða álag í kringum þessa þætti. Innri streituvaldar geta verið ótti og kvíði við aðstæður, óvissa og það að hafa ekki stjórn, skoðanir, væntingar og fleira má telja í þennan hóp og eru líklega mjög fljótandi skilin á milli þeirra ytri og innri. Til þess að reyna að útskýra streitu og skaðsemi hennar er gott að hafa í huga að til þess að geta brugðist hratt við líkt og við gerðum í skóginum í gamla daga þegar okkur var ógnað, þá er mikilvægt að auka blóðflæði. Hjartsláttur eykst og blóðþrýstingur líka, æðar til vöðva, heila og hjarta eru á fullum dampi á meðan meltingarfæri til dæmis fá minna flæði, við erum jú ekki að fara að næra okkur! Storkuferli fara af stað í blóði sem hindra blæðingu ef við skyldum meiða okkur eða fá sár. Öndun grynnkar og eykst til að losa okkur hraðar við koltvísýring og halda uppi súrefnismettun. Orkuefni eins og sykur eru losuð úr geymslum í lifur og vöðvum til að eiga nóg að brenna. Skynfærin auka næmi sitt og hormón flæða úr nýrnahettunum sem hafa áhrif á orkubúskapinn, ónæmiskerfið og saltbúskap líkamans. Þessu til viðbótar eru fjöldamargir ferlar sem fara af stað í líkamanum og hafa viðbótaráhrif á líf og líðan. Að þessu sögðu er ljóst að þetta viðbragð er mjög gagnlegt til skamms tíma en að sama skapi mjög skaðlegt ef það er viðvarandi. Þrátt fyrir alla þessa þekkingu eigum við enn í talsverðum erfiðleikum með að segja með afgerandi hætti hverju nákvæmlega streitan veldur hjá hverjum og einum. Þó er talið að við aukum hættuna á hjarta- og æðaáföllum, offitu, sykursýki, krabbameinum, sýkingum hvers konar, minnistapi, meltingartruflunum, minnkaðri kynhvöt, kyngetu og jafnvel ófrjósemi hefur verið tengd við langtímaáhrif streitu. Ýmis léttvægari og auðvitað algengari einkenni svo sem höfuðverkur, vöðvabólga, orkuleysi, ógleði og svimi eru einnig nefnd.Býsna einfalt Það sem við getum þó gert og var tilefni nýlegrar ráðstefnu Vinnueftirlitsins er að reyna að átta okkur á streituvöldum, sérstaklega þeim sem tengjast vinnu og vinnuumhverfi. Þekkja einkenni langvarandi streitu á líkama okkar og reyna að koma í veg fyrir þróun þessara sjúkdóma sem að ofan eru nefndir. Erfitt er að mæla streitu öðruvísi en að spyrja fólk og eðlilega er munur á milli einstaklinga. Til eru mælingar á cortisol í munnvatni og víðar sem dæmi, en enn sem komið er ekki til nein „almennileg“ mæling á því sem virkar á alla hvort viðkomandi sé streittur eða í langvarandi streituástandi. Við verðum því með markvissum hætti að verjast streitu í gegnum fræðslu en einnig með því að sinna grunnþörfum okkar um nægan svefn og hvíld á milli verka og áreitis. Draga úr áfengis-, tóbaks og koffínneyslu. Stunda slökun af einhverju tagi og þá er nauðsynlegt að hreyfa sig reglubundið og borða hollt. Býsna einfalt en flókið þó! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Orðið streita þekkja flestir og við höfum fengið að heyra af því á undangengnum árum að hún valdi hinum ýmsu kvillum og oftar en ekki er neikvæður tónn í umræðunni þegar hún er rædd. Það má þó ekki gleyma því að streitan er nauðsynleg líka og holl að vissu marki. Ef hún hins vegar fer ekki eða er viðvarandi virðist ljóst að hún er skaðleg fyrir okkur á margvíslegan máta. Flest höfum við heyrt um slíkt en fæstir gera sér í raun grein fyrir því hvað er að gerast í líkamanum þegar þetta ástand varir, þó við þekkjum líklega öll á sama tíma tilfinninguna að vera streitt. Það er býsna flókið ferli sem á sér stað í hinu náttúrulega varnarviðbragði sem er hannað til þess að búa sig undir átök eða flótta. Á eftir slíku kemur iðulega hvíld og tími til að hlaða batteríin sem er nauðsynlegt til að geta brugðist aftur hratt við næstu hættu. Þegar varnarviðbragðið er orðið regla fremur en undantekning fer að halla undan fæti.Fljótandi skil Ástæður þess að fólk finnur fyrir streitu eru margvíslegar og mætti flokka í ytri og innri streituvalda. Þeir ytri myndu þá falla undir vinnu og vinnuumhverfi, skóla og nám, fjármál, fjölskyldu og vini svo dæmi séu tekin og breytingar eða álag í kringum þessa þætti. Innri streituvaldar geta verið ótti og kvíði við aðstæður, óvissa og það að hafa ekki stjórn, skoðanir, væntingar og fleira má telja í þennan hóp og eru líklega mjög fljótandi skilin á milli þeirra ytri og innri. Til þess að reyna að útskýra streitu og skaðsemi hennar er gott að hafa í huga að til þess að geta brugðist hratt við líkt og við gerðum í skóginum í gamla daga þegar okkur var ógnað, þá er mikilvægt að auka blóðflæði. Hjartsláttur eykst og blóðþrýstingur líka, æðar til vöðva, heila og hjarta eru á fullum dampi á meðan meltingarfæri til dæmis fá minna flæði, við erum jú ekki að fara að næra okkur! Storkuferli fara af stað í blóði sem hindra blæðingu ef við skyldum meiða okkur eða fá sár. Öndun grynnkar og eykst til að losa okkur hraðar við koltvísýring og halda uppi súrefnismettun. Orkuefni eins og sykur eru losuð úr geymslum í lifur og vöðvum til að eiga nóg að brenna. Skynfærin auka næmi sitt og hormón flæða úr nýrnahettunum sem hafa áhrif á orkubúskapinn, ónæmiskerfið og saltbúskap líkamans. Þessu til viðbótar eru fjöldamargir ferlar sem fara af stað í líkamanum og hafa viðbótaráhrif á líf og líðan. Að þessu sögðu er ljóst að þetta viðbragð er mjög gagnlegt til skamms tíma en að sama skapi mjög skaðlegt ef það er viðvarandi. Þrátt fyrir alla þessa þekkingu eigum við enn í talsverðum erfiðleikum með að segja með afgerandi hætti hverju nákvæmlega streitan veldur hjá hverjum og einum. Þó er talið að við aukum hættuna á hjarta- og æðaáföllum, offitu, sykursýki, krabbameinum, sýkingum hvers konar, minnistapi, meltingartruflunum, minnkaðri kynhvöt, kyngetu og jafnvel ófrjósemi hefur verið tengd við langtímaáhrif streitu. Ýmis léttvægari og auðvitað algengari einkenni svo sem höfuðverkur, vöðvabólga, orkuleysi, ógleði og svimi eru einnig nefnd.Býsna einfalt Það sem við getum þó gert og var tilefni nýlegrar ráðstefnu Vinnueftirlitsins er að reyna að átta okkur á streituvöldum, sérstaklega þeim sem tengjast vinnu og vinnuumhverfi. Þekkja einkenni langvarandi streitu á líkama okkar og reyna að koma í veg fyrir þróun þessara sjúkdóma sem að ofan eru nefndir. Erfitt er að mæla streitu öðruvísi en að spyrja fólk og eðlilega er munur á milli einstaklinga. Til eru mælingar á cortisol í munnvatni og víðar sem dæmi, en enn sem komið er ekki til nein „almennileg“ mæling á því sem virkar á alla hvort viðkomandi sé streittur eða í langvarandi streituástandi. Við verðum því með markvissum hætti að verjast streitu í gegnum fræðslu en einnig með því að sinna grunnþörfum okkar um nægan svefn og hvíld á milli verka og áreitis. Draga úr áfengis-, tóbaks og koffínneyslu. Stunda slökun af einhverju tagi og þá er nauðsynlegt að hreyfa sig reglubundið og borða hollt. Býsna einfalt en flókið þó!
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun