Kaleo gerir samning við Atlantic Records Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Hljómsveitin Kaleo skrifar undir samning við tvö risafyrirtæki í Bandaríkjunum. mynd/Baldvin Vernharðsson „Kaleo hefur skrifað undir plötusamning við Atlantic Records um að tónlist hljómsveitarinnar verði gefin út á heimsvísu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Bruce Kalmick, sem er nýr umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. Þá hefur hljómsveitin einnig skrifað undir svokallaðan „publishing“-samning við Warner/Chappell Music, sem þýðir að fyrirtækið sér um að koma tónlist Kaleo að í kvikmyndum, auglýsingum, sjónvarpsþáttum og svo framvegis. „Það er auðvitað mikill heiður að fá að semja við eins sögufrægt fyrirtæki og Atlantic Records. Við erum samt með báða fætur á jörðinni og verðum bara að bíða og sjá hvað þetta leiðir af sér. Þetta er mjög spennandi tækifæri og við hlökkum mikið til þess að taka á við þetta,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og stefnir allt í að athyglin aukist til mikilla muna á næstunni, sérstaklega ef marka má umboðsmanninn. „Ég fékk tónlistina þeirra senda í júlí og heillaðist strax af henni og hljómnum þeirra. Eftir nokkur Skype-símtöl ákvað ég að fljúga til Íslands í september, til þess að sjá þá spila á tónleikum og kynnast þeim. Ég var gjörsamlega heillaður af hæfileikum þeirra,“ útskýrir Kalmick. Það voru þó ekki eingöngu tónlistarhæfileikar piltanna sem heilluðu nýja umboðsmanninn. „Ég heillaðist líka af þeim sem manneskjum. Þeir hafa á skömmum tíma orðið hluti af fjölskyldunni minni. Fyrir mig og mitt fyrirtæki, koma hæfileikar og fara, en svona góðar manneskjur eins og þeir eru, gera bransann skemmtilegri fyrir okkur,“ segir Kalmick. Hann starfar fyrir umboðsskrifstofuna Triple 8 Management í Bandaríkjunum og hefur verið umboðsmaður Kaleo síðan 8. október síðastliðinn. „Áhuginn frá stóru plötufyrirtækjunum kom í ljós fljótlega eftir að lagið All the Pretty Girls komst á Viral-topp 50 listann í Bandaríkjunum. Þetta er í raun hlutfall deilinga við hlustanir,“ útskýrir Sindri Ástmarsson, fyrrverandi umboðsmaður sveitarinnar. „Við vorum í viðræðum við sirka tíu erlenda umboðsmenn en þegar við hittum Bruce vorum við vissir um að hann væri sá rétti. Bruce var fljótur að taka þetta á næsta stig og talaði við toppana hjá stærstu fyrirtækjunum,“ bætir Sindri við og segir að mörg stór erlend plötufyrirtæki hafi verið á eftir strákunum. Kalmick efast ekki um að Kaleo eigi eftir að ná langt á heimsvísu. „Ég er raunsær maður en þegar kemur að Kaleo er ég ekki í nokkrum vafa. Sveitin á eftir að verða ein þekktasta rokkhljómsveit heims fyrir árið 2017, ef ekki fyrr,“ segir hann ákveðinn í bragði. Fyrsta smáskífulag Kaleo kemur út í Bandaríkjunum í mars næstkomandi.Þekkt nöfn hjá Atlantic Records: Ray Charles Rolling Stones Led Zeppelin Bruno Mars Genesis Ed Sheeran Coldplay Phil Collins Stone Temple Pilots Svo nokkur nöfn séu nefnd en ótrúlegur fjöldi þekktra listamanna er á eða hafa verið með samning við Atlantic Records. Atlantic Records er dótturfyrirtæki Warner Music Group.Þekkt nöfn hjá Warner/Chappell Beyonce Dr. Dre Eric Clapton George Michael Jay Z Michael Bublé Madonna Muse Radiohead Slash Kaleo Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira
„Kaleo hefur skrifað undir plötusamning við Atlantic Records um að tónlist hljómsveitarinnar verði gefin út á heimsvísu,“ segir Bandaríkjamaðurinn Bruce Kalmick, sem er nýr umboðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo. Þá hefur hljómsveitin einnig skrifað undir svokallaðan „publishing“-samning við Warner/Chappell Music, sem þýðir að fyrirtækið sér um að koma tónlist Kaleo að í kvikmyndum, auglýsingum, sjónvarpsþáttum og svo framvegis. „Það er auðvitað mikill heiður að fá að semja við eins sögufrægt fyrirtæki og Atlantic Records. Við erum samt með báða fætur á jörðinni og verðum bara að bíða og sjá hvað þetta leiðir af sér. Þetta er mjög spennandi tækifæri og við hlökkum mikið til þess að taka á við þetta,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo. Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og stefnir allt í að athyglin aukist til mikilla muna á næstunni, sérstaklega ef marka má umboðsmanninn. „Ég fékk tónlistina þeirra senda í júlí og heillaðist strax af henni og hljómnum þeirra. Eftir nokkur Skype-símtöl ákvað ég að fljúga til Íslands í september, til þess að sjá þá spila á tónleikum og kynnast þeim. Ég var gjörsamlega heillaður af hæfileikum þeirra,“ útskýrir Kalmick. Það voru þó ekki eingöngu tónlistarhæfileikar piltanna sem heilluðu nýja umboðsmanninn. „Ég heillaðist líka af þeim sem manneskjum. Þeir hafa á skömmum tíma orðið hluti af fjölskyldunni minni. Fyrir mig og mitt fyrirtæki, koma hæfileikar og fara, en svona góðar manneskjur eins og þeir eru, gera bransann skemmtilegri fyrir okkur,“ segir Kalmick. Hann starfar fyrir umboðsskrifstofuna Triple 8 Management í Bandaríkjunum og hefur verið umboðsmaður Kaleo síðan 8. október síðastliðinn. „Áhuginn frá stóru plötufyrirtækjunum kom í ljós fljótlega eftir að lagið All the Pretty Girls komst á Viral-topp 50 listann í Bandaríkjunum. Þetta er í raun hlutfall deilinga við hlustanir,“ útskýrir Sindri Ástmarsson, fyrrverandi umboðsmaður sveitarinnar. „Við vorum í viðræðum við sirka tíu erlenda umboðsmenn en þegar við hittum Bruce vorum við vissir um að hann væri sá rétti. Bruce var fljótur að taka þetta á næsta stig og talaði við toppana hjá stærstu fyrirtækjunum,“ bætir Sindri við og segir að mörg stór erlend plötufyrirtæki hafi verið á eftir strákunum. Kalmick efast ekki um að Kaleo eigi eftir að ná langt á heimsvísu. „Ég er raunsær maður en þegar kemur að Kaleo er ég ekki í nokkrum vafa. Sveitin á eftir að verða ein þekktasta rokkhljómsveit heims fyrir árið 2017, ef ekki fyrr,“ segir hann ákveðinn í bragði. Fyrsta smáskífulag Kaleo kemur út í Bandaríkjunum í mars næstkomandi.Þekkt nöfn hjá Atlantic Records: Ray Charles Rolling Stones Led Zeppelin Bruno Mars Genesis Ed Sheeran Coldplay Phil Collins Stone Temple Pilots Svo nokkur nöfn séu nefnd en ótrúlegur fjöldi þekktra listamanna er á eða hafa verið með samning við Atlantic Records. Atlantic Records er dótturfyrirtæki Warner Music Group.Þekkt nöfn hjá Warner/Chappell Beyonce Dr. Dre Eric Clapton George Michael Jay Z Michael Bublé Madonna Muse Radiohead Slash
Kaleo Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Sjá meira