Nýjungarnar sem Apple kynnti í dag Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2015 19:49 Tim Cook talar um Apple Watch á kynningunni í dag. Vísir/AFP Nýtt snjallúr og ný útgáfa fartölvunnar MacBook voru kynnt til sögunnar á stórum kynningarfundi Apple í San Francisco síðdegis í dag. Fyrirtækið greindi einnig frá samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina HBO. Vísir fer stuttlega yfir nýjungarnar hjá þessu stærsta fyrirtæki heims.Símtöl með snjallúrinu Kynning snjallúrsins Apple Watch var í forgrunni í dag og gekk Tim Cook, forstjóri Apple, svo langt að kalla gripinn „háþróaðasta tímamæli sögunnar.“ Farið var yfir notendaviðmót úrsins og helstu eiginleika. Úrið verður selt í þremur útgáfum. Ódýrustu úrin kosta til að byrja með um 350 bandaríkjadali, hátt í fimmtíu þúsund íslenskar krónur, en hið allra dýrasta, Apple Watch Edition með umgjörð úr átján karata gulli, fer á rúmlega eina milljón króna. Athugið að þetta verð á við Bandaríkjamarkað. Apple Watch verður móttækilegt fyrir hinum ýmsu smáforritum („öppum“), meðal annars sérsökum útgáfum af Instagram, Uber og Shazam. Jafnframt geta eigendur iPhone látið áframsenda allar tilkynningar sem birtast í símanum, til að mynda frá Facebook eða tölvupóstfangi, til úrsins. Notendur munu þurfa sérstakt Apple Watch smáforrit til þess að halda utan um öll hin. Þá verður hægt að „tala við“ úrið og nota það til að hringja símtöl. Hljóðnemi og hátalari eru innbyggð í úrið og gera notendum kleift að spjalla handfrjálst við aðra. Hjálparforritið Siri verður svo á sínum stað. Með því að ýta á takka á úrinu er hægt að virkja Siri og gefa henni skipanir.Einnig var fjallað um rafhlöðu úrsins, en hún á að geta enst í um átján klukkustundir í senn. Apple Watch ratar á markað í Bandaríkjunum þann 24. apríl næstkomandi.Allt sjónvarpsefni HBO í boði fyrir notendur Apple Á fundinum var einnig greint frá því að í næsta mánuði verður boðið upp á sérstaka þjónustu fyrir notendur Apple TV, iPhone og iPad spjaldtölva sem kallast HBO Now. Þjónustan kallar ekki á nokkurs konar kapaltengingu, einungis internettengingu. Með HBO Now verður hægt að horfa á allt sjónvarpsefni sem HBO hefur framleitt - Game of Thrones, The Sopranos og True Detective svo eitthvað sé nefnt – fyrir um tvö þúsund íslenskar krónur á mánuði. Fyrsta mánuðinn verður þjónustan ókeypis. Ekki er víst að svo stöddu hvort íslenskir Apple-notendur muni geta nýtt sér HBO Now. Þá var ný útgáfa fartölvunnar MacBook kynnt til sögunnar. Hún er sú allra léttasta og þynnsta sem fyrirtækið hefur framleitt (innan við eitt kíló að þyngd) og þótti mörgum þó forverar hennar mega vera stærri. Nýja tölvan verður ekki með innbyggða viftu, ólíkt öðrum MacBook tölvum, og á þannig að virka gjörsamlega hljóðlaust. Hún mun kosta um 180 þúsund íslenskar krónur á bandarískum markaði.#AppleWatchEvent Tweets Game of Thrones Tækni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýtt snjallúr og ný útgáfa fartölvunnar MacBook voru kynnt til sögunnar á stórum kynningarfundi Apple í San Francisco síðdegis í dag. Fyrirtækið greindi einnig frá samstarfi við bandarísku sjónvarpsstöðina HBO. Vísir fer stuttlega yfir nýjungarnar hjá þessu stærsta fyrirtæki heims.Símtöl með snjallúrinu Kynning snjallúrsins Apple Watch var í forgrunni í dag og gekk Tim Cook, forstjóri Apple, svo langt að kalla gripinn „háþróaðasta tímamæli sögunnar.“ Farið var yfir notendaviðmót úrsins og helstu eiginleika. Úrið verður selt í þremur útgáfum. Ódýrustu úrin kosta til að byrja með um 350 bandaríkjadali, hátt í fimmtíu þúsund íslenskar krónur, en hið allra dýrasta, Apple Watch Edition með umgjörð úr átján karata gulli, fer á rúmlega eina milljón króna. Athugið að þetta verð á við Bandaríkjamarkað. Apple Watch verður móttækilegt fyrir hinum ýmsu smáforritum („öppum“), meðal annars sérsökum útgáfum af Instagram, Uber og Shazam. Jafnframt geta eigendur iPhone látið áframsenda allar tilkynningar sem birtast í símanum, til að mynda frá Facebook eða tölvupóstfangi, til úrsins. Notendur munu þurfa sérstakt Apple Watch smáforrit til þess að halda utan um öll hin. Þá verður hægt að „tala við“ úrið og nota það til að hringja símtöl. Hljóðnemi og hátalari eru innbyggð í úrið og gera notendum kleift að spjalla handfrjálst við aðra. Hjálparforritið Siri verður svo á sínum stað. Með því að ýta á takka á úrinu er hægt að virkja Siri og gefa henni skipanir.Einnig var fjallað um rafhlöðu úrsins, en hún á að geta enst í um átján klukkustundir í senn. Apple Watch ratar á markað í Bandaríkjunum þann 24. apríl næstkomandi.Allt sjónvarpsefni HBO í boði fyrir notendur Apple Á fundinum var einnig greint frá því að í næsta mánuði verður boðið upp á sérstaka þjónustu fyrir notendur Apple TV, iPhone og iPad spjaldtölva sem kallast HBO Now. Þjónustan kallar ekki á nokkurs konar kapaltengingu, einungis internettengingu. Með HBO Now verður hægt að horfa á allt sjónvarpsefni sem HBO hefur framleitt - Game of Thrones, The Sopranos og True Detective svo eitthvað sé nefnt – fyrir um tvö þúsund íslenskar krónur á mánuði. Fyrsta mánuðinn verður þjónustan ókeypis. Ekki er víst að svo stöddu hvort íslenskir Apple-notendur muni geta nýtt sér HBO Now. Þá var ný útgáfa fartölvunnar MacBook kynnt til sögunnar. Hún er sú allra léttasta og þynnsta sem fyrirtækið hefur framleitt (innan við eitt kíló að þyngd) og þótti mörgum þó forverar hennar mega vera stærri. Nýja tölvan verður ekki með innbyggða viftu, ólíkt öðrum MacBook tölvum, og á þannig að virka gjörsamlega hljóðlaust. Hún mun kosta um 180 þúsund íslenskar krónur á bandarískum markaði.#AppleWatchEvent Tweets
Game of Thrones Tækni Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira