Sæstrengur og náttúra Íslands Jón Steinsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Íslendingar standa í dag frammi fyrir tækifæri sem gæti gjörbreytt lífskjörum í landinu. Heimsmarkaðsverð á raforku hefur snarhækkað og á sama tíma hefur orðið tæknilega fýsilegt að leggja rafmagnssæstreng frá Íslandi til Bretlands. Þessi þróun hefur gert það að verkum að verðmæti orkuauðlinda þjóðarinnar hafa margfaldast. Í dag eru náttúruauðlindir Íslendinga líklega verðmætari miðað við höfðatölu en olíusjóður Norðmanna. Ef rétt er haldið á spilunum ættu laun og lífskjör á Íslandi að geta orðið jafn góð og í Noregi. En þrátt fyrir að sæstrengur feli í sér þetta mikla tækifæri eru margir andvígir eða að minnsta kosti tvístígandi gagnvart þessum möguleika. Eitt af því sem margir hafa áhyggjur af er að lagning sæstrengs kalli á umfangsmiklar nýjar virkjanir og þar með mikil náttúruspjöll.40% orkunnar eru fyrir hendi Þessar áhyggjur eru meiri en efni standa til. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri er að unnt er að bæta nýtingu þeirra virkjana sem nú þegar eru fyrir hendi umtalsvert ef sæstrengur er lagður til Bretlands. Í lokuðu orkukerfi Íslands er nauðsynlegt að byggja upp umframafkastagetu til þess að geta tekist á við sveiflur í vatnsbúskap og tryggt afhendingaröryggi á rafmagni í slæmu vatnsári. Alla jafna er því talsverð umframorka í kerfinu sem í dag er óbeisluð (lónin fyllast og vatnið rennur fram hjá virkjununum). Þessa umframorku er unnt að selja um strenginn án þess að nokkuð sé virkjað. Samtals eru þetta um 40% af þeirri orku sem þarf í sæstrenginn eða um 2 TWst á ári.Rafmagn á lager Hitt sem dregur mjög úr umfangi þeirra virkjana sem ráðast þarf í samfara sæstreng er að sæstrengurinn gerir okkur kleift að flytja inn ódýra raforku á næturnar. Slíkur innflutningur er líklega einn þáttur í hagkvæmri nýtingu strengsins. Rafmagn fæst nánast ókeypis að nóttu til í Bretlandi. Ástæða þessa er að það svarar ekki kostnaði að slökkva á kjarnorkuverum og kolaorkuverum á nóttunni og vindorkuver framleiða rafmagn jafnt að nóttu sem á degi. Þar sem eftirspurn er minni en framboð á nóttunni fellur verðið á rafmagni niður undir núll (og stundum niður fyrir núll). Ólíkt kola- og kjarnorkuverum Breta er unnt að skrúfa fyrir og skrúfa frá vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar á örfáum mínútum. Við gætum því slökkt á stórum hluta af vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar á nóttunni og keyrt álverin og götuljósin á nánast ókeypis innfluttri raforku. Vatn myndi þá safnast upp á næturnar í uppistöðulónunum okkar og við gætum síðan keyrt vatnsaflsvirkjanirnar sem nú þegar eru til staðar af meira afli á daginn. Það eina sem þyrfti að gera væri að bæta túrbínum í núverandi virkjanir. Gefum okkur að við flyttum inn rafmagn um strenginn í tæpar sex klukkustundir á næturnar. Það gera um 1,5 TWst á ári. Það sparar nægilega mikið vatn í uppistöðulónunum til þess að unnt sé að flytja út 1,5 TWst á daginn án þess að nokkuð sé virkjað.Hversu mikið þarf að virkja? Þessir tveir þættir gefa samanlagt 3,5 TWst á ári sem unnt væri að flytja út um sæstreng án þess að nokkuð sé virkjað. Flestar áætlanir gera ráð fyrir að um 5 TWst væru fluttar út um strenginn á ári. Af þessu sést að sæstrengur kallar einungis á nýjar virkjanir sem nema um 1,5 TWst á ári. Til samanburðar framleiðir Kárahnjúkavirkjun um 5 TWst á ári og heildarorkuframleiðsla Landsvirkjunar er um 13 TWst á ári. Í rammaáætlun um orkunýtingu sem Svandísi Svavarsdóttir, umhverfisráðherra Vinstri-grænna, lagði fram og samþykkt var á Alþingi árið 2013 eru virkjunarkostir upp á 5-8 TWst í nýtingarflokki. Sú rammaáætlun var talsvert gagnrýnd fyrir að vera of höll undir náttúruvernd. Þó kallar sæstrengur einungis á að ráðist verði í langt innan við helming af þeim virkjunarkostum sem eru í nýtingarflokki í þessari rammaáætlun. Náttúra Íslands er svo sannarlega mikils virði. Við eigum því að gera miklar kröfur til þeirra verkefna sem kalla á frekari virkjanir. Margt bendir hins vegar til þess að lagning sæstrengs til Bretlands muni hafa minni áhrif á náttúruna en oft er talað um. Á sama tíma gæti slíkt verkefni haft mikil áhrif á hagsæld íslensku þjóðarinnar og verið kærkomið tækifæri til að skapa tekjur sem nýst gætu til að styrkja nauðsynlega innviði samfélagsins. Af þessum sökum tel ég að jafnvel þeir, sem mest er umhugað um náttúru Íslands, eigi að skoða þetta tækifæri af opnum hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa í dag frammi fyrir tækifæri sem gæti gjörbreytt lífskjörum í landinu. Heimsmarkaðsverð á raforku hefur snarhækkað og á sama tíma hefur orðið tæknilega fýsilegt að leggja rafmagnssæstreng frá Íslandi til Bretlands. Þessi þróun hefur gert það að verkum að verðmæti orkuauðlinda þjóðarinnar hafa margfaldast. Í dag eru náttúruauðlindir Íslendinga líklega verðmætari miðað við höfðatölu en olíusjóður Norðmanna. Ef rétt er haldið á spilunum ættu laun og lífskjör á Íslandi að geta orðið jafn góð og í Noregi. En þrátt fyrir að sæstrengur feli í sér þetta mikla tækifæri eru margir andvígir eða að minnsta kosti tvístígandi gagnvart þessum möguleika. Eitt af því sem margir hafa áhyggjur af er að lagning sæstrengs kalli á umfangsmiklar nýjar virkjanir og þar með mikil náttúruspjöll.40% orkunnar eru fyrir hendi Þessar áhyggjur eru meiri en efni standa til. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri er að unnt er að bæta nýtingu þeirra virkjana sem nú þegar eru fyrir hendi umtalsvert ef sæstrengur er lagður til Bretlands. Í lokuðu orkukerfi Íslands er nauðsynlegt að byggja upp umframafkastagetu til þess að geta tekist á við sveiflur í vatnsbúskap og tryggt afhendingaröryggi á rafmagni í slæmu vatnsári. Alla jafna er því talsverð umframorka í kerfinu sem í dag er óbeisluð (lónin fyllast og vatnið rennur fram hjá virkjununum). Þessa umframorku er unnt að selja um strenginn án þess að nokkuð sé virkjað. Samtals eru þetta um 40% af þeirri orku sem þarf í sæstrenginn eða um 2 TWst á ári.Rafmagn á lager Hitt sem dregur mjög úr umfangi þeirra virkjana sem ráðast þarf í samfara sæstreng er að sæstrengurinn gerir okkur kleift að flytja inn ódýra raforku á næturnar. Slíkur innflutningur er líklega einn þáttur í hagkvæmri nýtingu strengsins. Rafmagn fæst nánast ókeypis að nóttu til í Bretlandi. Ástæða þessa er að það svarar ekki kostnaði að slökkva á kjarnorkuverum og kolaorkuverum á nóttunni og vindorkuver framleiða rafmagn jafnt að nóttu sem á degi. Þar sem eftirspurn er minni en framboð á nóttunni fellur verðið á rafmagni niður undir núll (og stundum niður fyrir núll). Ólíkt kola- og kjarnorkuverum Breta er unnt að skrúfa fyrir og skrúfa frá vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar á örfáum mínútum. Við gætum því slökkt á stórum hluta af vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar á nóttunni og keyrt álverin og götuljósin á nánast ókeypis innfluttri raforku. Vatn myndi þá safnast upp á næturnar í uppistöðulónunum okkar og við gætum síðan keyrt vatnsaflsvirkjanirnar sem nú þegar eru til staðar af meira afli á daginn. Það eina sem þyrfti að gera væri að bæta túrbínum í núverandi virkjanir. Gefum okkur að við flyttum inn rafmagn um strenginn í tæpar sex klukkustundir á næturnar. Það gera um 1,5 TWst á ári. Það sparar nægilega mikið vatn í uppistöðulónunum til þess að unnt sé að flytja út 1,5 TWst á daginn án þess að nokkuð sé virkjað.Hversu mikið þarf að virkja? Þessir tveir þættir gefa samanlagt 3,5 TWst á ári sem unnt væri að flytja út um sæstreng án þess að nokkuð sé virkjað. Flestar áætlanir gera ráð fyrir að um 5 TWst væru fluttar út um strenginn á ári. Af þessu sést að sæstrengur kallar einungis á nýjar virkjanir sem nema um 1,5 TWst á ári. Til samanburðar framleiðir Kárahnjúkavirkjun um 5 TWst á ári og heildarorkuframleiðsla Landsvirkjunar er um 13 TWst á ári. Í rammaáætlun um orkunýtingu sem Svandísi Svavarsdóttir, umhverfisráðherra Vinstri-grænna, lagði fram og samþykkt var á Alþingi árið 2013 eru virkjunarkostir upp á 5-8 TWst í nýtingarflokki. Sú rammaáætlun var talsvert gagnrýnd fyrir að vera of höll undir náttúruvernd. Þó kallar sæstrengur einungis á að ráðist verði í langt innan við helming af þeim virkjunarkostum sem eru í nýtingarflokki í þessari rammaáætlun. Náttúra Íslands er svo sannarlega mikils virði. Við eigum því að gera miklar kröfur til þeirra verkefna sem kalla á frekari virkjanir. Margt bendir hins vegar til þess að lagning sæstrengs til Bretlands muni hafa minni áhrif á náttúruna en oft er talað um. Á sama tíma gæti slíkt verkefni haft mikil áhrif á hagsæld íslensku þjóðarinnar og verið kærkomið tækifæri til að skapa tekjur sem nýst gætu til að styrkja nauðsynlega innviði samfélagsins. Af þessum sökum tel ég að jafnvel þeir, sem mest er umhugað um náttúru Íslands, eigi að skoða þetta tækifæri af opnum hug.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun