Eiríkur Jónsson um „flottustu feministabrjóstin“: „Þetta var bara fyndið“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. apríl 2015 11:31 Ritstjóri Séð og heyrt segist fullviss um að María Ljilja Þrastardóttir, Margrét Erla Maack og Hildur Lilliendahl muni hlæja að umfjölluninni að lokum og sér ekki tilefni til að biðja þær afsökunar. Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, segist fullviss um að hafa ekki sært Hildi Lilliendahl, Margréti Erlu Maack og Maríu Lilju Þrastardóttur með frétt sem hann ritaði undir yfirskriftinni „Flottustu feministabrjóstin“. Einungis hafi verið um húmor af hálfu blaðsins að ræða. „Húmorinn liggur kannski í að skipta út fallegustu í staðinn fyrir frægustu. Allt eru þetta orðaleikir og það er ekki á nokkurn hallað í sjálfu sér. Þetta var ekki neikvætt, þeim var hrósað,“ sagði Eiríkur í þættinum Harmageddon í dag.Umfjöllunin snerist um brjóstamyndir sem þær birtu af sér sem lið í #freethenipple. Í henni sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“Hlæja að fréttinni að lokum Hann sagðist hafa tekið þær þrjár fyrir því þær væru opinberar persónur og þekktir feminstar. Í ljósi þess sé það þeirra hlutverk að vera ósáttar við slíka umfjöllun en að þær myndu að öllum líkindum hlæja að þessu á endanum. Aðspurður hvort hann hefði einhvern tímann tekið myndir af öðrum konum, til að mynda menntaskólastúlkum sem komu „geirvörtubyltingunni“ svokölluðu af stað, svaraði hann: „Það hefði séð og heyrt aldrei gert. Aldrei.“Hlutirnir teknir úr samhengi Þá viðurkenndi hann að hafa tekið hlutina úr samhengi með þessari umfjöllun, en sagði það hlutverk blaðsins. Það fari ekki sömu leið og aðrir fjölmiðlar. „Það var ekkert ljótt við þetta. Þetta var ekkert slæmt og ekki niðrandi á nokkurn hátt. Þetta var bara fyndið.“ Eiríkur sagðist ekki sjá tilefni til að biðja þær stöllur afsökunar. „Hvað kölluðu þær mig? Endaþarm íslenskrar blaðamennsku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, segist fullviss um að hafa ekki sært Hildi Lilliendahl, Margréti Erlu Maack og Maríu Lilju Þrastardóttur með frétt sem hann ritaði undir yfirskriftinni „Flottustu feministabrjóstin“. Einungis hafi verið um húmor af hálfu blaðsins að ræða. „Húmorinn liggur kannski í að skipta út fallegustu í staðinn fyrir frægustu. Allt eru þetta orðaleikir og það er ekki á nokkurn hallað í sjálfu sér. Þetta var ekki neikvætt, þeim var hrósað,“ sagði Eiríkur í þættinum Harmageddon í dag.Umfjöllunin snerist um brjóstamyndir sem þær birtu af sér sem lið í #freethenipple. Í henni sagði meðal annars: „Barmfegurð þeirra hefur vonum vakið athygli enda konurnar þrjár svo fagurlega skapaðar að myndarleg brjóst þeirra nálgast fullkomnun.“Hlæja að fréttinni að lokum Hann sagðist hafa tekið þær þrjár fyrir því þær væru opinberar persónur og þekktir feminstar. Í ljósi þess sé það þeirra hlutverk að vera ósáttar við slíka umfjöllun en að þær myndu að öllum líkindum hlæja að þessu á endanum. Aðspurður hvort hann hefði einhvern tímann tekið myndir af öðrum konum, til að mynda menntaskólastúlkum sem komu „geirvörtubyltingunni“ svokölluðu af stað, svaraði hann: „Það hefði séð og heyrt aldrei gert. Aldrei.“Hlutirnir teknir úr samhengi Þá viðurkenndi hann að hafa tekið hlutina úr samhengi með þessari umfjöllun, en sagði það hlutverk blaðsins. Það fari ekki sömu leið og aðrir fjölmiðlar. „Það var ekkert ljótt við þetta. Þetta var ekkert slæmt og ekki niðrandi á nokkurn hátt. Þetta var bara fyndið.“ Eiríkur sagðist ekki sjá tilefni til að biðja þær stöllur afsökunar. „Hvað kölluðu þær mig? Endaþarm íslenskrar blaðamennsku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Gagnrýna „Flottustu femínistabrjóstin“ Birtu myndir sem Hildur Lilliendahl, Margrét Erla Maack og María Lilja Þrastardóttir birtu í tilefni #freethenipple. 4. apríl 2015 12:14