Þynnka sigga dögg skrifar 29. janúar 2015 09:00 Vísir/Getty Ef þú hefur drukkið áfengi, í óhófi (nú eða hófi), þá er sennilegt að þú hafir upplifað timburmenn eða þynnku daginn eftir. Þynnka lýsir sér oft í ógleði, höfuðverk, sleni og mikilli þreytu. Þynnkan getur verið mismikil en flestir eru sammála um að hún vadli vandkvæðum, sé leiðinleg og geti skemmt daginn eftir mikla skemmtun. Samkvæmt Vísindavefnum er þynnka óhjákvæmlegur fylgikvilli áfengisneyslu því lifrin byrjar að brjóta niður alkóhólið með því að breyta því í asetaldehýð sem er eiturefni og veldur timburmönnum. Þá verður einnig ofþornun í líkamanum og það getur aukið á þynnkuna. Margir luma á ýmsum þynnkuráðum, sumum sem virka og öðrum sem gera það ekki. Það er gott að hafa í huga að mismunandi ráð geta verkað ólíkt á fólk.Vísir/GettyAlgeng þynnkuráð eru að: - Drekka aldrei á fastandi maga. Fáðu þér að borða áður en þú byrjar að drekka svo aftur áður en ferð að sofa og þegar vaknar. - Drekktu vatnsglas með hverjum áfengum drykk - Hafðu drykk sem bætir upp vökvatap og bætir líkamum upp salttap líkt og Gatorade við höndina þegar heim er komið - Fyrir suma virkar að taka B-vítamín fyrir svefninn - Best er að láta renna af sér áður en þú sofnar - Ferskt loft getur einnig hjálpað til, gott er því að skella sér í göngutúr eða allavega opna gluggann ef þynnkan er mikil - Margir lofsama Treo, ein tafla leyst upp í vatni og skolað niður áður en haldið er áfram að kúra Þá eru allskyns matur sem gott er að borða, franskar, eða drekka, eins og lime og tómatar.Vísir/GettyÍ sumum borgum í Bandaríkjunum er hægt að panta heim til sín sérfræðing sem gefur þér eðalþynnkubana í æð og þú verður eldhress eftir klukkustund. Þetta er svolítið dýrt, eða milli 20.000 til 30.000 kr en þeir sem þetta þiggja, lofsama það. Besta ráðið við þynnku samkvæmt Vísindavefnum er einfalt og ætti að henta flestum: Drekktu í hófi. Að drekka mikið vatn áður en lagst er til hvílu hjálpar til við að hindra ofþornun. Magnýltöflur koma ef til vill í veg fyrir höfuðverk morguninn eftir en gætu aukið á ertingu í maga.Versta ráðið er að fá sér annan drykk. Það er fyrsta skrefið í átt að áfengissýki. Heilsa Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ef þú hefur drukkið áfengi, í óhófi (nú eða hófi), þá er sennilegt að þú hafir upplifað timburmenn eða þynnku daginn eftir. Þynnka lýsir sér oft í ógleði, höfuðverk, sleni og mikilli þreytu. Þynnkan getur verið mismikil en flestir eru sammála um að hún vadli vandkvæðum, sé leiðinleg og geti skemmt daginn eftir mikla skemmtun. Samkvæmt Vísindavefnum er þynnka óhjákvæmlegur fylgikvilli áfengisneyslu því lifrin byrjar að brjóta niður alkóhólið með því að breyta því í asetaldehýð sem er eiturefni og veldur timburmönnum. Þá verður einnig ofþornun í líkamanum og það getur aukið á þynnkuna. Margir luma á ýmsum þynnkuráðum, sumum sem virka og öðrum sem gera það ekki. Það er gott að hafa í huga að mismunandi ráð geta verkað ólíkt á fólk.Vísir/GettyAlgeng þynnkuráð eru að: - Drekka aldrei á fastandi maga. Fáðu þér að borða áður en þú byrjar að drekka svo aftur áður en ferð að sofa og þegar vaknar. - Drekktu vatnsglas með hverjum áfengum drykk - Hafðu drykk sem bætir upp vökvatap og bætir líkamum upp salttap líkt og Gatorade við höndina þegar heim er komið - Fyrir suma virkar að taka B-vítamín fyrir svefninn - Best er að láta renna af sér áður en þú sofnar - Ferskt loft getur einnig hjálpað til, gott er því að skella sér í göngutúr eða allavega opna gluggann ef þynnkan er mikil - Margir lofsama Treo, ein tafla leyst upp í vatni og skolað niður áður en haldið er áfram að kúra Þá eru allskyns matur sem gott er að borða, franskar, eða drekka, eins og lime og tómatar.Vísir/GettyÍ sumum borgum í Bandaríkjunum er hægt að panta heim til sín sérfræðing sem gefur þér eðalþynnkubana í æð og þú verður eldhress eftir klukkustund. Þetta er svolítið dýrt, eða milli 20.000 til 30.000 kr en þeir sem þetta þiggja, lofsama það. Besta ráðið við þynnku samkvæmt Vísindavefnum er einfalt og ætti að henta flestum: Drekktu í hófi. Að drekka mikið vatn áður en lagst er til hvílu hjálpar til við að hindra ofþornun. Magnýltöflur koma ef til vill í veg fyrir höfuðverk morguninn eftir en gætu aukið á ertingu í maga.Versta ráðið er að fá sér annan drykk. Það er fyrsta skrefið í átt að áfengissýki.
Heilsa Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira