Þakkar konunni fyrir stuðninginn 16. desember 2014 09:45 Leikarinn hvetur fjölmiðla til að fjalla um ásakanirnar á hendur honum á hlutlausan hátt. Vísir/Getty Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi. Í viðtali við New York Post hrósaði grínistinn eiginkonu sinni, Camille, fyrir „styrk“ sem hún hefur sýnt með því að standa með honum. Cosby, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart meira en tólf konum, sagði að sér hefði verið ráðlagt að tala ekki um ásakanirnar. Leikarinn, sem er 77 ára, bað fréttamenn um að halda hlutleysi. „Ég geri bara ráð fyrir því að þeldökkt fjölmiðlafólk hafi uppi framúrskarandi viðmið í blaðamennsku og þegar það gerir það verður það að fjalla um þetta á hlutlausan hátt,“ sagði Cosby. Hann bætti við að „kvenlæg ást og styrkur“ hefði hjálpað sér í gegnum stormviðrið og bætti svo við: „Þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla.“ Lögreglan í Los Angeles hóf nýlega rannsókn á ásökunum Judy Huth um að Cosby hefði misnotað hana þegar hún var 15 ára. Í lögsókn sinni sagði hún að leikarinn hefði gefið henni áfengi og neytt hana svo til kynferðisathafnar í svefnherbergi á Playboy-setrinu í kringum 1974, eða fyrir fjörutíu árum. Cosby hefur á móti höfðað mál gegn hinni 55 ára Huth og segir að hún vilji einungis hafa af honum fé. Segir hann ásakanir hennar tilhæfulausar. Lögfræðingar hans, sem hafa einnig neitað öllum ásökunum, sendu nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu umfjöllun fjölmiðla um málið sem „fjölmiðlafári“. Leikarinn hefur aldrei verið ákærður fyrir glæp en ásakanirnar gegn honum hafa orðið til þess að hann aflýsti uppistandsferðalagi sínu og hætti við nokkur sjónvarpsverkefni.Þekktur sem Cliff Huxtable Bill Cosby er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn peysuklæddi pabbi Dr. Cliff Huxtable úr gamanþáttunum The Cosby Show sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Cosby kom fyrst fram í sjónvarpi í Kvöldþætti NBC árið 1963. Í framhaldinu gerði hann plötusamning við Warner Brothers og gaf út röð verðlaunaðra grínplatna. Árið 1965 varð Cosby fyrsti þeldökki leikarinn til að leika aðalhlutverk í dramaþáttum í sjónvarpi þegar hann fékk hlutverk í I Spy. Hann byrjaði að leika í The Cosby Show árið 1984 og gekk þátturinn um átta ára skeið. Fyrstu ásakanir á hendur Cosby um kynferðislegt ofbeldi komu upp árið 2005 þegar Andrea Constand, starfsmaður í gamla háskólanum hans, sakaði leikarann um að hafa látið hana taka eiturlyf og misnotað hana á heimili hennar ári fyrr Bill Cosby Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi. Í viðtali við New York Post hrósaði grínistinn eiginkonu sinni, Camille, fyrir „styrk“ sem hún hefur sýnt með því að standa með honum. Cosby, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart meira en tólf konum, sagði að sér hefði verið ráðlagt að tala ekki um ásakanirnar. Leikarinn, sem er 77 ára, bað fréttamenn um að halda hlutleysi. „Ég geri bara ráð fyrir því að þeldökkt fjölmiðlafólk hafi uppi framúrskarandi viðmið í blaðamennsku og þegar það gerir það verður það að fjalla um þetta á hlutlausan hátt,“ sagði Cosby. Hann bætti við að „kvenlæg ást og styrkur“ hefði hjálpað sér í gegnum stormviðrið og bætti svo við: „Þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla.“ Lögreglan í Los Angeles hóf nýlega rannsókn á ásökunum Judy Huth um að Cosby hefði misnotað hana þegar hún var 15 ára. Í lögsókn sinni sagði hún að leikarinn hefði gefið henni áfengi og neytt hana svo til kynferðisathafnar í svefnherbergi á Playboy-setrinu í kringum 1974, eða fyrir fjörutíu árum. Cosby hefur á móti höfðað mál gegn hinni 55 ára Huth og segir að hún vilji einungis hafa af honum fé. Segir hann ásakanir hennar tilhæfulausar. Lögfræðingar hans, sem hafa einnig neitað öllum ásökunum, sendu nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu umfjöllun fjölmiðla um málið sem „fjölmiðlafári“. Leikarinn hefur aldrei verið ákærður fyrir glæp en ásakanirnar gegn honum hafa orðið til þess að hann aflýsti uppistandsferðalagi sínu og hætti við nokkur sjónvarpsverkefni.Þekktur sem Cliff Huxtable Bill Cosby er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn peysuklæddi pabbi Dr. Cliff Huxtable úr gamanþáttunum The Cosby Show sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Cosby kom fyrst fram í sjónvarpi í Kvöldþætti NBC árið 1963. Í framhaldinu gerði hann plötusamning við Warner Brothers og gaf út röð verðlaunaðra grínplatna. Árið 1965 varð Cosby fyrsti þeldökki leikarinn til að leika aðalhlutverk í dramaþáttum í sjónvarpi þegar hann fékk hlutverk í I Spy. Hann byrjaði að leika í The Cosby Show árið 1984 og gekk þátturinn um átta ára skeið. Fyrstu ásakanir á hendur Cosby um kynferðislegt ofbeldi komu upp árið 2005 þegar Andrea Constand, starfsmaður í gamla háskólanum hans, sakaði leikarann um að hafa látið hana taka eiturlyf og misnotað hana á heimili hennar ári fyrr
Bill Cosby Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira