Saga jólasveinsins 1. nóvember 2014 00:01 Fyrsti þekkti jólasveinnin var Sankti Nikulás frá Myru sem nú er Tyrkland. Hann var eina barn ríkrar fjölskyldu en varð munarlaus á unga aldri þegar foreldrar hans dóu báðir úr plágunni. Hann ólst upp í klaustri, þegar hann varð 17 ára var hann einn af yngstu prestum sögunnar.Af jólavef Júlla Sankti NikulásMargar sögur eru til af gjafmildi hans, en hann gaf allan sinn auð til bágstaddra og þá sérstaklega barna. Sagan segir að hann hafi látið poka með gulli detta niður um reykháfa eða hent pokunum inn um glugga og ofan í sokka sem héngu til þerris á arinhillum. Seinna varð hann biskup. Íslensku jólasveinarnirÍslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Á þessari öld hafa þeir mildast mikið og klæða sig stundum í rauð spariföt, en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir. Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki.Elsta mynd af jólasveininum í íslensku blaði árið 1901, Æskunni - Danskir jólanissar í heimsókn.Þetta er greinilega miðevrópski jólasveinninn en í blaðinu er hann einungis nefndur gamli maðurinn. Upp úr síðustu aldamótum taka jólasveinar á Íslandi smám saman að fá æ meiri svip af þessum útlendu körlum bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Ímynd góða jólasveinsins með gjafirnar náði fljótt nokkurri fótfestu. Smám saman verða jólasveinar smáskrítnir vinir barna fremur en fjendur, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur. Munu verslanir ekki síst hafa stuðlað að þessari þróun með því að nota jólasveina í búðargluggum og seinna blaðaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Afstöðubreyting þessi hefst miklu fyrr í kaupstöðum en sveitum. Áhrif útvarpsinsKringum 1930 virðist verða einskonar þjóðarsátt um jólasveinana. Þá tók Ríkistúvarpið til starfa og strax um jólin 1931 kom íslenskur jólasveinn í heimsókn í barnatíma þess í útvarpssal. Sá siður hefur haldist æ síðan og leikarar valið sér eitthvert hinna hefbundnu jólasveinanafna, hvort sem þeir komu fram í útvarpi eða á annarri jólatrésskemmtun. Þessi jólasveinn var hinsvegar hvorki hrekkjóttur né ógnvekjandi heldur einfaldur og góðhjartaður fjallabúi sem undraðist borgarlífið og tæknina. Hann gerði að gamni sínu við börnin, sagði frá og söng um ævi sína og bræðra sinna eða hann rakti grátbrosleg ævintýri sín á leið til byggða. Hann var í gervi hins alþjóðlega jólakarls og gaf börnum að skilnaði ávexti eða annað góðgæti. Eftir 1950 tóku rauðklæddir jólasveinar að sjást í stærri verslunum og enn síðar að hafa í frammi tilburði á götum úti eða húsaþökum. Á nokkrum heimilum var einnig tekið upp á því að láta einhvern í gervi jólasveins koma með gjafir á aðfangadagskvöld en það hefur aldrei orðið mjög vinsælt á Íslandi. Coca-Cola jólasveinninnÁrin 1931 og 1964 hannaði Haddon Sundblom nýja Jólasveina fyrir Coca-Cola samsteypuna og sá jólasveinn varð fljótt frægur. Hann var meðal annars á baksíðu blaðanna Post og National Geographic.Coca Cola jólasveinninn.Þetta er jólasveinninn sem við þekkjum á rauðu fötunum, leðurstigvélunum, hvítu skeggi og slatta af leikföngum í poka á bakinu. Efalaust má einkum þakka það skáldunum og Útvarpinu að íslenskir jólasveinar héldu bæði fjölda sínum og sérnöfnum þótt þeir tækju upp búning og viðmót útlendra jólagaura. Þjóðminjasafn Íslands tók hinsvegar upp þann sið árið 1988 að skipuleggja heimsóknir jólasveina í safnið síðustu 13. daga fyrir jól. Eru þeir þá í gömlum íslenskum klæðum og hafa orðið afar vinsælir meðal yngstu kynslóðar sem þykja þessir jólasveinar mun áhugaverðari en þeir rauðklæddu. Jól Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Jólaklukkur Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jólakaffi með kanil og rjóma Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól
Fyrsti þekkti jólasveinnin var Sankti Nikulás frá Myru sem nú er Tyrkland. Hann var eina barn ríkrar fjölskyldu en varð munarlaus á unga aldri þegar foreldrar hans dóu báðir úr plágunni. Hann ólst upp í klaustri, þegar hann varð 17 ára var hann einn af yngstu prestum sögunnar.Af jólavef Júlla Sankti NikulásMargar sögur eru til af gjafmildi hans, en hann gaf allan sinn auð til bágstaddra og þá sérstaklega barna. Sagan segir að hann hafi látið poka með gulli detta niður um reykháfa eða hent pokunum inn um glugga og ofan í sokka sem héngu til þerris á arinhillum. Seinna varð hann biskup. Íslensku jólasveinarnirÍslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Á þessari öld hafa þeir mildast mikið og klæða sig stundum í rauð spariföt, en geta samt verið þjófóttir og hrekkjóttir. Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki.Elsta mynd af jólasveininum í íslensku blaði árið 1901, Æskunni - Danskir jólanissar í heimsókn.Þetta er greinilega miðevrópski jólasveinninn en í blaðinu er hann einungis nefndur gamli maðurinn. Upp úr síðustu aldamótum taka jólasveinar á Íslandi smám saman að fá æ meiri svip af þessum útlendu körlum bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Ímynd góða jólasveinsins með gjafirnar náði fljótt nokkurri fótfestu. Smám saman verða jólasveinar smáskrítnir vinir barna fremur en fjendur, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur. Munu verslanir ekki síst hafa stuðlað að þessari þróun með því að nota jólasveina í búðargluggum og seinna blaðaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Afstöðubreyting þessi hefst miklu fyrr í kaupstöðum en sveitum. Áhrif útvarpsinsKringum 1930 virðist verða einskonar þjóðarsátt um jólasveinana. Þá tók Ríkistúvarpið til starfa og strax um jólin 1931 kom íslenskur jólasveinn í heimsókn í barnatíma þess í útvarpssal. Sá siður hefur haldist æ síðan og leikarar valið sér eitthvert hinna hefbundnu jólasveinanafna, hvort sem þeir komu fram í útvarpi eða á annarri jólatrésskemmtun. Þessi jólasveinn var hinsvegar hvorki hrekkjóttur né ógnvekjandi heldur einfaldur og góðhjartaður fjallabúi sem undraðist borgarlífið og tæknina. Hann gerði að gamni sínu við börnin, sagði frá og söng um ævi sína og bræðra sinna eða hann rakti grátbrosleg ævintýri sín á leið til byggða. Hann var í gervi hins alþjóðlega jólakarls og gaf börnum að skilnaði ávexti eða annað góðgæti. Eftir 1950 tóku rauðklæddir jólasveinar að sjást í stærri verslunum og enn síðar að hafa í frammi tilburði á götum úti eða húsaþökum. Á nokkrum heimilum var einnig tekið upp á því að láta einhvern í gervi jólasveins koma með gjafir á aðfangadagskvöld en það hefur aldrei orðið mjög vinsælt á Íslandi. Coca-Cola jólasveinninnÁrin 1931 og 1964 hannaði Haddon Sundblom nýja Jólasveina fyrir Coca-Cola samsteypuna og sá jólasveinn varð fljótt frægur. Hann var meðal annars á baksíðu blaðanna Post og National Geographic.Coca Cola jólasveinninn.Þetta er jólasveinninn sem við þekkjum á rauðu fötunum, leðurstigvélunum, hvítu skeggi og slatta af leikföngum í poka á bakinu. Efalaust má einkum þakka það skáldunum og Útvarpinu að íslenskir jólasveinar héldu bæði fjölda sínum og sérnöfnum þótt þeir tækju upp búning og viðmót útlendra jólagaura. Þjóðminjasafn Íslands tók hinsvegar upp þann sið árið 1988 að skipuleggja heimsóknir jólasveina í safnið síðustu 13. daga fyrir jól. Eru þeir þá í gömlum íslenskum klæðum og hafa orðið afar vinsælir meðal yngstu kynslóðar sem þykja þessir jólasveinar mun áhugaverðari en þeir rauðklæddu.
Jól Mest lesið Improv Ísland tekur jólapeysuna í fóstur Jól Jólaklukkur Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Látlaust og stílhreint í ár Jólin Jólakaffi með kanil og rjóma Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Fiskur er hátíðarmatur á Ítalíu Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól