457 tilkynningar um peningaþvætti í fyrra Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. mars 2015 20:00 Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tilkynningar um peningaþvætti til ríkislögreglustjóra hafa rúmlega tvöfaldast á undanförnum árum. Lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja segir embættið skorta bolmagn til rannsókna og afleiðingarnar gætu skaðað íslenskan fjármálamarkað. Tilkynningarskyldum aðilum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna til lögreglu öll viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Það er síðan Peningaþvættisskrifstofa ríkislögreglustjóra sem annast móttöku tilkynninga og tekur ákvörðun um frekari rannsókn eftir atvikum. Skrifstofunni bárust árlega um 500 tilkynningar um grunsamleg viðskipti árin 2007 til 2009. Þeim fækkaði í 414 árið 2010 og niður í 199 árið 2011. Síðan þá hefur tilkynningum fjölgað. Samkvæmt óbirtum tölum sem fréttastofa hefur undir höndum, voru tilkynningarnar 457 í fyrra, eða rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru árið 2011. Þó heitið Peningaþvættisskrifstofa hljómi ef til vill eins og hér sé heill her manna að rannsaka þessar tilkynningar, þá er það fjarri lagi. Því hér í húsakynnum Ríkislögreglustjóra starfar einn einstaklingur við rannsókn þessara mála. Forseti alþjóðlegs vinnuhóps sem vinnur gegn því að fjármálakerfi séu misnotuð í því skyni að koma illu fengnu fé í umferð, FATF, kom nýlega sérstaklega til Íslands til að vekja athygli íslenskra stjórnvalda á þessari stöðu. Ísland væri eftirbátur annarra þjóða í þessum efnum og styrkja þyrfti mannafla peningaþvættisskrifstofu fyrir 1. júlí á þessu ári. Langflestar tilkynningar koma frá fjármálafyrirtækjum og tekur Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, undir áhyggjur vinnuhópsins. Ljóst sé að peningaþvættisskrifstofu skorti fjármagn til að rannsaka peningaþvætti og úr því verði að bæta. En hvaða afleiðingar gæti það haft ef ekki verður breyting á? „Það í rauninni gæti haft þær afleiðingar að þessi alþjóðasamtök sem að við erum aðilar að, FATF, færi Ísland niður á sínum listum og það væri ekki gott fyrir íslenskan fjármálamarkað og íslenskt efnahagslíf,“ segir Jóna.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira