Tók rekstrarstjórann af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2015 07:48 Vísir/AP Rekstrarstjóri Lindt kaffihússins í Sydney lét ekki lífið við að reyna að afvopna gíslatökumanninn, sem hélt fjölda manns á Lindt kaffihúsini í Sydney, eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Þess í stað var Tori Johnson látinn krjúpa á hné og skotinn í höfuðið. Við það réðst lögreglan til atlögu og í árásinni létust gíslatökumaðurinn og einn gíslanna. Þetta kom fram á blaðamannafyndi í Sydney seint í gærkvöldi, þar sem ýmsar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Næsta stig rannsóknarinnar er að gíslarnir sjálfir beri vitni, en ekki liggur fyrir hvenær það verður, samkvæmt BBC. Þá staðfesti Michael Barnes, sem sér um rannsóknina, það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum um að gíslinn Katrina Dawson hafi látið lífið eftir að hafa orðið fyrir skoti lögreglumanns. Nánar tiltekið hafi kúlan lent á hörðu yfirborið og endurkastast í Dawson.Sjá einnig: Varð fyrir skoti lögreglu Yfirvöld í Ástralíu rannsaka nú dauðsföllin þrjú í gíslatökunni Lindt kaffihúsinu í Sydney í desember. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvernig gíslarnir létust, sem og gíslatökumaðurinn og hvort að hægt hefði verið að komast hjá þeim dauðsföllum. Þar að auki verður rannsakað hvort og hvernig lögreglan hefði getað brugðist betur við ástandinu.Man Haran Moni var flóttamaður frá Íran, sem hafði verið ákærður fyrir ofbeldisglæpi og sagðist vera klerkur.Sagðist vera á vegum ISIS Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, gekk inn á kaffihúsið og pantaði sér súkkulaðiköku og te. Þá bað hann um að fá að tala við rekstrarstjórann, Tori Johnson. Hann tilkynnti Johnson að hann væri með sprengju og að hann ætti að læsa kaffihúsinu. Seinna um morguninn var Johnson skipað að hringja í neyðarlínuna og segja að vígamenn Íslamska ríkisins væru að ráðast á Ástralíu og að Monis hefði komið fyrir sprengjum um miðborg Sydney. Monis hafði engin tengsl við ISIS Nokkrum gíslum tókst að flýja kaffihúsið yfir daginn, en lögreglan réðst til atlögu eftir 16 tíma umsátursástand. Þá sá leyniskytta lögreglunnar að Monis skaut Johnson í hnakkann eftir að hafa neytt hann til að krjúpa á hné. Áður hefur því verið haldið fram að Johnson hafi orðið fyrir skoti þegar hann reyndi að ná byssunni af Monis. Það kemur hins vegar hvergi fram í skýrslunni.Skaut þrisvar sinnum að lögreglu Meðal þess sem rannsóknin snýr að, samkvæmt AP fréttaveitunni, er hvort að leyniskyttur hefðu átt að skjóta Monis á færi. Monis sjálfur var skotinn 13 sinnum af lögreglu og lést hann samstundis. Hann skaut sjálfur fimm skotum yfir daginn. Einu í átt að gíslum sem flúðu kaffihúsið, síðan þegar hann skaut Tori Johnson og hann skaut þremur skotum að lögreglu. Alls fundust 21 skot í vösum hans. Samkvæmt Sky News varpaði lögreglan ellefu flasssprengjum inn í kaffihúsið og skutu þeir alls 22 skotum að Monis. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51 Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11 Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rekstrarstjóri Lindt kaffihússins í Sydney lét ekki lífið við að reyna að afvopna gíslatökumanninn, sem hélt fjölda manns á Lindt kaffihúsini í Sydney, eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Þess í stað var Tori Johnson látinn krjúpa á hné og skotinn í höfuðið. Við það réðst lögreglan til atlögu og í árásinni létust gíslatökumaðurinn og einn gíslanna. Þetta kom fram á blaðamannafyndi í Sydney seint í gærkvöldi, þar sem ýmsar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Næsta stig rannsóknarinnar er að gíslarnir sjálfir beri vitni, en ekki liggur fyrir hvenær það verður, samkvæmt BBC. Þá staðfesti Michael Barnes, sem sér um rannsóknina, það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum um að gíslinn Katrina Dawson hafi látið lífið eftir að hafa orðið fyrir skoti lögreglumanns. Nánar tiltekið hafi kúlan lent á hörðu yfirborið og endurkastast í Dawson.Sjá einnig: Varð fyrir skoti lögreglu Yfirvöld í Ástralíu rannsaka nú dauðsföllin þrjú í gíslatökunni Lindt kaffihúsinu í Sydney í desember. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvernig gíslarnir létust, sem og gíslatökumaðurinn og hvort að hægt hefði verið að komast hjá þeim dauðsföllum. Þar að auki verður rannsakað hvort og hvernig lögreglan hefði getað brugðist betur við ástandinu.Man Haran Moni var flóttamaður frá Íran, sem hafði verið ákærður fyrir ofbeldisglæpi og sagðist vera klerkur.Sagðist vera á vegum ISIS Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, gekk inn á kaffihúsið og pantaði sér súkkulaðiköku og te. Þá bað hann um að fá að tala við rekstrarstjórann, Tori Johnson. Hann tilkynnti Johnson að hann væri með sprengju og að hann ætti að læsa kaffihúsinu. Seinna um morguninn var Johnson skipað að hringja í neyðarlínuna og segja að vígamenn Íslamska ríkisins væru að ráðast á Ástralíu og að Monis hefði komið fyrir sprengjum um miðborg Sydney. Monis hafði engin tengsl við ISIS Nokkrum gíslum tókst að flýja kaffihúsið yfir daginn, en lögreglan réðst til atlögu eftir 16 tíma umsátursástand. Þá sá leyniskytta lögreglunnar að Monis skaut Johnson í hnakkann eftir að hafa neytt hann til að krjúpa á hné. Áður hefur því verið haldið fram að Johnson hafi orðið fyrir skoti þegar hann reyndi að ná byssunni af Monis. Það kemur hins vegar hvergi fram í skýrslunni.Skaut þrisvar sinnum að lögreglu Meðal þess sem rannsóknin snýr að, samkvæmt AP fréttaveitunni, er hvort að leyniskyttur hefðu átt að skjóta Monis á færi. Monis sjálfur var skotinn 13 sinnum af lögreglu og lést hann samstundis. Hann skaut sjálfur fimm skotum yfir daginn. Einu í átt að gíslum sem flúðu kaffihúsið, síðan þegar hann skaut Tori Johnson og hann skaut þremur skotum að lögreglu. Alls fundust 21 skot í vösum hans. Samkvæmt Sky News varpaði lögreglan ellefu flasssprengjum inn í kaffihúsið og skutu þeir alls 22 skotum að Monis.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51 Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11 Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51
Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29
Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00
Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11
Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00