Nærðu ekki nokkri einbeitingu? Rikka skrifar 13. janúar 2015 09:00 visir/getty Margir eiga erfitt með að einbeita sér í vinnunni þessa dagana. Jólin og áramótin eru nýafstaðinn auk þess er mikill myrkur úti og ekki bætir snjókoma og slæm færð á það sem fyrir var af andlegri líðan. Það er allt aðeins þyngra en þegar sólin er hátt á lofti og sumarfuglar vekja mann með fögrum söng á morgnana. Þetta hefur áhrif á okkur öll, við verðum þreyttari og getum fundið fyrir eirðarleysi sem og einbeitingarskorti í þeim verkefnum sem að við eigum að skila af okkur. Allt þetta er eðlilegt en hvað er þá til ráða?Forgangsraðaðu Þú getur bætt einbeitinguna með því að skipta verkum upp í stærri og smærri verk. Kláraðu stærri verkin og láttu smærri verkin mæta afgangi eða færðu þau fram á "to do" listann fram í tímann. Skiptu þeim upp í A og B verk. A verkin þarftu að klára í dag eða á morgun eða allra næstu daga. B verkin geta aðeins beðið, nú og svo geturðu sett nokkur verkefni í C hópinn. En ekki klára þó alla stafina í stafrófinu þó að nóg af þeim sé til.Tölvupóstarnir Vendu þig af því að finnast þú þurfa að svara tölvupóstum á nóinu. Ef einhver þarf lífsnauðsynlega að ná í þig þá getur viðkomandi hringt. Kíktu á póstinn á klukkutímafresti, ef að þú færð mikið af póstum. Annars nægir að kíkja á þá fáeinum sinnum á dag. Gefðu þér þá tíma til að svara. Það sama á að sjálfsögðu við um Facebook og aðra truflandi miðla.Skiptu verkunum uppÞað getur verið yfirþyrmandi að horfa á allt það sem að þú átt eftir að gera. Skiptu verkunum upp í minni hluta og byrjaðu, þannig gerist alltaf eitthvað. Róm var ekki byggð á einum degi, er það? Settu þér raunhæf markmið á hverjum degi sem að þú getur staðið við. Settu þér tímaramma Margir kannast við það úr æsku að tíminn var tekinn á þeim við ýmiskonar verkefni. „Ég skal taka tímann á þér og sjá hvað þú ert fljót að laga til í herberginu þínu/ná í töskuna mína/ taka upp úr pokanum." Við erum þannig innstillt flest að það fer allt af stað í okkur og keppnisandinn æsist upp. Settu þér tímaramma yfir daginn og ekki gleyma að gefa þér lika tíma til að standa aðeins upp og hvíla þig eða verðlauna þig með því til dæmis að ráfa um á netinu í 10 mínútur fyrir hvern klukkutíma sem að þú vinnur.Lagaðu til Þú nærð engum fókus ef allt er á rúi og stúi á skrifborðinu þínu. Reyndu nú að hafa allt í röð og reglu, svona að mestu leyti. En byrjaðu á því laga til á borðinu áður en að þú ferð að vinna, annars ertu með hugann við það reglulega yfir daginn.Hreyfðu þig og slakaðu á Vendu þig á það að hreyfa þig í að minnsta kosti 20 mínútur á dag að lágmarki. Stuttur göngutúr hefur alveg ótrúleg áhrif á einbeitinguna og ekki síður slökun. Prófaðu jóga eða hugleiðslu. Það gerir kraftaverk. Heilsa Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Margir eiga erfitt með að einbeita sér í vinnunni þessa dagana. Jólin og áramótin eru nýafstaðinn auk þess er mikill myrkur úti og ekki bætir snjókoma og slæm færð á það sem fyrir var af andlegri líðan. Það er allt aðeins þyngra en þegar sólin er hátt á lofti og sumarfuglar vekja mann með fögrum söng á morgnana. Þetta hefur áhrif á okkur öll, við verðum þreyttari og getum fundið fyrir eirðarleysi sem og einbeitingarskorti í þeim verkefnum sem að við eigum að skila af okkur. Allt þetta er eðlilegt en hvað er þá til ráða?Forgangsraðaðu Þú getur bætt einbeitinguna með því að skipta verkum upp í stærri og smærri verk. Kláraðu stærri verkin og láttu smærri verkin mæta afgangi eða færðu þau fram á "to do" listann fram í tímann. Skiptu þeim upp í A og B verk. A verkin þarftu að klára í dag eða á morgun eða allra næstu daga. B verkin geta aðeins beðið, nú og svo geturðu sett nokkur verkefni í C hópinn. En ekki klára þó alla stafina í stafrófinu þó að nóg af þeim sé til.Tölvupóstarnir Vendu þig af því að finnast þú þurfa að svara tölvupóstum á nóinu. Ef einhver þarf lífsnauðsynlega að ná í þig þá getur viðkomandi hringt. Kíktu á póstinn á klukkutímafresti, ef að þú færð mikið af póstum. Annars nægir að kíkja á þá fáeinum sinnum á dag. Gefðu þér þá tíma til að svara. Það sama á að sjálfsögðu við um Facebook og aðra truflandi miðla.Skiptu verkunum uppÞað getur verið yfirþyrmandi að horfa á allt það sem að þú átt eftir að gera. Skiptu verkunum upp í minni hluta og byrjaðu, þannig gerist alltaf eitthvað. Róm var ekki byggð á einum degi, er það? Settu þér raunhæf markmið á hverjum degi sem að þú getur staðið við. Settu þér tímaramma Margir kannast við það úr æsku að tíminn var tekinn á þeim við ýmiskonar verkefni. „Ég skal taka tímann á þér og sjá hvað þú ert fljót að laga til í herberginu þínu/ná í töskuna mína/ taka upp úr pokanum." Við erum þannig innstillt flest að það fer allt af stað í okkur og keppnisandinn æsist upp. Settu þér tímaramma yfir daginn og ekki gleyma að gefa þér lika tíma til að standa aðeins upp og hvíla þig eða verðlauna þig með því til dæmis að ráfa um á netinu í 10 mínútur fyrir hvern klukkutíma sem að þú vinnur.Lagaðu til Þú nærð engum fókus ef allt er á rúi og stúi á skrifborðinu þínu. Reyndu nú að hafa allt í röð og reglu, svona að mestu leyti. En byrjaðu á því laga til á borðinu áður en að þú ferð að vinna, annars ertu með hugann við það reglulega yfir daginn.Hreyfðu þig og slakaðu á Vendu þig á það að hreyfa þig í að minnsta kosti 20 mínútur á dag að lágmarki. Stuttur göngutúr hefur alveg ótrúleg áhrif á einbeitinguna og ekki síður slökun. Prófaðu jóga eða hugleiðslu. Það gerir kraftaverk.
Heilsa Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira