Ef lesendur hafa velt fyrir sér hvers vegna einvígi eru háð í Söngvakeppni Sjónvarpsins þá þurfa þeir ekki annað en að hugsa til sælgætis sem fæst ekki lengur. Sælgætið er blár ópall en það var einnig nafn drengjabands sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2012 með lagið Stattu upp. Það ár var lagið Mundu eftir mér, í flutningi Gretu Salóme og Jónsa, valið framlag Íslands í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Aserbaídsjan. Það vakti hins vegar athygli að Stattu upp fékk 19.366 atkvæði frá áhorfendum í gegnum símakosningu en Mundu eftir mér fékk 18.649 atkvæði. Það sem varð þess valdandi að Mundu eftir mér varð framlag Íslendinga þetta árið voru atkvæði frá dómnefnd. Atkvæði sjö manna dómnefndar giltu til jafns við atkvæði áhorfenda. Hjá dómnefndinni var Mundu eftir mér í fyrsta sæti en Stattu upp í því þriðja. Því fóru Greta Salóme og Jónsi til Aserbaídsjan en ekki drengirnir í Bláum Ópal. Ári síðar, eða fyrir tveimur árum, ákváð Ríkisútvarpið að koma á einvígi milli tveggja laga um að verða framlag Íslendinga í Eurovision. Var þá fyrirkomulagið þannig á úrslitakvöldinu að keppendur kepptu ekki aðeins um hylli áhorfenda heldur einnig dómnefndar sem hafði helmingsvægi á móti símakosningunni. Þau tvö lög sem voru stigahæst eftir val dómnefndar og áhorfenda mættust í einvígi þar sem kosið var á milli þeirra í hreinni símkosningu áhorfenda. Hefur fyrirkomulagið haldist þannig undanfarin ár og verður með þessu sniði í kvöld. 2. febrúar árið 2013 mættust Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Unnur Eggertsdóttir í þessu einvígi. Eyþór Ingi með lagið Ég á líf en Unnur Eggerts með lagið ég syng. Svo fór að Eyþór Ingi stóð uppi sem sigurvegari og var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Svíþjóð það árið. Ári síðar voru það lögin Engir fordómarar eftir Pollapönk og Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur. Pollapönkarar höfðu verið kosnir í úrslitaþáttinn af áhorfendum en Lífið kviknar á ný var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd ásamt laginu Amor í flutningi Ásdísar Maríu Viðarsdóttur. watch on YouTube Pollapönkarar höfðu afgerandi sigur í þessu einvígi að sögn RÚV og fluttu lagið í Eurovision í Danmörku. Athygli vakti í Söngvakeppninni í fyrra þegar tilkynnt var fyrir einvígi Engra fordóma og Lífið kviknar á ný að þeir keppendur sem komust í einvígið yrðu að flytja framlag sitt á sama tungumáli og í Eurovision. Var það gert svo áhorfendur gætu gert sér grein fyrir því hvernig atriðin yrðu í lokakeppni Eurovision. Pollapönkarar völdu að flytja lagið bæði á íslensku og ensku, það er hluti textans var sunginn á hvoru tungumáli fyrir sig, og átti lagið að halda upprunalega heitinu, Enga fordóma. Það fór hins vegar ekki svo að lagið var flutt á íslensku og ensku í Eurovision heldur einungis á ensku. „Það er auðvitað almenningur sem kýs lagið en við höfum vald til þess að breyta,“ sagði Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, við Fréttablaðið í fyrra um þessa ákvörðun. Samkvæmt 21. grein í reglum Söngvakeppni Sjónvarpsins hefur RÚV nefnilega endanlegt ákvörðunarvald um val á flytjendum, skipulagningu, sviðsetningu og framsetningu tónlistaratriða. Undir það fellur til dæmis skipan hljóðfæraleikara, uppröðun á sviði, allar sviðshreyfingar og annað sem tilheyrir keppninni. Komi upp ágreiningur gildir tillaga RÚV og náist ekki samkomulag hefur RÚV fullt leyfi til að vísa lagi úr keppni. Þá segir í 27. grein þessara reglna að flytjendur sigurlagsins í Söngvakeppninni verði ekki sjálfkjörnir fulltrúar Íslands þegar kemur að Eurovision. Áskilur RÚV sér rétt til, að höfðu samráði við höfunda þess lags sem sigrar, að velja það listafólk sem tekur þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands. Þannig að það er alls ekki víst að það lag sem áhorfendur velja í kvöld verði í þeirri mynd sem það birtist á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Ekki skylt að gefa upp atkvæðadreifingu Í ár varð sú nýbreytni að RÚV ákvað að birta nöfn þeirra sem eiga sæti í þessari dómnefnd sem hefur helmingsvægi á móti símakosningu dómnefndar. RÚV ákvað að bæta við grein í reglum um Söngvakeppnina að nöfn dómnefndarmanna yrðu birt eigi síðar en viku fyrir úrslitakvöldið. Það fór þó svo að RÚV braut eigin reglu og birti ekki nöfnin fyrr en þremur dögum fyrir úrslitakvöldið. Engu að síður birti RÚV nöfnin sjálfviljugt sem er nýbreytni því hingað til hafði það ekki verið gert nema með einni undantekningu. RÚV var nefnilega ekki skylt að gefa upp nöfn dómnefndarmanna og er ennþá ekki skylt að gefa upp hvernig atkvæðin úr símakosningu dreifast á milli keppenda. Síðast var það gert þegar vafamál kom upp um úrslit Söngvakeppninnar árið 2012 þegar umrædd sveit, Blár ópall, óskaði eftir því að atkvæðamagnið yrði gefið upp sem og hver niðurstaða dómnefndarinnar var. Þannig að minni líkur eru á því en meiri að RÚV muni opinbera hve mörg atkvæði voru greidd í úrslitaþættinum á næstkomandi vikum. Það í raun ræðst af keppendunum hvort þeir efist um niðurstöðu keppninnar eða upp komi einhverskonar vafaatriði. Fylgst verður grannt með gangi mála í keppninni í kvöld hér á Vísi. Bein textalýsing verður á Twitter þar sem tíst verður undir merkinu #12stig. Eru sjónvarpsáhorfendur hvattir til að tísta með skemmtilegum myndum úr veislum sem vafalítið verða úti um allan bæ. Eurovision Fréttaskýringar Mest lesið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist
Ef lesendur hafa velt fyrir sér hvers vegna einvígi eru háð í Söngvakeppni Sjónvarpsins þá þurfa þeir ekki annað en að hugsa til sælgætis sem fæst ekki lengur. Sælgætið er blár ópall en það var einnig nafn drengjabands sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2012 með lagið Stattu upp. Það ár var lagið Mundu eftir mér, í flutningi Gretu Salóme og Jónsa, valið framlag Íslands í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Aserbaídsjan. Það vakti hins vegar athygli að Stattu upp fékk 19.366 atkvæði frá áhorfendum í gegnum símakosningu en Mundu eftir mér fékk 18.649 atkvæði. Það sem varð þess valdandi að Mundu eftir mér varð framlag Íslendinga þetta árið voru atkvæði frá dómnefnd. Atkvæði sjö manna dómnefndar giltu til jafns við atkvæði áhorfenda. Hjá dómnefndinni var Mundu eftir mér í fyrsta sæti en Stattu upp í því þriðja. Því fóru Greta Salóme og Jónsi til Aserbaídsjan en ekki drengirnir í Bláum Ópal. Ári síðar, eða fyrir tveimur árum, ákváð Ríkisútvarpið að koma á einvígi milli tveggja laga um að verða framlag Íslendinga í Eurovision. Var þá fyrirkomulagið þannig á úrslitakvöldinu að keppendur kepptu ekki aðeins um hylli áhorfenda heldur einnig dómnefndar sem hafði helmingsvægi á móti símakosningunni. Þau tvö lög sem voru stigahæst eftir val dómnefndar og áhorfenda mættust í einvígi þar sem kosið var á milli þeirra í hreinni símkosningu áhorfenda. Hefur fyrirkomulagið haldist þannig undanfarin ár og verður með þessu sniði í kvöld. 2. febrúar árið 2013 mættust Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Unnur Eggertsdóttir í þessu einvígi. Eyþór Ingi með lagið Ég á líf en Unnur Eggerts með lagið ég syng. Svo fór að Eyþór Ingi stóð uppi sem sigurvegari og var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í Svíþjóð það árið. Ári síðar voru það lögin Engir fordómarar eftir Pollapönk og Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur. Pollapönkarar höfðu verið kosnir í úrslitaþáttinn af áhorfendum en Lífið kviknar á ný var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd ásamt laginu Amor í flutningi Ásdísar Maríu Viðarsdóttur. watch on YouTube Pollapönkarar höfðu afgerandi sigur í þessu einvígi að sögn RÚV og fluttu lagið í Eurovision í Danmörku. Athygli vakti í Söngvakeppninni í fyrra þegar tilkynnt var fyrir einvígi Engra fordóma og Lífið kviknar á ný að þeir keppendur sem komust í einvígið yrðu að flytja framlag sitt á sama tungumáli og í Eurovision. Var það gert svo áhorfendur gætu gert sér grein fyrir því hvernig atriðin yrðu í lokakeppni Eurovision. Pollapönkarar völdu að flytja lagið bæði á íslensku og ensku, það er hluti textans var sunginn á hvoru tungumáli fyrir sig, og átti lagið að halda upprunalega heitinu, Enga fordóma. Það fór hins vegar ekki svo að lagið var flutt á íslensku og ensku í Eurovision heldur einungis á ensku. „Það er auðvitað almenningur sem kýs lagið en við höfum vald til þess að breyta,“ sagði Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, við Fréttablaðið í fyrra um þessa ákvörðun. Samkvæmt 21. grein í reglum Söngvakeppni Sjónvarpsins hefur RÚV nefnilega endanlegt ákvörðunarvald um val á flytjendum, skipulagningu, sviðsetningu og framsetningu tónlistaratriða. Undir það fellur til dæmis skipan hljóðfæraleikara, uppröðun á sviði, allar sviðshreyfingar og annað sem tilheyrir keppninni. Komi upp ágreiningur gildir tillaga RÚV og náist ekki samkomulag hefur RÚV fullt leyfi til að vísa lagi úr keppni. Þá segir í 27. grein þessara reglna að flytjendur sigurlagsins í Söngvakeppninni verði ekki sjálfkjörnir fulltrúar Íslands þegar kemur að Eurovision. Áskilur RÚV sér rétt til, að höfðu samráði við höfunda þess lags sem sigrar, að velja það listafólk sem tekur þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands. Þannig að það er alls ekki víst að það lag sem áhorfendur velja í kvöld verði í þeirri mynd sem það birtist á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Ekki skylt að gefa upp atkvæðadreifingu Í ár varð sú nýbreytni að RÚV ákvað að birta nöfn þeirra sem eiga sæti í þessari dómnefnd sem hefur helmingsvægi á móti símakosningu dómnefndar. RÚV ákvað að bæta við grein í reglum um Söngvakeppnina að nöfn dómnefndarmanna yrðu birt eigi síðar en viku fyrir úrslitakvöldið. Það fór þó svo að RÚV braut eigin reglu og birti ekki nöfnin fyrr en þremur dögum fyrir úrslitakvöldið. Engu að síður birti RÚV nöfnin sjálfviljugt sem er nýbreytni því hingað til hafði það ekki verið gert nema með einni undantekningu. RÚV var nefnilega ekki skylt að gefa upp nöfn dómnefndarmanna og er ennþá ekki skylt að gefa upp hvernig atkvæðin úr símakosningu dreifast á milli keppenda. Síðast var það gert þegar vafamál kom upp um úrslit Söngvakeppninnar árið 2012 þegar umrædd sveit, Blár ópall, óskaði eftir því að atkvæðamagnið yrði gefið upp sem og hver niðurstaða dómnefndarinnar var. Þannig að minni líkur eru á því en meiri að RÚV muni opinbera hve mörg atkvæði voru greidd í úrslitaþættinum á næstkomandi vikum. Það í raun ræðst af keppendunum hvort þeir efist um niðurstöðu keppninnar eða upp komi einhverskonar vafaatriði. Fylgst verður grannt með gangi mála í keppninni í kvöld hér á Vísi. Bein textalýsing verður á Twitter þar sem tíst verður undir merkinu #12stig. Eru sjónvarpsáhorfendur hvattir til að tísta með skemmtilegum myndum úr veislum sem vafalítið verða úti um allan bæ.
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið